Fréttablaðið - 14.02.2023, Qupperneq 1
| f r e t t a b l a d i d . i s |
Frítt
2 0 2 3
HALLDÓR | | 12 PONDUS | | 20
Colson
Whitehead á
Bókmennta hátíð
3 1 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R |
Fréttir | | 10
Menning | | 22
LíFið | | 24
Tilgangslaust
að hata
Ekki aðdáendum
að kenna
Þ R I ð J U D A g U R 1 4 . f e b R ú A R|
LOftSLAgSmáL Alcoa, Norðurál og
Icelandair eru þau þrjú fyrirtæki
sem losa mest kolefni hér á landi.
Icelandair losaði árið 2021
486.000 tonn og er í þriðja sæti yfir
mest mengandi fyrirtæki lands-
ins. Stóriðjufyrirtæki raða sér
beggja vegna við, Alcoa losar mest,
530.000 tonn, Norðurál 528.000
tonn og Elkem 456.000 tonn.
„Mengun vegna losunar á kolefni
er að ganga frá eðlilegu lífi á jörð-
inni,“ segir Sigurpáll Ingibergsson,
sem hélt nýlega erindi á Loftslags-
fundi Festu.
Sigurpáll rýndi í sjálfbærniskýrsl-
ur fyrirtækjanna og eru tölurnar
um losun fengnar þaðan. Mörg stór
sjávarútvegsfyrirtæki og orkufyrir-
tæki elta helstu mengunarvaldana.
„Hér er um líf eða dauða að tefla,“
segir Sigurpáll. Sláandi sé að í
mörgum tilvikum séu tengsl milli
góðrar fjárhagslegrar afkomu fyrir-
tækjanna og mikillar mengunar.
Sjálfbæran metnað segir hann vera
lítinn sem engan. Sjá Síðu 8 og 14
Stóriðja og
flugfélög
menga mest
Hér er um líf eða
dauða að tefla.
Sigurpáll Ingi-
bergsson,
sérfræðingur
Þetta getur orðið
ógnun við ríkisstjórn-
arsamstarfið.
Grétar Þór Eyþórsson, stjórn-
málafræðiprófessor við HA
LíFið | | 26
Fertug
hneykslunarhella
S tJ Ó R N m áL Samk væmt ný r r i
könnun Prósents fyrir Fréttablaðið
mælist fylgi Vinstri grænna 5,9 pró-
sent. Flokkurinn hlaut 12,6 prósent
í alþingiskosningunum árið 2021.
Síðan þá hefur fylgið aðeins dalað.
Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmála-
fræðiprófessor við HA, segir fylgið
búið að vera lítið lengi en staðan
virðist aðeins versna. Óvíst sé
hversu lengi þetta geti haldið áfram.
„Þetta getur orðið ógnun við ríkis-
stjórnarsamstarfið. Þetta er ekki
til að bæta baráttuandann innan
flokksins,“ segir hann.
Nærtækt sé að skýra stöðu flokks-
ins með ríkisstjórnarsamstarfinu. Í
faraldrinum gekk það ágætlega en
fjarað hafi undan Vinstri grænum.
Takmörkuð ánægja sé innan flokks
með útlendingafrumvarpið og fleiri
umdeildar ákvarðanir.
Þegar litið er til tekjudreifingar
sést að Vinstri græn hafa aðeins 2
prósenta fylgi lágtekjufólks, minnst
allra, en mest fylgi hefur flokkurinn
hjá hátekjufólki, 10 prósent.
„Með hressilegri einföldun er
hægt að segja að f lokkurinn sé
meira grænn en vinstri,“ segir Grét-
ar. Bendir hann á að flokkurinn hafi
lagt mikla áherslu á umhverfismál í
samstarfinu. Sjá Síðu 4
Fylgi Vinstri grænna við hættumörk
Tveir voru fluttir á bráðadeild Landspítalans eftir að gaskútur í Land Cruiser sprakk eftir hádegi í gær við bensín-
stöð Olís í Álfheimum. Bíllinn stóð við metandælu bensínstöðvarinnar við hlið tveggja annarra bíla þegar kúturinn í
honum sprakk. Sprengingin er til rannsóknar hjá lögreglu og Vinnueftirlitinu. FréttabLaðið/Sigtryggur ari
Í APPI OG Á DOMINOS.IS
ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI, EF ÞÚ SÆKIR