Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2023, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 14.02.2023, Qupperneq 30
Þetta er orkumikið popp með hipp hopp- áhrifum. FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á Hringbraut, dv.is og frettabladid.is 26 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞRiðJUDAGUR Izleifur er listamannsnafn Ísleifs Elds Illugasonar, sem á ekki langt að sækja sköpunargleðina. Hann byrjaði ferilinn sem upptökumaður, en svo bara „byrjuðu lögin að koma til mín“. Mynd/ Erlingur FrEyr ThoroddsEn Á Valentínusardegi sendir tónlistarmaðurinn Izleifur frá sér splunkunýtt lag sem hæfir deginum, en hundruð laga urðu til í kolli hans á síðasta ári. ser@frettabladid.is Hann reyndi að semja tvö lög á dag, allt síðasta ár, en það gekk ekki alveg eftir, en næstum því. „Ja, þau urðu einhvers staðar á milli 400 og 500,“ segir Ísleifur Eldur Illugason sem var að senda frá sér nýjasta lagið sitt á miðnætti í tilefni af degi ástarinnar. Það heitir Á heilanum – og nú er bara spurning hvort landsmenn fái það ekki á heilann. „Þetta er orku- mikið popp með hipp hopp-áhrif- um,“ segir lagasmiðurinn sem von- ast auðvitað eftir því að tónsmíðin verði rifin út af streymisveitunum á næstu dögum og vikum, en vert er að bera sig eftir listamannsheiti kappans á þeim vettvangi, sem er Izleifur. Tilgangslaust að hata Er þetta ástarlag? „Já, eiginlega,“ svarar hann um hæl. „Maður á að elska, það er eina vitið,“ og svo bætir hann við þeim heimspekilega þanka að það sé í öllu falli miklu þægilegra en að leggja fæð á annað fólk. „Það er tilgangslaust að hata,“ segir popparinn. Þessi tuttugu og þriggja ára mið- borgarstrákur kveðst vera búinn að gera tónlist í hálfan áratug, en raunar hafi hann byrjað ferilinn sem upptökumaður. „Svo byrjuðu bara lögin að koma til mín án þess að nokkru væri við ráðið,“ rifjar hann upp og kveðst semja allt heila safnið á tölvur sem hjálpi til við tónsmíðarnar. „Tölvur geta allt,“ bendir hann á. „Og þetta er einfalt. Það þarf bara mig og tölvuna.“ Opnari fyrir leiklistinni Hann er sonur þeirra landskunnu hjóna Guðrúnar S. Gísladóttur leikkonu og Illuga Jökulssonar, rit- höfundar og sögumanns, svo það hefur enn ein listgreinin bæst við fjölskylduna. Sjálfur segist hann heldur opnari fyrir leiklistinni en sögugrúski föður síns og systur, Veru Illugadóttur útvarpskonu, hvað svo sem síðar verði. „Núna á tónlistin hug minn allan – og stefnan er sett á plötu í byrjun apríl,“ segir Ísleifur Eldur Illugason, eða listamaðurinn Izleifur, með nýja lagið sitt Á heilanum. n Maður verður að elska – það er eina vitið toti@frettabladid.is Þótt langt sé í næstu jólabókaver- tíð snúast hjólin hratt og víða hjá glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni sem er á góðri siglingu í Frakklandi þar sem Sigurverkið hans er nýkomið út og virðist ætla að standa undir titlinum. Góðir dómar hrannast upp þar í landi á meðan kvikmyndaútgáfa þriðju bókar hans, Napóleons- skjölin, dregur landann í bíó álíka hratt og örugglega og leikstjórinn Óskar Þór Axelsson keyrir atburða- rásina áfram. Sigurverkið kom út 2021 og skilaði höfundinum tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en franska útgáfan, sem er þegar farin að gera vart við sig í efri lögum sölulista þar í landi, er fyrsta útgáfa bókarinnar erlendis. „Sigurverkið er mögnuð saga sem gagntekur lesandann, miðja vegu milli spennusögu og vægðarlauss ævintýris með sammannlega skír- skotun, saga tveggja einstaklinga sem nálgast hvor annan þrátt fyrir allt sem aðskilur þá,“ segir í dómi um bókina í Livres Hebdo. Aðrir dómar, hingað til, eru á svipuðum nótum en Lire Magazine Littéraire segir Arnald endurnýja sig „með glæsibrag með þessu nor- ræna tilbrigði við Þúsund og eina nótt þar sem rakin er hörmunga- saga Íslands“. Og gagnrýnandi Le Télégramme segir söguna nánast töfrum slungna og hefur meðal annars þetta að segja: „Harmræn saga sem sam- einar tvo einstaklinga sem eru hvor sínum megin taflborðsins. Konungi opnast þar með sýn á íslenskan veruleika og sína eigin sögu.“ n Allt að gerast hjá Arnaldi Arnaldur Indriðason hefur ærna ástæðu til þess að brosa breitt þessa dagana. FréTTablaðið/anTon brink

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.