Fréttablaðið - 14.02.2023, Side 28

Fréttablaðið - 14.02.2023, Side 28
og 2006, 23 árum síðar, þegar Radio Times tók saman lista yfir verstu sjónvarpsþætti sögunnar þá náði Minipops 2. sæti. Þættirnir voru því kannski eðli- lega slegnir af eftir eina þáttaröð en hópurinn hélt áfram, gaf út sex plöt- ur í viðbót og naut sérlega mikilla vinsælda í Kanada þangað sem þau fóru í þriggja vikna tónleikaferð. Engin eftirsjá Ósagt skal látið hvort Channel 4 hafi viljað bæta fyrir gamlar syndir með sýningu heimildamyndarinnar Whatever Happened to the Mini- pops? 2005 en þar steig Joanna Fischer, sú yngsta í hópnum fram, og sagðist fullorðin ekki sjá eftir neinu. Hún var fimm ára þegar hug- myndafræðingur hópsins, Martin Wyatt, sá hana dansa á barnadiskó- teki og spurði hana hvort hún vildi vera í poppsveit. Hún var ekki aðeins yngst, heldur entist hún lengst og var miðpunktur umdeild- ustu augnablikanna. „Þetta var svo ótrúleg lífsreynsla,“ sagði Fischer og nefndi sérstak- lega að þau hefðu fengið að hitta og syngja með öllum stórstjörnunum sem þau stældu. Þá minntist hún „ótrúlegustu upplifunar sem nokk- ur krakki getur hugsað sér“, að hafa komið fram fyrir 20.000 manns á tónleikum í Kanada. „Ég var sjö eða átta ára. Heldurðu að mér hafi ekki verið sama?“ var svar hennar við því hvort harka- leg viðbrögðin við þættinum hafi truflað hana á sínum tíma. Hún hafi þó grunsemdir um að Channel 4 hafi síður en svo þótt miður hversu alræmdur þátturinn varð þar sem þau trekktu að tvær milljónir áhorf- enda. „Það er ekkert til sem heitir slæm umfjöllun. Ef þetta hefði þótt stór- kostlegt hefði fólk sennilega ekki nennt að horfa.“ n Ég var sjö eða átta ára. Heldurðu að mér hafi ekki verið sama? Joanna Fischer Pínu erfitt að vera frægt barn Minipops nutu mikilla vinsælda hér á klakanum og örfáum árum eftir að þau risu hér sem hæst spruttu Rokklingarnir, alíslenskt svar við Minipops, fram á sjónar- sviðið þegar hljómlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson svaraði kalli tíðarandans. „Ég held örugglega að fyrsta Rokklingaplatan hafi komið út 1989,“ segir Bragi Þór Valsson, stofnandi kórsins Himnasmiður og doktor í kórstjórn, sem var einn Rokklinganna, sem tóku sínum tökum þekkt íslensk lög á borð við Týnda kynslóðin, Rabar- bara Rúna, Ég er á leiðinni, Eina ósk og Sagan af Nínu og Geira. Bragi Þór segir Minipops-teng- inguna hafa verið það sterka að framan á fyrsta handritinu, sem hann eigi enn einhvers staðar, standi einfaldlega Minipops. „Þetta var það mikil tenging og Rokklinganafnið var ekkert komið. Ætli nafnið hafi ekki fund- ist með einhverri auglýsingastofu einhverjum vikum eða mánuðum eftir upptökurnar.“ Bragi Þór neitar því ekki, að- spurður, að það hafi verið gaman að vera Rokklingur þótt athyglin hafi verið mikil. „Þessi kjarna- hópur var rosalega bissí þessi þrjú ár sem stóru plöturnar voru í gangi. Og jú, það var pínu erfitt að vera frægur sem barn vegna þess að þetta var svo brjálæðislega vinsælt. Ég held örugglega að ein- hvern tímann á bilinu 1989 -1991 höfum við verið á toppnum í sölu. Fyrir ofan Todmobile og Bubba og það allt,“ segir Bragi án ábyrgðar. „Og myndböndin og allt þetta. Það er pínu erfitt að vera krakki þegar allir þekkja mann.