Fréttablaðið - 14.02.2023, Side 29
Valentín-
usardagur-
inn og
pírumpárið
honum
fylgjandi er
afvegaleið-
andi fígúru-
verk á
tímum
náttúru-
lausrar
ástar.
Ég dissa
ekki dag-
inn þar
sem fólk
þarf oft
spark í
rassinn til
að gera
eitthvað
saman.
Guðmundur
Brynjólfsson
rithöfundur og
djákni
„Hvurn and-
skotann ætti
maður svo sem
að gera á Val-
entínusardaginn?
Ég gæti svo sem
hlaupið á eftir forheimskandi aug-
lýsingum og keypt kort handa öllu
því kerlingastóði sem sífellt liggur
í manni, einhleypum og vígðum
manninum. Verandi um þessar
mundir eftirsóttasti karlmaður
landsins yfir þrítugu,“ segir Guð-
mundur Brynjólfsson, rithöfundur
og djákni með meiru.
„En mér dettur ekki í hug að
rjúka til og þóknast sígræðandi
og -grenjandi kaupmannastóðinu
sem elur á hégóma, útlitsdýrkun
og minnimáttarkennd kvenna. En
greddu, meðvirkni og heimóttar-
skap heilalausra karla. Valentín-
usardagurinn er ekki neitt neitt
nema enn einn vitnisburðurinn
um andlega hnignun og eftirsókn
eftir vindi í því vitsmunaskerta
rokrassgati sem samtími okkar er.
Valentínusardagurinn og
pírumpárið honum fylgjandi er af-
vegaleiðandi fígúruverk á tímum
náttúrulausrar ástar, á tímum
þegar við þurfum einmitt að
einbeita okkur að því að elska skil-
yrðislaust í nánd og af heiðarleika
á okkar eigin forsendum en ekki á
forsendum froðu og glingurs.“ n
LykiLspurningin |
Ha? |
Hvað gerir þú á Valentínusardeginum?
Sigga Dögg
kynfræðingur
„Ég er miklu
meira bóndadags
og konudags,“
segir Sigríður
Dögg Arnardóttir
kynfræðingur
sem er alla jafna
ekki með neinn
sérstakan viðbúnað á Valentín-
usardeginum. Henni finnst þó
dagurinn ágætis áminning fyrir pör
um að gera eitthvað saman.
„Ég er ekki rosalega mikið
Valentínusardags en ég dissa ekki
daginn þar sem fólk þarf oft spark í
rassinn til að gera eitthvað saman.
Mér finnst það pínu áminning.“
Engu að síður verður aðeins
meira tilstand hjá Siggu Dögg í dag
en undanfarna Valentínusardaga
þar sem hún er nú með uppi-
standssýninguna sína, Sóðabrók, í
fullum gangi í Grósku. „Sýningarnar
eru allar stakar en þessi er með
meiri sambandsfókus um ástarlíf
og samlíf,“ segir Sigga Dögg með
ástardagsáherslurnar alveg á
hreinu.
„Hann er ekki góður í neinu
svona, það er bara staðan,“ segir
Sigga Dögg þegar hún er spurð
hvort maðurinn hennar geri henni
einhvern dagamun á Valentínusar-
deginum. „Mér finnst að fólk eigi
ekki að bíða í von og óvon og óska
sér einhvers í hljóði heldur að viðra
væntingar sínar svo það sé hægt að
verða við þeim.“ n
Takist bandarísku vísinda-
fólki að endurvekja löngu
útdauðan dódó-fuglinn með
erfðafræðiæfingum sínum
opnast spennandi möguleik-
ar til þess að leiðrétta ýmis
afdrifarík axarsköft mann-
kyns og móður náttúru.
toti@frettabladid.is
Mögnuð áform bandarísks vís-
indafólks um að vekja hinn löngu
útdauða dódó-fugl upp frá dauðum
hafa vitaskuld vakið mikla athygli.
Og ef til vill ekki síður frómar vonir
um veröld betri því í gegnum sög-
una hefur margt leiðarljósið dáið út
sem betur færi að enn lýsti veginn.
Vísindafólkið hefur stofnað félag-
ið Colossal Biosciences utan um til-
raunir sínar til þess að blása nýju
lífi í löngu útdauð dýr og fjármögn-
un er sögð ganga vonum framar.
