Fréttablaðið - 14.02.2023, Side 20
Að fá þennan stuðning
var bara unaðslegt og
ástæðan fyrir því að
maður er enn þá í
þessu.
Björgvin Páll Gústavsson
lætur meiðsli sem hann varð
fyrir í leik Vals gegn KA fyrir
helgi ekki stoppa sig og mun
taka þátt í mikilvægum leik
gegn Benidorm í Evrópudeild-
inni í kvöld. Hann er stoltur af
félagi sínu fyrir framgönguna
í Evrópukeppni það sem af er.
Handbolti „Þetta leggst mjög vel í
mig. Við erum búnir að spila vel síð-
asta eina og hálfa árið og erum fullir
sjálfstrausts. Við trúum því að við
getum náð í tvö stig gegn góðu liði
Benidorm,“ segir Björgvin Páll Gúst-
avsson, markvörður Vals og íslenska
landsliðsins, brattur fyrir stórleik-
inn gegn Benidorm á heimavelli í
Evrópudeildinni í handbolta í kvöld.
Valur situr í fjórða sæti af sex
liðum í riðli sínum sem stendur.
Efstu fjögur liðin fara einmitt áfram í
16-liða úrslit. Valur er með jafnmörg
stig og Ferencvaros, sem er í fimmta
sæti, og stigi á undan Benidorm fyrir
leik kvöldsins, en öll lið eiga þrjá leiki
eftir. Mikilvægi leiksins í kvöld er því
gríðarmikið.
„Ég er búinn að vera að spila
úrslitaleiki með Val síðan ég mætti
hingað. Það heldur bara áfram.
Þessi leikur er stórkostlegur að því
leytinu til að við erum með þetta
í okkar höndum. Við getum tekið
gott skref í átt að 16-liða úrslitum
í þessari keppni með sigri. Það er
auðvitað ótrúlegt fyrir félagið og
íslenskan handbolta. Það eru sex-
tán lið í Meistaradeildinni svo ef við
komumst í 16-liða úrslit í þessari
keppni erum við að stimpla okkur
inn sem eitt af 32 bestu liðum í Evr-
ópu. Okkur dreymir um að komast
þangað en til þess þurfum við að
vinna á morgun.“
Meiðslin engin hindrun
Björgvin varð fyrir nokkuð ljótum
meiðslum í síðasta deildarleik gegn
KA. Það mun ekki hindra þátttöku
reynsluboltans gegn Benidorm, þó
svo að læknir Björgvins hafi ekki
alveg verið á því að hann eigi að spila.
„Ég fékk boltann í hlið puttans,
skot sem ég hef aldrei fengið áður í
mig. Það opnast á milli fingranna
gat sem ég horfi bara ofan í,“ segir
Björgvin um meiðslin en ljóst er að
það var ekki fögur sjón sem blasti við
kappanum þar.
„Ég verð með. Það breytist ekkert.
Þó svo að læknirinn hafi ekki mælt
með því þá gaf hann mér grænt ljós á
það. Það versta sem getur gerst er að
saumarnir rifni upp og að ég þurfi að
mæta aftur til hans. Ég tók mér frí á
æfingu í gær og í dag en svo mæti ég
bara í leikinn. Þetta mun ekki hamla
mér frekar en fyrri daginn.“
Ljóst er að verkefnið gegn Beni-
dorm í kvöld verður ekki auðvelt.
Björgin bendir hins vegar á að Vals-
arar séu einnig ansi erfiðir við að
eiga.
„Þetta eru tvö óþægileg lið. Ég held
að við séum óþægilegir mótherjar.
Það tala margir um hraðann hjá
okkur, hvernig við vinnum leiki og
að það sé óþægilegt að mæta okkur.
Að sama skapi er Benidorm þann-
ig líka en á allt annan hátt. Það eru
aðrir hlutir sem þeir leggja áherslu á.
Þeir spila 7-6 til dæmis stórkostlega.
Þeir spila með skemmtilegar blok-
keringar frá línumanni, eru með
litla hraða leikmenn sem hoppa
inn í allar eyður. Ef þeir skora ekki
þá grípa þeir um andlitið og þykjast
hafa meitt sig. Það er eitthvað sem
dómararnir geta vonandi tekið fyrir
á morgun. Þetta eru miklir hand-
boltamenn og góðir í sínu en þetta
er ljóður á þeirra leik, hvernig þeir
grýta sér í jörðina.“
Mikill karakter er í liði Benidorm.