“ Bragi Þór segist ekki vita betur en hann sé einn fárra Rokklinga sem starfi að tónlist í fullri at- vinnumennsku og ljóst að lengi býr hann að fyrstu gerð. „Ég fylgdist svo vel með í stúd- íóinu sem gerði það að verkum að ég náði að læra rosalega mörg handtök í stúdíói sem hefur nýst mér svakalega vel á öllum mínum ferli. Ég er sjálfur alltaf að taka upp og hef tekið upp einn alveg heilu plöturnar með kórum og alls konar. Og það byrjaði þarna. Að ég tali ekki um, hérna, þú veist, sjónvarpsmyndavélar og allt þetta stöff sem maður dílar alltaf við öðru hvoru þegar maður vinnur sem tónlistarmaður. Þetta var allt rosa fín þjálfun.“ Breskir fjölmiðlar gengu af göflunum yfir Minipops fyrir sléttum 40 árum og sáu ýmis- legt athugavert við kynferðis- lega undirtóna í söng stríðs- málaðra barna í þokkafullum búningum. Nokkrum árum síðar fengu Rokklingarnir þó góðan byr í seglin á Íslands- miðum enda þau Nína og Geiri nokkuð óumdeild. toti@frettabladid.is Á fimmtudaginn voru 40 ár liðin síðan breska sjónvarpsstöðin Chan- nel 4 sýndi fyrsta Minipops-þáttinn sem spratt upp úr vinsældum hóps barna og frumgelgja sem slógu ári áður í gegn með hljómplötunni Minipops þar sem þau sungu vinsæl popplög og sígilda slagara í bland. Sjónvarpsþátturinn reis hátt á hneykslunar- og reiðiöldu sem skilaði hópnum tveimur milljónum áhorfenda þegar best lét. Þetta þótti býsna gott í þá daga en þó að margt, sem þykir með öllu ótækt í dag, hafi gengið á níunda áratugnum þótti fulllangt gengið að skella börnum í munúðarfulla poppstjörnubúninga og kyrja ástarsöngva með kynferð- islegum undirtónum. Fyrsta Minipops-platan var tekin upp í Abbey Road 1981 og náði gull- plötusölu þegar hún kom út 1982. Platan seldist einnig vel víðs vegar um Evrópu og Ísland var þar engin undantekning. Þá var krökkunum tekið sérlega vel í Frakklandi þar sem ábreiða þeirra af laginu Stupid Cupid náði 1. sæti og ruddi þá ekki ómerkari spámönnum en Paul McCartney og Michael Jackson af toppnum þar sem þeir höfðu trónað með Ebony and Ivory. Börn á háum hælum Vinsældirnar og athyglin sem hóp- urinn vakti með plötunni urðu til þess að ákveðið var að leggja heilan sjónvarpsþátt undir krakkana með það að uppleggi að gefa barnungu hæfileikafólki tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr með því að syngja ábreiður vinsælla popplaga. Þátturinn var hugsaður sem sak- laus skemmtun fyrir krakka á sama reiki og flytjendurnir en sakleysið gufaði þó upp þegar krakkarnir stigu fram og sungu oftar en ekki lög með kynósa undirtónum. Stelpurn- ar, sem voru allt niður í sjö til átta ára, voru meikaðar í drasl og meðal annars klæddar upp í þunna siffon- náttkjóla, stutt pils og háhælastígvél á meðan strákarnir voru oft berir að ofan í leðri og denim. Harkalegt bakslag Breska pressan reiddi hátt til höggs og The Observer varpaði fram spurningunni um hvort það væri bara tepruskapur að verða óglatt af því að horfa upp á grunnskóla- stelpur með kinnalit, andlitsmáln- ingu og varalitagloss dilla sér og góla ástarsöngva. The Sunday Times afgreiddi þetta með einfaldri fullyrðingu um að það væri eins og þessi börn hefðu á einu augabragði verið svipt bernsk- unni. The Guardian lýsir Minipops sem slíkum lágpunkti vansæmdar í sjónvarpi að þátturinn sé orðinn goðsögn í hræðilegheitum sínum Rokklingapabbinn lítur um öxl Svo skemmti- lega vill til að Birgir Gunn- laugsson, hug- myndafræð- ingurinn að baki íslensku Rokklingunum, fór yfir upp- runa og afrek Rokklinganna á Facebook á föstudaginn, 40 árum og einum degi eftir að Minipops