Upphaflega stóð til að hrista loðfíl-
Tilveruna skortir
tilfinnanlega
meira dódó
inn fram að nýju en einhverjar efa-
semdir um hvernig honum takist að
fóta sig á 21. öldinni deyfðu spenn-
inginn fyrir honum.
Hins vegar er búið að kortleggja
að fullu erfðamengi dódó-fuglsins
sem komst þannig fremst í gogg-
unarröðina og nú skal láta hendur
standa fram úr ermum.
Fuglinn átti sitt varnarþing og
náttúrulegu heimkynni á eyjunni
Máritíus í Indlandshafi þar sem
hann undi hag sínum vel fram á
17. öld þegar Evrópubúar álpuðust
þangað og drápu þann síðasta 1681.
Fyrirhafnarlítið þar sem fuglinn var
bæði óf leygur og
hrekklaus. n
Geirfuglinn
Dapurlegur samhljómur er með ör-
lögum geirfuglsins og dódó-fugls-
ins en Íslendingum hefur löngum
verið eignaður sá vafasami heiður
að hafa drepið síðasta geirfuglinn
þegar mannskapur var gerður út til
þess að sækja slíkan fugl dauðan
eða lifandi. Fyrri kosturinn var tekinn
og þeir tveir síðustu sem sögur fara af
voru snúnir úr hálsliðnum í Eldey 1844.
Samviskubitið yfir þessu uppátæki
hefur legið sem mara á þjóðinni allar
götur síðan og ekki væri nú ónýtt ef Co-
lossal Biosciences myndi létta því af
okkur með herskara nýrra geirfugla.
Nóg er nú samt.
Elvis Presley
Ákafir aðdáendur Elvis Presley víða um heim
hafa margir hverjir aldrei náð að sætta sig
við ótímabært andlát hans 1977. Sum þeirra
hafa síðan þá meira að segja kosið að lifa í
afneitun og staðfastri trú um að kóngurinn
lifi.
Engum blöðum er síðan um það að
fletta að Elvis átti margt ósungið og
það væri guðsþakkarvert að framkalla
hann aftur og fresta þannig um leið
illum áformum gervigreindarinnar um
að leggja undir sig alla vinsældalista,
streymisveitur og tónlistarsköpun
með sínum sálarlausa leirburði.
„You can do anything but lay
off of my blue suede shoes.“
Jón Sigurðsson
Eini Íslendingurinn sem getur höggvið á Evrópu-
sambands-rembihnútinn sem þjóðin er kengföst
í lést illu heilli þann 7. desember 1879. Þá er klárt
mál að þessi hraðahindrun þrasgjörnustu þjóðar
veraldar á veginum til bættra lífskjara er síður en
svo sú eina sem frelsishetja vor getur flatt út á
núll einni.
Þjóðarsáttin um algildi skoðana Jóns og
óskeikulleika hans er alger og hann ítrekað kall-
aður til vitnis í ólíklegustu deilum um alls konar
álitamál sem komu upp löngu eftir hans dag þegar
annálaðir alvitringar þykjast vera í beinu túlkunar-
og talsambandi við hann.
Laxeldi í sjókvíum? Kvótakerfið? Kjör hinna
lægstlaunuðu? Þessar brennandi spurningar verða
ekki lengur spurningar eftir að Jón Sigurðsson
svarar þeim í knöppu máli á kjarnyrtri íslensku.
Grameðlan
Sú tilhneiging listarinnar að líkja eftir lífinu er
orðin þreytt og mætti vel deyja út með þeim ný-
mælum að lífið taki með hjálp Colossal Bioscien-
ces að elta listina með því að láta þá draumsýn
Michaels Crictons, sem Steven Spielbergs raun-
gerði í þykjustunni með Jurrasic Park,
verða að veruleika.
Ísbjörn í Húsdýragarðinn
hvað? T-Rex á Korputorgi
er kosningaloforð sem
eitthvert bit er í. Fyrir utan náttúrlega
efnahagslegu innspýtinguna sem myndi
fylgja í slóð slíkrar hamfaraeðlu.
FréTTablaðið lífið 2514. Febrúar 2023
ÞRiðJUDAGUR