Fréttablaðið - 10.02.2023, Side 16
Rómantískasti
dagur ársins
Munúðarfullur pippisti í rómantískum búningi
n Uppskriftin
10.
feb
11.
feb
12.
feb Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
Hvað er að gerast um helgina?
n Öskubuska og Hnotubrjótur-
inn, kl. 20.00
Hamar, Tónlistarskóla Ísafjarðar
Gera má ráð fyrir mikilli flugelda-
sýningu á þessum tónleikum
þar sem hljóma tveir rússneskir
ballettar í litríkum glæsiútsetn-
ingum fyrir tvo flygla. Erna Vala og
Romain Þór flytja.
n Prufutími í tangó, kl. 20.00
Kramhúsið
Ókeypis kynningartími í arg-
entínskum tangó. Það þarf ekki að
koma með dansfélaga.
n Ástin ein taugahrúga – enginn
dans við Ufsaklett, kl. 20.30
Tjarnarbíó
Sviðsett tónleikauppfærsla af
nýrri kammeróperu eftir Önnu
Halldórsdóttur við ljóðabók
Elísabetar Jökulsdóttur, Ástin
ein taugahrúga - Enginn dans við
Ufsaklett. Sjá umfjöllun annars
staðar á síðunni.
n Beebee & The Bluebirds og Al-
dís Fjóla, kl. 20.30
Iðnó
Beebee & The Bluebirds hafa gefið
út tvær plötur, en nýverið gáfu
þau út lagið Mama knows best af
þriðju plötu þeirra sem væntanleg
er á árinu. Aldís Fjóla gaf út sína
fyrstu sólóplötu, Shadows, 2020
og síðan þá hefur hún komið
fram víðs vegar um landið, fengið
gríðarlega spilun í Finnlandi og
víðar og meðal annars komið fram
á Bræðslunni.
n Plánetusmiðja fyrir börn,
kl. 14.00
Safnahúsið
Í smiðjunni er leikið með efni
sem breytast í snúningi og ljósi og
útbúnar plánetur. Saman munu
pláneturnar mynda sólkerfi sem
lýsir upp „himinhvolfið“. Þór-
dís Erla Zoega listamaður leiðir
smiðjuna.
n Kórahátíð, kl. 16.00
Vídalínskirkja
Tónlistarmessa með fjölbreyttri
efnisskrá. Fjölmennur samkór frá
Grindavík, Hafnarfirði, Garðabæ,
Álftanesi, Mosfellsbæ, Keflavík,
Njarðvík, Vogum, Garði og Sand-
gerði. Aðgangur ókeypis.
n Tónleikar með KK, kl. 20.00
Mengi
Lágstemmdir tónleikar með
hinum eina sanna KK. Laga-
valið mun spanna feril KK allt frá
plötum 1991 til dagsins í dag og
eru mörg hver meðal ástsælustu
laga þjóðarinnar.
n Flott – tónleikar, kl. 20.00
Húrra
Þetta eru fyrstu tónleikar Flott á
höfuðborgarsvæðinu og mögulega
síðustu ef enginn kaupir miða.
n Hjartaáfall – dragsýning,
kl. 21.00
Kiki
Fram koma Lola Von Heart, Char-
donnay Bublée, Milo de Mix, Úlla la
Delish og King Rafael The First.
n Lalli Magic Show, kl. 15.00
Tjarnarbíó
Hér er á ferðinni glæný og
stórskemmtileg hálftímalöng
töfrasýning án orða fyrir alla
fjölskylduna. Lalli og Ringo lofa
nýjum töfrabrögðum, fíflalátum
og gleði.
n Uppáhellingarnir og Sigríður
Thorlacius, kl. 21.00
Gamla bíó
Útgáfutónleikar plötunnar Tempó
Prímó. Á plötunni nýútkomnu má
heyra ellefu nýjar, en gamaldags,
útsetningar Andra Ólafssonar á
lögum Jóns Múla Árnasonar við
texta Jónasar bróður hans, þar
sem innblástur er sóttur til vin-
sælla sönghópa vestanhafs frá
5. og 6. áratugnum, þegar fyrstu
söngleikir þeirra bræðra voru
frumsýndir, og djassað yfirbragð
var enn í náðinni í dægurtónlist.
n Ofurskálin í beinni, kl. 23.00
Lebowski Bar
Ofurskálin að þessu sinni verður
milli Kansas City Chiefs og Phila-
delphia Eagles. Sýningin í hálfleik
skiptir ekki síður miklu máli en
að þessu sinni mun stórstjarnan
Rihanna sjá um sýninguna. Lengri
opnunartími þetta sunnudags-
kvöld, einnig verður eldhúsið opið
lengur og sérstök tilboð á litlum
réttum frá kl. 23.00 til 02.00.
Rússíbanareið á
milli alsælu og
dýpsta þunglyndis
Ástin ein taugahrúga – enginn
dans við Ufsaklett, er sviðsett
tónleikauppfærsla af nýrri
kammeróperu eftir Önnu
Halldórsdóttur við ljóðabók
Elísabetar Jökulsdóttur. Verkið
er fyrir mezzósópran, selló og
rafhljóð og er í uppsetningu
sviðslistahópsins Spindrift
Theatre. Flytjendur verksins
eru Tinna Þorvalds Önnudóttir
söngkona og Júlía Mogensen
sellóleikari.
