Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 4
5 10 15 20 25% 0,0 Sj ál fs tæ ði sf lo kk ur in n Sa m fy lk in gi n Pí ra ta r Fr am só kn ar fl ok ku rin n Fl ok ku r f ól ks in s Vi ðr ei sn VG M ið fl ok ku rin n Só sí al is ta fl ok ku rin n 23 ,2 22 ,1 12 ,5 11 ,8 9, 5 6, 9 5, 9 4, 1 4, 1 Fylgi flokkanna samkvæmt könnun Prósents Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og er flokkur­ inn nú nálægt 5 prósenta jöfnunarsætisþröskuldinum. Sjálfstæðisflokkur og Sam­ fylking tróna á toppnum. kristinnhaukur@frettabladid.is stjórnmál Vinstr ihrey f ing in – grænt framboð er við það að þurrkast út af þingi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Frétta­ blaðið. Flokkur Katrínar Jakobs­ dóttur forsætisráðherra mælist nú aðeins með 5,9 prósenta fylgi og er því innan við einu prósenti yfir þröskuldinum til að fá jöfnunar­ sæti til þings samkvæmt kosninga­ lögum. Hefur f lokkurinn tapað 1 pró­ senti frá síðustu könnun, sem gerð var í lok desember, og 2 frá könnun í nóvember þegar flokkurinn mæld­ ist með 8 prósent. Athygli vekur að Vinstri græn hafa nú mest fylgi hjá hátekjufólki, með 800 þúsund krón­ ur eða meira í mánaðarlaun, eða 10 prósent. Hjá lágtekjufólki, með laun undir 400 þúsundum, hafa Vinstri græn aðeins 2 prósenta fylgi, minnst allra f lokka. Til samanburðar þá hefur Sósíalistaf lokkurinn 8 pró­ senta fylgi í þeim tekjuhópi og Mið­ flokkurinn 5 prósent. Sjálfstæðisf lokkurinn og Sam­ fylking eru áfram tveir langstærstu flokkarnir samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað og mælist með 23,2 prósenta fylgi. Samfylking bætir tæplega 2 pró­ sentum við sig og mælist með 22,1 prósent. Þetta tveggja turna tal hefur verið við lýði í öllum könnunum síðan Kristrún Frostadóttir var kjörin for­ maður Samfylkingarinnar á lands­ fundi í haust. Framsóknarflokkurinn hefur náð að stöðva fylgishrunið og mælist nú með 11,8 prósent, 1 betur en í des­ ember. Flokkurinn hafði dalað hratt úr 17,6 prósenta fylgi júnímánaðar. Viðreisn bætir einnig lítillega við sig, fer úr 6,2 prósentum í 6,9. En Píratar missa tæp 2 og fara úr 14,3 í 12,5 prósent. Það dugar þeim þó til þess að vera áfram þriðji stærsti f lokkurinn í könnunum. Fylgi annarra flokka hreyfist lítið. Flokkur fólksins mælist með 9,5 pró­ sent, Sósíalistaflokkurinn með 4,1 og Miðflokkurinn sömuleiðis. Yrðu þetta niðurstöður alþingis­ kosninga væri ríkisstjórnin fallin með 28 menn á móti 35 mönnum stjórnarandstöðunnar, líkt og í desember. Sjálfstæðisf lokkurinn fengi 16 þingmenn, Framsóknar­ flokkurinn 8 og Vinstri græn 4. Samfylking mælist með 16 þing­ menn, Píratar með 9, Flokkur fólks­ ins með 6 og Viðreisn með 4. Sósíal­ istaf lokkurinn og Miðflokkurinn drífa ekki yfir múrinn til að hljóta jöfnunarþingsæti. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá konum, 26 prósent, en Sjálfstæðis­ flokkurinn hjá körlum, sama hlut­ fall. Lítill munur er á kynjahlutfalli hjá öðrum f lokkum nema Mið­ flokki, sem nýtur þrefalt meira fylgis karla en kvenna. Eins og svo oft áður nýtur Fram­ sók nar f lok k ur inn mun meir i fylgis á landsbyggðinni en á höfuð­ borgarsvæðinu, 19 prósent á móti 8. Flestir aðrir f lokkar eru vinsælli á höfuðborgarsvæðinu nema Flokkur fólksins, sem hefur ögn meira fylgi á landsbyggðinni. Könnunin var netkönnun fram­ kvæmd 27. janúar til 6. febrúar. Úrtakið var 2.400 og svarhlutfallið 51,4 prósent. n Vinstri græn lægst hjá lágtekjufólki Þegar Katrín Jakobsdóttir varð forsætisráðherra árið 2017 fengu Vinstri græn 16,9 prósenta fylgi og 11 þingmenn kjörna. Fréttablaðið/Ernir N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti kristinnpall@frettabladid.is landsbjörg Alþjóðarústabjörg­ unarsveitinni, sem teymi Lands­ bjargar er hluti af, hefur tekist að bjarga rúmlega tvö hundruð manns í Tyrklandi síðastliðna daga og held­ ur björgunarátakið áfram. „Við erum að vinna í samhæf­ ingarstjórnstöðinni, að samhæfa aðgerðir alþjóðlegra rústabjörg­ unarsveita í Tyrklandi. Í því erum við með nokkrar sveitir að vinna í tíu mismunandi borgum í Tyrk­ landi,“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir, hópstjóri íslenska björgunarsveitar­ hópsins sem er úti. Aðspurð segir Sólveig andrúms­ loftið vera þungbúið þegar vika er liðin frá jarðskjálftum sem kostuðu að minnsta kosti 36 þúsund lífið. „Það er þungt. Hér var þessi rosa­ legi jarðskjálfti, svakalegt tjón og rosalega mörg dauðsföll. Andrúms­ loftið er í samræmi við það.