Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 26
Stella Soffía segir dagskrá Bókmennta- hátíðar í ár vera einkar fjöl- breytta, enda muni höfundar frá öllum heims- álfum, nema Suðurskautinu, taka þátt. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Tvöfaldi Pulitzer-verðlaunahafinn Colson Whitehead kemur fram á Bók- menntahátíð í vor. Fréttablaðið/getty Sannkallaðar stórstjörnur úr bókmenntaheiminum koma fram á Bókmenntahátíð í Reykjavík í vor, á meðal þeirra er tvöfaldur Pulitzer-verð- launahafi. Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin í sextánda skiptið 19. til 23. apríl 2023. Hátíðin, sem er tvíær- ingur, var fyrst haldin árið 1985 og fagnar því senn fjörutíu ára afmæli. Stella Soffía Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Bókmenntahátíðar, segir fjölmarga höfunda á leiðinni til landsins og að lesendur eigi gott í vændum. „Það ber kannski helst að nefna bandaríska rithöfundinn Colson Whitehead. Hann er algjör stór- stjarna í bókmenntunum og tvær bóka hans hafa komið út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar, Neðan- jarðarjárnbrautin og Nickel-strák- arnir. Hann er náttúrlega marg- verðlaunaður höfundur og hefur fengið Pulitzer-verðlaunin tvisvar sinnum,“ segir hún. Colson Whitehead fékk Pulitzer- verðlaunin í bókmenntum árið 2017 fyrir skáldsöguna Neðanjarðarjárn- brautin (e. The Underground Rail- road) og aftur árið 2020 fyrir skáld- söguna Nickel-strákarnir (e. The Nickel Boys). „Þetta eru brilljant bækur, hann er frábær rithöfundur og nær til svo margra lesenda og ég held að hann eigi stóran lesendahóp á breiðu aldursbili á Íslandi eins og annars staðar. Mér finnst það mikil tíðindi að hann sé að koma, bækur hans snerta lesendur mjög djúpt,“ segir Stella Soffía. Mikilvirkur höfundur Á Bókmenntahátíð kemur einnig rithöfundur sem er íslenskum les- endum vel kunnugur, breski höf- undurinn Alexander McCall Smith sem sló í gegn með bókaröð sinni um Kvenspæjarastofu Nr. 1 í byrjun aldarinnar. „Ég myndi segja að hann sé einn upphafsmaður kósíkrimmanna, vinsældir þeirra ganga í bylgjum og eru einmitt í nokkurs konar hápunkti núna,“ segir Stella Soffía. „Þessar bækur náðu alveg gríðar- legum vinsældum um heim allan og voru mikið þýddar hérna á Íslandi líka.“ Alexander McCall Smith er mikil- virkur höfundur og hefur skrifað tugi bóka sem hafa selst í milljónum eintaka víða um heim. Stella telur hann vera höfund sem eigi greiða leið til lesenda því bækur hans fjalla gjarnan um venjulegt fólk í venju- legum aðstæðum. „Hann er líka með svo áhugaverða baksögu sem höfundur því hann er fæddur í Simbabve, sem þá hét Suður-Ródesía, þannig hann hefur einhvern veginn þessa tvísýni, hann var hvítur maður í nýlendu sem flyt- ur svo aftur heim. Ég held að hann hafi frá ótrúlega mörgu að segja og hann segir líka mjög skemmtilega frá,“ segir hún. Umdeild fjölskyldusaga Er einhver höfundur sem þú ert sér- staklega spennt fyrir að fá hingað til lands? „Ég er mjög spennt fyrir til dæmis henni Vigdisi Hjorth, sem er einn af helstu samtímahöfundum Noregs. Hún er ótrúlega flott á sviði, það er virkilega gaman að hlusta á hana tala og hún er alveg frábær sögu- maður. Enn sem komið er hefur bara ein bók eftir hana komið út á íslensku, skáldsagan Mamma, sem kom út fyrir löngu síðan. Það er hins vegar væntanleg eftir hana bókin Arv og miljø í þýðingu með vorinu. Sú bók kom út fyrir nokkrum árum í Noregi og vakti gríðarlega athygli. Vigdis er þar að skrifa sögu fjöl- skyldunnar sinnar og meðal ann- Heims þekkt ir höf und ar á Bók mennt a há tíð Erlendir höfundar á Bókmenntahátíð 2023 n Boualem Sansal n Hannah Kent n Colson Whitehead n Kim Leine n Vigdis Hjorth n Åsne Seierstad n Alexander McCall Smith n Mariana Enriquez n Lea Ypi n Goncalo Tavares n Jenny Colgan n Jan Grue n Dina Nayeri n Alejandro Palomas Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is ars um misnotkun föður síns. Þessi bók hefur komið út víða um heim undanfarin ár.