Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Síða 8

Vesturland - 01.12.1986, Síða 8
8 Þróunarstofnun Hálandanna og eyjanna Punktar úr Skotlandsferð Laxeldi í sjókvium. Miklu fé hefur verið veitt til fiskeldis. Samband íslenskra sveitarfé- laga efndi til kynnisferðar til Skotlands 25. október — 1. nóvember s.l. Tilgangur farar- innar var að kynnast sveitarfé- lögum í Skotlandi, stjórnun þeirra og þeim aðferðum sem beitt er í strjálbýlli héruðum Skotlands til að koma í veg fyrir fólksfækkun. í þessu skyni var stefnan sett á Hálönd Skotlands og jafnframt ákveðið að heim- sækja Suðureyjar, sem eru undan vesturströnd Skotlands. Þátttakendur í ferðinni .voru aðalega sveitarstjómarmenn utan höfuðborgarsvæðisins. Höfnin í UHapool. Það er óhætt að segja að menn hafi sýnt öllu því sem laut að eflingu byggðar, sérstakan á- huga, enda byggðamál ofarlega í huga þátttakenda. Flestir komu frá Akureyri, 3 bæjar- fulltrúar og bæjarritari. Auk þess var Sigfús Jónsson bæjar- stjóri þeirra fararstjóri hópsins. Framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðurlands var einnig með í för. Þannig urðu Akureyringar alls 6. Frá Blönduósi komu þrír fulltrúar, Isfirðingar voru tveir, auk und- irritaðs Kristinn Jón Jónsson, og einn fulltrúi annarra sveitar- félaga, Kjalarneshrepps, Bisk- upstungnahrepps og Jökuldals- hrepps. Auk þess voru fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á Suðurlandi, formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga og skrifstofustjóri þess með í hópnum. Mikil samstaða skapaðist með mönnum og á- hugi fyrir því að árangur yrði sem mestur og bestur. HEIMSÓKN I ÞRÓUNAR- STOFNUNINA Að afloknum hádegisverði þriðjudaginn 27. október, en hann var snæddur í verk- menntaskóla, Invernes Techn- ical College, hélt hópurinn til aðalstöðva Highlands and Is- lands Development Board. I íslenskri þýðingu heitir stofnunin Þróunarstofnun Há- landanna og eyjanna. Stuart Edmond starfsmaður hennár tók á móti okkur. Sem fyrr í ferðalaginu voru veittar miklar upplýsingar á stuttum tíma. I máli hans kom fram að stjóm er skipuð sjö mönnum. Þar af eru 4 í fullu starfi. Starfssvæðið nær yfir skosku Hálöndin og Suðureyjar, Orkn- eyjar og Hjaltland. A eyjunum búa alls um 72 þúsund manns, þar af 30 þúsund á Suðureyjum. Alls búa um 250 þúsund manns á öllu svæðinu. Um er að ræða 7% af íbúafjölda Skotlands, en helming lands. Borgin Inver- ness, sem er stærsta borgin telur 46.000 íbúa. Þar er stofnunin til húsa. Þess var getið að alls hefði stofnunin til umráða á líðandi fjárhagsári 36 milljónir punda, þar af 7,5 milljónir af greiðslu vaxta og afborgana. Hinar 28,5 milljónir punda leggur Skot- landsmálaráðuneytið til. Meðal þess sem stofnunin hefur unnið að síðan henni var komið á fót 1965, er uppbygg- ing flugvalla. Flugsamgöngur á Myndir og texti Ólafur Helgi Kjartansson. svæðinu eru taldar mjög góðar. Flugbrautir eru á flestum eyjum í eyjaklösunum þremur. Óhætt er að segja að fleirum en undir- rituðum hafi orðið hugsað heim, undir þessum þætti fyrir- lestrarins. Alls mun hafa verið aðstoðað við byggingu 39 flug- valla. Okkur var sýnt myndband frá ýmsum atvinnurekstri, sem stofnunin hefur fjármagnað. Til dæmis um árangur af starfseminni má nefna að 1965 voru fiskveiðar á svæðinu nærri aflagðar. En vegna þrákelkni eins manns innan stjórnar var snúið við blaði. Ullapool, bær á vesturströndinni með u.