Fréttablaðið - 14.02.2023, Side 15

Fréttablaðið - 14.02.2023, Side 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 14. febrúar 2023 elin@frettabladid.is Valentínusardagurinn er í dag. Það er hægt að gera sér glaðan dag með einföldum pastarétti og skála í prosecco. Hér er uppskrift að góðu piparpasta sem er vinsæll réttur á Ítalíu enda aðeins fjögur innihalds- efni og bragðið sérlega gott. Piparpasta Fyrir tvo 200 g spagettí 25 g smjör 2 msk. heil piparkorn, marin eða 1 msk. nýmalaður pipar 50 g parmesan eða pecorino ostur, rifinn Sjóðið pasta tveimur mínútum styttra en umbúðir segja í söltuðu vatni. Bræðið smjör á pönnu á lágum hita. Setjið piparinn út í smjörið og hitið í nokkrar mínútur. Þerrið pasta en geymið 200 ml af pastavatninu. Pastað fer á pönnuna ásamt 100 ml af vatni og hristið allt saman, ekki hræra. Stráið rifnum parmesan yfir. Látið bráðna í past- anu. Bætið aðeins meira pastavatni við eftir því sem þarf. Berið strax á borð og malaður pipar yfir. Prosecco og trönuber Í tvö glös af kokteil þarf 150 ml trönuberjasafa, 1 msk. grenadine, 50 ml vodka, 1 sneið af límónu, 4 hindber, prosecco og ísmola. Hrærið saman trönuberjasafa, grenadine og vodka með ís. Kreistið límónusafa yfir. Hristið eða hrærið. Setjið í kampavínsglas, fyllið upp með prosecco og skreytið með hindberjum. n Fyrir ástina Cacio e pepe eða piparpasta er vin- sæll og einfaldur réttur. Andrea Aldan býr í heillandi og litríkri íbúð í hjarta Reykjavíkur. Persónulegur stíll og litagleði Andreu gefa rýminu einstaklega skemmtilegan og fallegan blæ. Fréttablaðið/Ernir Regnboginn ældi yfir íbúðina Andrea keypti 47 fermetra risíbúð á besta stað í miðbæ Reykjavíkur fyrir einu og hálfu ári síðan. Með minni háttar fyrirhöfn og útgjöldum glæddi hún íbúðina lit og fegurð. 2 Austurmörk 21 • 810 Hveragerði Hornsteinn 60 ára afmælissýning 11/02 – 20/08 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.