komu fram á sjónarsviðið í Bretlandi. „Einn alvinsælasti barna- sönghópur allra tíma á Íslandi voru Rokklingarnir. Ég stóð fyrir þessu verkefni og mynd- aði hópinn enda lengi verið kallaður Rokklingapabbinn,“ skrifar Birgir og víkur síðan að fólki sem hann fékk til liðs við sig. „Í samstarfi við félaga mína í hljómsveitinni og annað gott fólk eins og Leópold Sveinsson hjá Fljótt Fljótt auglýsingastofu og Dóru Einars búningahönnuð og Svein Sveinsson hjá Plús film settum við saman ótrúlega flott „concept“ sem selt hefur tugi þúsunda platna, fjölda vídeóa og verið dreift um allan heim.“ Þá lætur hann fljóta með að þessi hópur hafi gefið út þrjár plötur og ellefu tón- listarmyndbönd og heldur því síðan til haga að Rokk- lingarnir hafi látið margt gott af sér leiða og meðal annars styrkt Barnaheill og íslenska talsetningu barnaefnis á Stöð 2. „Stofnuðum aðdáenda- klúbb sem fékk rétt um 10 þúsund bréf frá aðdáendum og rákum síðan Rokklinga- skólann sem hátt í 5.000 börn sóttu og spreyttu sig.“ Útgáfa Birgis, BG útgáfan, stóð fyrir þessu öllu saman en gaf einnig út fjölbreytilegt afþreyingarefni þar sem börn sungu fyrir börn. „Til dæmis Barnaleiki, Barnasögur svo eitthvað sé nefnt,“ skrifar Birgir á Facebook. „Þetta voru yndislegir tímar, ég hef reynt að halda sambandi við eða fylgjast með flestum börnunum sem voru í þessum sönghópum enda finnst mér ég eiga svo- lítið í þeim öllum. Eigið sem yndislegastan dag.“ The Mini Pops (1982) Heilum haug af vinsælum lögum, nýjum í bland við sígilda smelli, var troðið á fyrstu Minipops plötuna með því að þjappa í syrpur. Video Killed The Radio Star var fyrsta lagið á A-hlið en síðan var skautað yfir lög eins og Nine To Five, My Guy og My Boy Lollipop í kippu sem fylgt var eftir með hressri ABBA-syrpu með Gimme Gimme Gimme (A Man After Midnight), Knowing Me, Know- ing You, Super Trouper, Money, Money, Money, Mamma Mia, S.O.S., Waterloo og Dancing Queen. Diskósyrpa kom síðan í lóð- beinu og rökréttu framhaldi með D.I.S.C.O., Y.M.C.A., In The Navy, Go West, Celebration, Happy Birthday, Una Paloma Blanca, Brown Girl In The Ring, Daddy Cool, Swinging On A Star og Loop De Loop. Fyrri hliðinni lauk síðan með Fuglasöngnum enda sjálfsagt ekkert veitt af því að kæla hlustendur og flytjendur að- eins niður eftir funheitt diskóið og minna á að um barnaplötu væri að ræða þar sem lagt var upp með að láta börn syngja fyrir börn: „Bíbí´bí og dirrindí fuglinn flýgur upp í ský fimur dillar stélinu. Út í snjónum tístir hátt og hann flögrar hátt og lágt undan hríðarélinu.“ B-hliðin hófst á Stupid Cupid en síðan tók við syrpa af nýju vinsældapoppi með til dæmis Shakin Stevens-lögunum Green Door og You Drive Me Crazy og Madness-slagaranum Baggy Trousers. Síðan var rokkað og rólað í næstu halarófu með Hound Dog og Rock Around The Clock. Þá var Blondie teflt út með syrpu laganna Call Me, Sunday Girl og Denis áður en plötunni var slúttað með I'm Gonna Knock On Your Door og Can Can. Voða gaman! Fyrsta Minipops platan gerði lukku á Íslandi eins og víðar þótt útgangurinn og undirtónarnir í sumum söngvum krakk- anna hafi þótt í besta falli óheppileg. En þau mega eiga það, blessuð börnin, að þau kveiktu neista Rokklinganna. Bragi Þór Valsson Birgir Gunnlaugsson 40 ár frá Minipops tryllingnum 24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞRiðJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.