Verkið er þroskasaga konu og
barátta draumsins við raun
veruleikann. Þessi barátta er
spegluð í of beldisfullu ástar
sambandi frá upphafi til enda
og velt er upp spurningunum
Hvað er það sem gerir man
að „alvöru konu?“ – Og hvar
leynist hinn raunverulegi lykill
að öllu saman?
Söguhetjan er með geðhvörf
sem litar frásögnina þannig að
úr verður rússíbanareið á milli
alsælu og dýpsta þunglyndis.
En hvort sem persónan er
stödd á toppnum eða botn
inum er kímnin aldrei langt
undan.
Ljóðabók Elísabetar Jökuls
dóttur vakti sterk viðbrögð
þegar hún kom út, hlaut Fjöru
verðlaunin árið 2015 og var til
nefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs.
Tónlist Önnu Halldórsdóttur
gefur textanum nýja vídd og er
bæði grípandi og aðgengileg.
Segja má að hún höfði til
breiðs markhóps og geti jafnt
fangað athygli þeirra sem hafa
lítið hlustað á óperur, sem og
óperuáhugafólks. n
friminutur@frettabladid.is
Valentínusardagurinn er á
þriðjudag í næstu viku. Dagurinn
á uppruna sinn að rekja til Evrópu
á 14. öld en ekki til Bandaríkjanna
eins og margir halda en þar hefur
markaðssetning verið hvað mest.
Meðal þess sem er hefðbundið að
gera þennan dag er að senda ástinni
sinni gjafir á borð við blóm og kon
fekt og láta Valentínusarkort fylgja
með. Þessar hefðir eiga uppruna
sinn í Bretlandi, Frakklandi og
Bandaríkjunum. Í löndum þar sem
ekki er löng hefð fyrir því að halda
Valentínusardaginn hátíðlegan
hafa bandarískir siðir gjarnan fylgt
þegar venjan er tekin upp. Fyrsta
heimildin um daginn hér á landi er
frá árinu 1958.
Margar leiðir til að tjá ást sína
Valentínusardagurinn hefur þróast
hér á Íslandi í dekurdag eða jafnvel
dekurhelgi en margir gera vel við
ástina sína með upplifun af ein
hverju tagi, til dæmis með sælkera
máltíð, boði í huggulegan dögurð
eða kvöldverð þar sem natnin og
ástríðan er í forgrunni þegar kemur
að framreiðslunni. Hjartalaga
konfekt, vöfflur, kökur og kort er
algengt. Sumir bjóða í rómantíska
gistingu á hóteli þar sem hlúð er
að ástinni með dekri frá morgni
til kvölds eða ferð í náttúrulaugar,
nudd og spa þar sem allar heila
stöðvarnar fá að njóta sín í af
slappelsi og dekri. Einhverjir útbúa
rómantíska stund heima við, með
kræsingar og drykk við kertaljós.
Nú er líka hægt að fá rómantíska
tónleika heim í stofu. Í ár eru í boði
tónleikar með Bubba Morth
ens sem bera yfirskriftina „Það
er gott að elska“. Það sem mestu
máli skiptir er að muna að tjá ást
sína með einhverjum hætti, því
mikilvægt er að segja þeim sem við
elskum að við elskum þá. n
Það styttist óðum í Valentínusar
daginn og þá er lag að gera vel
við sig með ljúfum eftirrétti sem
gleður bæði augu og munn. Á
dögunum bættist við Royalbúð
ingaflóruna, Royal Pippbúðingur
sem hefur ef laust glatt royalista
landsins. Uppskrift vikunnar
ber keim af þessum búðingi í
skemmtilegri eftirréttarútgáfu
með rómantískri útfærslu í tilefni
Valentínusardagsins. Þennan
verðið þið að prófa með eða án
súkkulaðiganache.
Pippistinn
fyrir 4–6
1 pk. Pipp Royal-búðingur
250 ml rjómi
250 ml nýmjólk
Byrjið á því að píska eða þeyta allt
saman í um það bil eina mínútu
eða þar til blandan fer aðeins að
þykkna. Skiptið blöndunni niður í
glös og kælið í að minnsta kosti 30
mínútur. Á meðan gefst tækifæri
til að gera súkkulaðisósuna. Dugar
að toppa eftirréttinn með rjóma og
skreyta.
Súkkulaði-ganache
100 g pralín-súkkulaði (56% dökkt)
1 stk. Pipp (40 g)
100 ml rjómi
Setjið rjómann í pott og hitið að
suðu. Brjótið súkkulaðið niður í
skál og hellið rjómanum yfir þegar
hann hefur náð suðu. Látið standa
í eina til tvær mínútur og hrærið
þá saman með písk eða gaffli þar
til það er vel blandað saman og
kekkjalaust. Kælið í ísskáp fyrir
notkun svo rjóminn bráðni ekki ef
súkkulaði er sett yfir eftirréttinn.
Setjið síðan 1–2 matskeiðar af
súkkulaðisósunni yfir eftirréttinn
(eftir smekk), kælið aftur í nokkrar
mínútur (til þess að þeytti rjóminn
leki ekki til).
Toppur
250 ml þeyttur rjómi
Hnífsoddur af ferskri vanillu (má
sleppa)
1 msk. flórsykur
Fersk mintulauf
Setjið rjómann í sprautupoka með
stút sem við á eða í rjómasprautu og
sprautið rjómanum í hring. Skreytið
með mintulaufi og pippbita. n
4 kynningarblað A L LT 10. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR