Fréttablaðið - 14.02.2023, Page 13

Fréttablaðið - 14.02.2023, Page 13
 Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir Það verður því miður ekki annað séð en að við jarðarbúar séum að sigla inn í heim mikilla breytinga og vax- andi óvissu og óöryggis. Ég skrifa hér fyrst um horfur á friði/ófriði 2023-2050. Næst mun ég svo skrifa um þróun efnahagsmála, gífurlegar breytingar sem þar er að vænta, en efnahagslegur styrkur, efnahagsmáttur, hinna ýmsu þjóða og heimssvæða, mun breytast gífur- lega og þar með staða og áhrifamátt- ur þeirra í heiminum. Friðurinn – Evrópa Friðurinn er það dýrmætasta sem þjóðir jarðar eiga, með honum má byggja, breyta og bæta, án hans hnígur og fellur allt. Nú, í 74 ár, hafa ESB, evran og NATO tryggt frið í Evrópu, segja verður í Vestur Evrópu, eftir innrás Pútíns í Úkraínu. Menn kunna að undrast að ég vilji líka þakka evru friðinn, en hún er staðfesting og inn- sigli 26 evru-ríkja, á samstöðu, sam- vinnu, bræðralagi og friði sín á milli. Pútín ógnar ekki bara friði í Austur-Evrópu, heldur í Evrópu allri, trúlega líka í Mið-Asíu, en markmið hans virðist vera að endurreisa Sov- étríkin, ríkjasamband 290 milljóna manna, en íbúar Rússlands eru 145 milljónir. Ef Pútín verður ekki haminn, honum haldið niðri í Úkraínu, og/ eða, ef til þess kemur, að Pútín beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu, er gífurleg hætta á útbreiðslu ófriðs, víðtæku stríði, í Evrópu. Kúnst Vesturveldanna er að styðja Úkraínu svo dyggilega og vel að þeir geti endanlega stöðvað innrás Rússa og, helzt, hrakið þá af höndum sér, sem mest til baka að alþjóðlega virtum og löglegum landamærum, án þess að Pútín grípi til kjarnorku- vopna. Ef laust verða Úkraínumenn að gefa minnst Krímskaga eftir, kannske líka þann hluta Austur- Úkraínu, sem rússneskumælandi fólk byggir. Úkraínumenn geta aldrei unnið þetta stríð og án þess að Pútín geti haldið andlitinu gagn- vart rússnesku þjóðinni og umheim- inum verður þessu stríði ekki lokið með þeim hætti að framtíðaröryggi Evrópu verði sæmilega tryggt. Friðurinn – Asía Kínverjar voru lengst af friðsamleg þjóð, sem hafði sig hernaðarlega lítt í frammi. Á síðustu öld og áratugum hefur þetta breytzt. Nú, sérstaklega með Xi. 1950/1951 innlimuðu þeir Tíbet, og nú má ekki mikið út af bregða til að þeir ráðist á Taívan, en Biden hefur lýst því yfir að Banda- ríkjamenn muni verja Taívan. Nýlega festu Bandaríkjamenn viðveru sína við Suður-Kínahaf í sessi og tryggðu aukinn hernaðar- mátt sinn á Filippseyjum. Fyrir eru Bandaríkjamenn með sterka hern- aðarlega viðveru við Austur-Kína- haf, í Suður-Kóreu og Japan. Þar á milli er Taívan-sund og Taívan. Það virðist mikil hætta á að Xi rjúfi hér friðinn, vilji taka Taívan, sem þeir telja að tilheyri Kína, svip- að og Rússar töldu Krímskaga hluta Rússlands, og, að slík aðgerð ógni þá Filippseyjum, Suður-Kóreu og Japan, ekki bara bandalagsþjóðum Banda- ríkjanna, heldur í raun verndar- svæði Bandaríkjanna. Til hliðar við þessa púðurtunnu stendur svo Norður-Kórea með sínar kjarnorkusprengjur og eldflaugar, sem verða sífellt langdrægari og ógna nú ekki aðeins öðrum Asíu- ríkjum, heldur líka Norðu-Ameríku. Því miður eru gífurlegar líkur á að upp úr sjóði á þessu svæði innan áratugar, alla vega fyrir 2050, jafnvel miklu fyrr. Í öllu falli verða Bandaríkin í vaxandi mæli bundin af Asíu- ógninni, sem um leið þýðir að þau hafa síminnkandi efnahagslegt og hernaðarlegt bolmagn til að verja og tryggja frið og öryggi í Evrópu. Enda heyrast þar raddir í vaxandi mæli, einkum meðal Repúblikana, sem krefjast þess, að Evrópa verji sig sjálf. Það stafar stórfelld ógn af þríeyk- inu Pútín-Xi-Kim! Það eina, sem getur hamið þá verður bezt lýst með 1. friðarreglu rómverska keis- arans Hadrian (76-138 e.K.) „Friður með (hernaðar)styrk!“. Von Evrópu Órjúfandi samstaða og sjálfstæður og fullnægjandi efnahagslegur og hernaðarlegur máttur Evrópu hefur því gífurlegt gildi fyrir fram- tíðaröryggi og velferð Evrópu. Til lengri tíma getum við, Evr- ópubúar, ekki á aðra treyst en okkur sjálf, en því miður er hættan á nýjum eða vaxandi ófriði út frá Pútín feikimikil; ég óttast sterklega að friður verði aftur rofinn í Evrópu á næstu árum, kannske áratugum, ef hann heldur völdum. Meginvonin og huggunin er í raun sú að Þýzkaland, tæknivædd- asta og efnahagslega öf lugasta ríki ESB, er loks að endurhervæða sig með gífurlegri fjárfestingu í vörnum sínum og hernaðarmætti, sem verða um leið grunnvarnir Evrópu, en nokkrum dögum eftir árás Pútíns á Úkraínu ákvað þýzka ríkisstjórnin að setja aukafjárfram- lag upp á 100 milljarða evra, 15.000 milljarða króna, stjarnfræðilega fjárhæð, í enduruppbyggingu og styrkingu síns hernaðarmáttar, sem hefur setið á hakanum eftir stríð. Öll önnur Evrópuríki, einkum Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar, líka Eystrasaltslöndin, Pólland, Tékkland og Slóvakía, eru á svip- aðan hátt að auka sín framlög til varnarmála. Evrópa þarf sennilega fimm ár til að tryggja framtíðar varnir/öryggi sitt. Vonandi fær hún þau. Efnahagsþróunin 2023-2050 Sjö  mestu efnahagsveldi heims 2050 verða Kína, Indland, Banda- ríkin, Indónesía, Brasilía, Rússland og Mexíkó. Indónesía, Brasilía og Mexíkó munu fara fram úr Japan og Þýzkalandi. Fjalla um þá þróun, stórfelldu breytingar efnahags- styrks og áhrifa, næst. n Guð blessi börnin okkar og barnabörn Aðalfundur Fly Play hf. Aðalfundur Fly Play hf. verður haldinn þriðjudaginn 7. mars 2023 kl. 16:00 í Iðnó, menningarhúsi við Tjörnina, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík. flyPLAY.is DRÖG AÐ DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi liðins starfsárs. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýringum endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. 3. Atkvæðagreiðsla um hvernig fara skuli með rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu. 4. Kosning í stjórn félagsins. 5. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar. 7. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 8. Önnur mál, löglega upp borin. 9. Þátttaka á fundinum verður bundin við þá sem mæta á staðinn. Reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum Eitt atkvæði er fyrir hvern einnar krónu hlut. Á hluthafafundi ræður afl atkvæða nema öðruvísi sé fyrir mælt í landslögum eða samþykktum. Hluthöfum sem ekki sækja aðalfund stendur til boða að kjósa um dagskrármál bréflega. Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hluthafa um slíka atkvæðagreiðslu að berast félaginu á netfangið legal@flyplay.com. Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá og leggja fram ályktunartillögur. Kröfu þar um skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins eigi síðar en fyrir kl. 12:00 þann 21. febrúar 2023. Hluthafi getur veitt umboðsmanni skriflegt umboð sem skal dagsett. Umboð gildir aldrei lengur en eitt ár frá dagsetningu þess. Umboð má hvenær sem er afturkalla. Slík umboð skulu berast félaginu áður en aðalfundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Umboðseyðublöð verða aðgengileg á vefsíðu félagsins. Aðrar upplýsingar Endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og fundarskjöl verða birt eigi síðar en 21. febrúar á vefsíðu félagsins: https://www.flyplay.com/corporate-governance. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, virka daga milli kl. 9:00 og 16:00. Berist tillögur frá hluthöfum verða þær birtar a.m.k. þremur dögum fyrir fundinn ásamt uppfærðri dagskrá. Samkvæmt 63. gr. a. laga nr. 2/1995 um hlutafélög skal tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm dögum fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 þann 2. mars 2023. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afgreidd frá kl. 15:00 á aðalfundardegi. Reykjavík, 14. febrúar 2023 Stjórn Fly Play hf. Fréttablaðið skoðun 1314. Febrúar 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.