“ Sólveig segir að það sé enn verið að leita að fólki samhliða því að aðstoða fólk á vergangi. „Það eru ákveðnir aðilar í rústa­ björgun eins og við, síðan eru aðrir aðilar í neyðaraðstoð sem hófst undir eins. Það er verið að hjálpa fólki með vatn, teppi og húsnæði á sama tíma og það er verið að leita.“ Austurríski herinn tilkynnti um helgina að aðstoð þeirra væri lokið í bili af ótta við að það kæmi til vopnaðra átaka milli vígahópa. Sólveig segist varla hafa heyrt dæmi um átök þegar hún var spurð að því. „Ég hef heyrt um tvö dæmi þess efnis sem beinist frekar gagnvart heimamönnum. Ég hef ekki heyrt um neitt atvik þar sem það hafi verið raunveruleg ógn.“ n Rústabjörgunin búin að bjarga tvö hundruð í Tyrklandi Hluti Íslendinganna að störfum í Adiyaman í gær. Mynd/aðsEnd bene diktarnar@fretta bladid.is stéttarfélög Þórður Guð jóns son, for stjóri Skeljungs, segist ganga út frá því að verk fall bíl stjóra í olíu­ dreifingu muni hefjast á mið viku­ daginn. Hann telur að ef verk fallið dregst á langinn geti það haft skelfi­ legar af leiðingar fyrir Ís land. Þórður segir að verk fall bíl stjóra muni fyrst og fremst hafa á hrif innan höfuð borgar svæðisins þar sem Ef ling hefur sína starf semi. Hann segir að olíu sé dreift til allra lands hluta frá Ör firis ey í Reykja vík og gæti verk fallið haft á hrif um allt land. Skeljungur og Efling eru nú í við ræðum um undan þágur á verk­ fallinu. „Við erum í sam tali við Eflingu um þær undan þágur sem er verið að sækja um til þess að tryggja al­ manna hags muni í landinu. Þær eru gríðar lega fjöl breyttar og margar og það getur verið mjög f lókið að tryggja að undan þágurnar nái til þeirra sem þær þurfa að ná til,“ segir Þórður, en unnið er hörðum hönd­ um að því að fá undan þágur, til að mynda fyrir lög reglu, slökkvi liðið, al mennings sam göngur og Land­ helgis gæsluna. Þegar verk fall var sam þykkt fór að gerða á ætlun Skeljungs af stað og hefur verið unnið að því að koma sem mestu elds neyti til við skipta­ vina áður en verk fallið brestur á. Þórður telur mikil vægt að lág marka skaða verk fallsins, sem verður gríð­ arlegur. „Fólk þarf að tryggja að bensín­ tankurinn sé fullur af elds neyti áður en verk fallið skellur á. Fljót lega munu á hrifin koma í ljós og strax innan sólar hrings munu fyrstu stöðvarnar byrja að tæmast,“ segir Þórður, en bætir við að fólk þurfi ekki að ör vænta, nema verk fallið dragist á langinn. „Þegar bílarnir byrja að tæmast í næstu viku þá verður kannski ekkert mjög mikið eftir af elds­ neyti þarna úti. En það sem horfir kannski verr við er starf semi allra fyrir tækja, sem mun stoppa miklu hraðar heldur en einka bíllinn,“ segir Þórður. „Þetta verk fall mun bíta alveg svaka lega og ef það dregst á langinn þá verða af leiðingarnar skelfi legar fyrir Ís land.“ n Á hrif verkfallsins koma fljótt í ljós Þórður Guð jóns­ son, for stjóri Skeljungs helgisteinar@frettabladid.is Kjaramál Sólveig Anna Jóns­ dóttir, formaður Ef lingar, segist hæstánægð með ákvörðun félags­ og vinnumarkaðsráðherra, Guð­ mundar Inga Guðbrandssonar, um að ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, stígi til hliðar. „Við auðvitað fögnum því. Það hefur verið okkar krafa og ánægju­ legt að það sé loksins búið að gerast. Fólkið mitt og við erum svo glöð að við erum í smá partístemningu,“ segir Sólveig. Hún segir að það eina sem eftir er í stöðunni sé að setjast við samn­ ingaborðið og gera Eflingarsamning við Eflingarfólk. „Nú er auðvitað öllum ljóst að sá kjarasamningur sem var undir­ ritaður við starfsmannasambandið fyrir jól er ómögulegur,“ segir hún. Sólveig segir að síðasta tilboð Ef lingar standi enn og að nú sé ekkert eftir fyrir SA annað en að mæta við samningaborðið. „Ég tel að það hljóti einfaldlega að gerast, menn sem eru búnir að fara fram með þeim svívirðilega hætti sem þeir hafa gert en hafa samt endað á þessum stað með ekkert í hönd­ unum. Það er ekkert eftir nema að semja við okkur,“ segir Sólveig. n Kátt á hjalla við brotthvarf Aðalsteins Sólveig Anna og Halldór Benjamín fá nýjan sáttasemjara. 4 fRéTTiR FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞRiÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.