Fréttablaðið - 14.02.2023, Síða 22

Fréttablaðið - 14.02.2023, Síða 22
Það er því miður eins og ungt fólk hafi engan áhuga á þessu eins og er. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elín Gréta Grímsdóttir Húnabraut 9, Blönduósi, lést 3. febrúar á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Streymt verður frá athöfninni á Facebook- síðu Blönduóskirkju. Sérstakar þakkir fær starfsfólk HSN á Blönduósi fyrir einstaka umönnun og velvilja. María Sigríður Guðmundsdóttir Stefán Þorvaldsson Stefanía Th. Guðmundsdóttir Stefán Gunnarsson Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Pétur H. Stefánsson Hrefna Bára Guðmundsdóttir Sveinn Árnason ömmubörn og langömmubörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar Einarsson Torfholti, Laugarvatni, andaðist í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13. Athöfninni verður streymt á vefsíðu Selfosskirkju. Gróa Berglind Pálmadóttir Pálmi Hilmarsson Erla Þorsteinsdóttir Einar Hilmarsson Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir Sigurður Rafn Hilmarsson Áslaug Jónsdóttir Andri Páll Hilmarsson Ásdís Hanna Pálsdóttir Ragnheiður Hilmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Indriði Úlfsson rithöfundur og fyrrverandi skólastjóri, frá Héðinshöfða, Undirhlíð 3, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri þriðjudaginn 7. febrúar. Útför fer fram frá Húsavíkurkirkju þann 18. febrúar kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Þórólfsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Dagný Hróbjartsdóttir lést á dvalarheimilinu Ljósheimum Selfossi, miðvikudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14. Kolbeinn Guðmannsson Eyjólfur Þórir Eyjólfsson Arndís Arnardóttir Hróbjartur Örn Eyjólfsson Hróðný Hanna Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Ragnarsdóttir Víkurbraut 27c, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, föstudaginn 10. febrúar. Gunnar Sigfinnsson Guðný Dóra Ingimundardóttir Ragna Sigfinnsdóttir Friðrik Karlsson Björn Sigfinnsson Ester Þorvaldsdóttir Guðrún Sigfinnsdóttir og fjölskyldur þeirra Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Einar Jóhann Lárusson hefur lengi haft áhuga á bátum. Á meðan önnur börn voru heltekin af heimsmetum var hugur hans fullur af súðbyrðingum. arnartomas@frettabladid.is Breiðfirðingurinn Einar Jóhann Lárus- son lýkur námi í bátasmíði við Tækni- skólann í Hafnarfirði í dag og hlýtur þar með þann heiður að verða langyngsti bátasmiður landsins. „Ég hef alltaf haft áhuga á gömlum hlutum, alveg frá því að ég var lítill, og hápunktur gamalla hluta fyrir mér eru bátar. Það er allt frá því hvernig þeir líta út, hvernig þeir eru notaðir og til þess hvernig þeir eru smíðaðir,“ segir Einar Jóhann. „Ég er úr Breiðafirðinum þar sem þetta er mikið um það hvernig maður á að koma sér út í eyjar, svo ég hef alltaf verið tengdur þessu.“ Bátaáhuginn kviknaði ansi snemma hjá Einari Jóhanni. „Þegar ég var í grunnskóla og maður átti að lesa eitthvað í íslenskutíma þá kepptust allir aðrir við að ná Heims- metabók Guinness eða einhverju álíka, en þá sat ég einn að Breiðfirskum sögn- um Bergsveins Skúlasonar.“ Súðbyrðingar og plankabátar Nám við bátasmíði í Tækniskólanum var áður fjögurra ára iðnaðarnám í skóla en eftir að tréskipasmíðin sameinaðist húsasmíðabrautinni er námið aðeins óljósara. Bátar eru svo auðvitað af ótal stærðum og gerðum en Einar Jóhann hefur sérhæft sig í smíði íslenska þjóðar- arfsins, súðbyrðingnum. „Ég hef nær eingöngu verið að vinna í þeim en mig langar að læra plankabát- ana sem eru stóru eikarskipin,“ útskýrir hann en bætir við að lítið sé um slíkt nám hér heima fyrir. „Draumurinn er að fara næsta haust til Noregs ef ég kemst þar inn.“ Bátasmíði verður að teljast ansi óal- gengt nám og þótt síðasti bátasmiðurinn á undan Einari Jóhanni hafi útskrifast 2021 þá var síðasta brautskráning úr náminu þar áður um þrjátíu árum fyrr. „Það má því segja að það sé í rauninni engin endurnýjun,“ segir Einar Jóhann. „Það er því miður eins og ungt fólk hafi engan áhuga á þessu eins og er.“ Vanræktur arfur Þótt lærðir bátasmiðir á landinu séu á bilinu þrjátíu til fimmtíu þá eru vinn- andi bátasmiðir mun færri og segir Einar Jóhann óhætt að fullyrða að enginn vinni við bátasmíði sem fulla vinnu. „Meistari minn, Hafliði Aðalsteinsson, er kannski sá sem kemst næst því, en hann vinnur á veturna við þetta alveg.“ Einar Jóhann segir Íslendinga standa öðrum Norðurlandaþjóðum langt að baki þegar kemur að því að viðhalda bátamenningu okkar. „Það mætti auðvelda að gefa styrki til að gera upp báta. Húsafriðunarsjóður er auðvitað búinn að bjarga hundruðum húsa á Íslandi en í fyrsta skipti sem ég heyrði að súðbyrðingur hefði fengið styrk frá ríkinu var í fyrra.“ Þá verður hús að vera orðið hundrað ára til að fá leyfi til að sækja í sjóðinn, en í bátum er viðmiðunarártalið fast við 1950. „Það eru engir nýir bátar að verða styrkhæfir og það væri gott að sjá breyt- ingu þar á,“ segir Einar Jóhann. n Yngsti bátasmiður landsins Einar Jóhann að störfum. Hann vonast næst eftir að fá að kynnast plankabátum betur. Mynd/Aðsend 1863 Flóð verður í miðbæ Reykjavíkur þegar snögglega þiðnar eftir miklar frosthörkur. 1952 Vetrarólympíuleikarnir 1952 hefjast í Ósló í Noregi. 1969 Landsprófsnemendur ganga fylktu liði um götur Reykjavíkur til að leggja áherslu á kröfur sínar um endurskoðun skólakerfisins. 1970 Enski leikarinn Simon Pegg fæddur. 1987 Íslenska kvikmyndin Skytturnar er frumsýnd. 1992 Úkraína og fjögur önnur fyrrverandi Sovétlýðveldi hafna tillögu Rússa um að reka sameiginlegan her. 1994 Björk Guðmundsdóttir er valin besta alþjóðlega söngkonan og besti nýliðinn á Brit-tónlistarverð- launahátíðinni í Bretlandi. 2005 Vefsíðan YouTube fer í loftið. 18 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞRIÐJUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.