“ Að sögn Stellu vakti skáldsagan Arv og miljø mikla athygli þegar hún kom út í Noregi 2016 og voru ekki allir á eitt sáttir um bókina. Systir Vigdisar, Helga Hjorth, var til að mynda svo ósátt við hana að hún skrifaði sína eigin bók, Fri vilje, þar sem hún segir sína hlið af fjöl- skyldusögunni. Bók um síðustu aftökuna Annar höfundur sem er mörgum Íslendingum vel kunnur er ástralski höfundurinn Hannah Kent sem vakti heimsathygli fyrir frumraun sína, Náðarstund (e. Burial Rites). Bókin kom út 2013 og fjallar um síð- ustu aftökuna á Íslandi, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi 1830 fyrir morð á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. „Hannah var skiptinemi á Íslandi sem unglingur, fékk veður af þess- ari sögu og heillaðist af henni,“ segir Stella. Það er ekki oft sem erlendir rit- höfundar skrifa bækur sem gerast á Íslandi og hvað þá að þær slái í gegn á heimsvísu en ítalski leikstjórinn Luca Guadagnino vinnur að kvik- myndaaðlögun skáldsögunnar með Hollywood-stjörnunni Jennifer Lawrence í aðalhlutverki. „Allt í kringum okkur eru sögur og frásagnir sem hægt er að byggja skáldsögur á en stundum er efni- viðurinn svo beint fyrir framan nefið á okkur að við sjáum það kannski ekki fyrr en einhver annar kveikir á því að skrifa um efnið,“ segir Stella. Blaðamaður og rithöfundur Þá nefnir Stella einnig norska blaðamanninn og rithöfundinn Åsne Seierstad sem ásamt Vigdisi er einn af helstu höfundum Noregs. Åsne vakti heimsathygli fyrir bók- ina Bóksalinn í Kabúl sem kom út 2002 og gerist í Afganistan á tímum innrásar Bandaríkjamanna og bók- ina Einn af okkur sem fjallar um Anders Behring Breivik og hryðju- verkin í Útey 2011. „Hún fjallar um málefni líðandi stundar og það er mjög tragískt að lesa Bóksalann í Kabúl núna, því þegar hún skrifar hana fyrir einhverjum tuttugu árum þá leit kannski út fyrir að það væri bjart- ara fram undan hjá þessari þjóð. Þetta er átakanlegur lestur núna þegar talibanar hafa náð öllum völdum aftur í Afganistan. Nýjasta bók hennar, Afganarnir, segir einmitt sögu þeirra sem flúðu og þeirra sem urðu eftir,“ segir Stella. Bóksalinn í Kabúl vakti mikla athygli á sínum tíma og ekki síst vegna þess að hinn eiginlegi bók- sali sem bókin fjallar um, Shah Muhammad Rais, véfengdi ýmsa hluti úr frásögn Seierstad auk þess sem eiginkona hans, Suraia Rais, kærði höfundinn fyrir meiðyrði. Íslenskir og erlendir höfundar Nokkrir íslenskir höfundar koma einnig fram á Bókmenntahátíð í Reykjavík og má þar helst nefna Pedro Gunnlaug Garcia, sem nýlega hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin fyrir skáldsöguna Lungu, Örvar Smárason, pólsk-íslenska skáldið Ewu Marcinek, rússnesk- íslenska skáldið Natöshu S. sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar 2022, Braga Ólafsson, Hildi Knútsdóttur, Krist- ínu Eiríksdóttur, Júlíu Margréti Einarsdóttur, Benný Sif Ísleifsdótt- ur og Kristínu Svövu Tómasdóttur. „Dagskráin er mjög fjölbreytt og verður bæði í Norræna húsinu og í Iðnó. Það verða samtöl á sviði, fyrirlestrar og margt f leira og svo verður Bókaballið auðvitað á sínum stað á laugardagskvöldinu. Viðburðirnir eru öllum opnir og það kostar ekkert inn,“ segir Stella. Er eitthvað sérstakt þema sem einkennir hátíðina í ár? „Kannski væri það helst f jöl- breytileikinn. Við erum með höf- unda frá öllum heimsálfum, nema Suðurskautinu, og umfjöllunar- efnin eru ólík.“ n Dagskráin er mjög fjölbreytt og verður bæði í Norræna húsinu og í Iðnó. Það verða samtöl á sviði, fyrir- lestrar og margt fleira og svo verður Bóka- ballið auðvitað á sínum stað. 22 menning FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞRiÐJUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.