„Þeir hafa lent 5-6 mörkum undir í
leikjunum en samt náð að koma til
baka og strítt flestum liðunum. Við
unnum þá í síðasta leik og við trúum
að við getum gert það aftur á heima-
velli.“
Horfir inn á við
Björgvin var að sjálfsögðu hluti af
íslenska landsliðinu sem tók þátt á
HM í janúar. Miklar væntingar voru
gerðar til liðsins en að lokum fór það
svo að Strákarnir okkar höfnuðu í
tólfta sæti. Nú þegar nokkrar vikur
eru liðnar frá mótinu var Björgvin
beðinn um að horfa í baksýnis-
spegilinn.
„Það sem við gerum eftir svona
mót er að líta í eigin barm. Það sem
ég get gert er að líta á mig. Ég er í raun
bara sáttur með einn leik hjá mér á
mótinu. Það eru allir að skoða sjálfan
sig og sjá hvað betur má fara. Það er
eina leiðin fram á við.
Þetta var auðvitað svekkjandi og
í raun ömurlegt því það var skrifað
í skýin að við myndum gera vel. Það
var fullt af Íslendingum, þetta var í
Svíþjóð, nánast á heimavelli.“
Björgin, sem og íslenska liðið,
mun nýta mótið í ár þegar fram líða
stundir.
„Maður kom heim svolítið pirr-
aður. Það var kannski það jákvæða.
Maður mætti á æfingu 1-2 dögum
seinna og var bara með næstu 352
daga í hausnum, fram að næsta
móti. Maður notar þetta mótlæti
til að skila enn þá betra verki í hús
í framhaldinu, hvort sem það er að
berjast um að vera í hópnum eða að
komast á EM og skila því í hús sem
við ætlum okkur.“
Gríðarlegur stuðningur myndað-
ist á meðal Íslendinga á HM í Svíþjóð
og lagði fjöldi manns land undir fót
til að vera á staðnum.
„Þetta snerist líka um það hjá
okkur að það voru fjögur þúsund
manns á leikjunum. Það er fólk sem
við viljum halda og við vildum líka
setja það þannig upp að við værum
að safna áhorfendum. Við viljum að
þessi þrjú til fjögur þúsund manns
sem komu til Svíþjóðar komi líka
til Þýskalands. Þannig að eins erfitt
og það var að fagna sigrinum á móti
Brasilíu eins og við gerðum þá var
það hluti af ferlinu og að þakka þeim
sem komu að styðja okkur.
Ég er með gæsahúð núna að hugsa
um þetta,“ segir Björgvin og bendir
á hendur sínar. „Að hlusta á sönginn
og öll lætin sem voru í restina þótt
við værum að spila upp á sæti sem
mögulega skipta engu máli. Að fá
þennan stuðning var bara unaðslegt
og ástæðan fyrir því að maður er enn
þá í þessu.“
Leikur Vals og Benidorm hefst
klukkan 19.45 í kvöld. n
Meiðslin stöðva Björgvin Pál ekki
Björgvin Páll
þarf að vera
með umbúðir
eftir meiðslin
fyrir helgi.
Það bítur hins
vegar ekkert á
kappann sem er
harðákveðinn
í að taka þátt
í mikilvægum
Evrópuleik Vals
gegn Benidorm í
kvöld.
fréttablaðið/
valli
Helgi Fannar
Sigurðsson
helgifannar
@frettabladid.is
Umgjörð í sérflokki
Björgvin er gífurlega stoltur af þeim stuðningi
sem Valur hefur fengið í Evrópudeildinni það
sem af er, sem og umgjörð félagsins. Hann
hvetur fólk til að mæta á völlinn í kvöld.
„Það myndi ekki skemma fyrir að vera með
fullt hús og flotta stemningu. Þetta hefur verið
ótrúleg upplifun hingað til, hvort sem það er
heimaleikurinn á móti Flensburg, Ystad eða
hver sem er. Þetta er alltaf sama stemning,
Evrópukvöldin á Hlíðarenda. Það smitast inn á
völlinn. Menn eru alveg meðvitaðir um hvað er
að gerast. Þetta er eitthvað annað. Það hjálpar
okkur líka að mæta liðum sem eru í smá sjokki
yfir okkar umgjörð. Benidorm sem dæmi er með
eina slökustu umgjörð sem ég hef upplifað á
ferlinum. Við spilum fyrsta útileikinn í Evrópu
gegn þeim og þeir voru aðeins að læra á þetta
líka. En þeir leggja ekki eins mikið í sölurnar og
við þegar kemur að umgjörð.
Við erum stoltir af umgjörðinni og félaginu.
Það er búið að setja standard fyrir framhaldið,
félög sem komast í Evrópudeildina.“
16 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023
þriÐJUDAGUr