þ.b. 2.500 íbúa er nú orðinn töluvert stór löndunarstaður. En hins vegar er of lítið unnið úr aflan- um og í mörgum tilvikum er hann settur beint um borð í rússneska verksmiðjutogara, sem greiða fyrir aflann þokka- legt verð. Það eru aðallega fiskimenn frá austurströndinni sem stunda þessar veiðar. Þeir fara svo heim um helgar. Allt þetta þótti okkur ótrúlegt. Þegar við komum til Ullapool frá Suðureyjum þremur dögum síðar sáum við ótrúlega sjón, sem sannfærði okkur. Veður var mjög slæmt og umhverfis Ullapool hélt gríðarlegur fjöldi rússneskra verksmiðjuskipa sjó. Eitt augnablik hefði mátt halda að við værum í Rússlandi en ekki Skotlandi. NÁNAR UM STJÓRN OG STARFSEMI Stjórnin sem er skipuð sjö mönnum, sem fyrr er getið, hefur sér til ráðuneytis 36 manna ráðgjafarnefnd, sem kosin er í tengslum við sveitar- stjómarkosningar. Skotlands- málaráðherra skipar stjómar- menn til 5 ára í senn, en á mis- munandi tímum. Með því er tryggt að þeir séu ekki allir reynslulausir eða -litlir. Þeir á- kveða sameiginlega stefnu en hver um sig hefur svo ákveðið verksvið. Auk þess hafa þeir á- byrgð á ákveðnum héruðum. Starfsmenn eru um 250, flestir í aðalstöðvunum, en fá- einir í útibúum á nokkrum stöðum í eyjunum og Hálönd- unum. Sem fyrr segir fær stofn- unin yfir 80% af tekjum sínum úr ríkissjóði. Helstu svið eru fiskveiða- og fiskeldissvið, iðn- þróunarsvið, landnýtingarsvið og ferðaþjónustusvið. Að und- anförnu hefur verið lögð á- hersla á eflingu útibúa með 3— 4 starfsmönnum á nokkrum stöðum. Eitthvað er mismun- andi hvert verkssvið þeirra er. I sumum er fyrst og fremst tekið á móti umsóknum og þeim komið áfram til aðalstöðvanna. í öðr- um eru unnin ýmis staðbundin verkefni. Allar umsóknir fara fyrir stjórnarfundi, en starfs- menn mega meta umsóknir um aðstoð sem ekki nær 10.000 pundum. ÖRLÍTIÐ UM LÁN OG FRAM- LÖG Stofnunin getur veitt lán eða framlög sem nema 50% afg stofnkostnaði (í undantekning- ariilvikum 70%). Framlög eru alla jafna ekki hærri en 20% af stofnkostnaði. Hámarksaðstoð sem stjórn getur afgreitt er 250.000 pund (u.þ.b. 15 mill- jónir króna) en með samþykki Skotlandsmálaráðherra getur aðstoðin farið upp í 400.000 pund. Veitt hefur verið fé til flestra sviða atvinnulífs nema hefð- bundinnar smásöluverslunar. Lán stofnunarinnar eru 3 — 4% undir bankavöxtum, sem nú eru 7,5%. Á tíu ára tímabili 1975—84 veitti stofnunin lán og framlög til um 8 þúsund fyrirtækja, samtals að upphæð 185 mill- jóna punda (verðlag 1984) eða u.þ.b. 11,1 milljarða króna. Rúmlega fjórðungur fór til Mikið átak hefur verið gert í ferðamálum. Sumarhús í Spey Dalnum.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.