Vesturland

Volume

Vesturland - 01.12.1986, Page 12

Vesturland - 01.12.1986, Page 12
Krístján Hólasmali í fyrndinni, þegar biskups- stóll var á Hólum í Hjaltadal, sat þar að stóli einn merkur, stjórnsamur og vellátinn bisk- up, sem ekki verður hér nafn- greindur. Hann var kvæntur og átti eina dóttur barna er Ástríð- ur hét. — Hann hafði, sem venja var, mikið um sig. Vinnumenn hafði hann átta, er stunduðu heyvinnu, og tólf menn til sjóróðra, er venjulega komu heim úr verinu viku fyrir jól. — Drangey lá þá undir biskupsstólinn og voru allir geldsauðir búsins látnir ganga þar sjálfala allt árið. Hæfilegt skip var haft í uppsátri við þá lendingu, sem næst fékkst eyj- unni út með firðinum, til þess að geta farið þangað eftir þörf- um. Drengur, er Kristján hét, ólst upp hjá biskupi. Faðir hans, Þorsteinn, hafði þjónað biskupi nokkur ár og dáið á Hólum. Hafði hann beðið biskup á dánardægri að sjá um, að drengurinn færi ekki á hrakn- ing. Af því að ekki voru fleiri börn á staðnum en biskupsdóttir og þessi drengur, urðu þau að vera leiksystkini. Hún var að vísu lítið eitt yngri. — Drengurinn kom sér vel og var mannvæn- legur. Þegar þar er komið að Krist- ján er 12 ára, hafði hann þann starfa, að gæta búfjár biskups á sumrum, en vatna eldishestum á vetrum. — Oft hafði hann orð á, að sig langaði til Drangeyjar, þegar þangað væri farið. Þetta haust var honum lofað því, að hann skyldi við næsta tækifæri fá að fara með piltum til eyjar- innar. Þegar leið að jólum átti að sækja sláturfé til eyjarinnar í jólaveisluna. — Ástríður bisk- upsdóttir latti Kristján farar- innar í það sinn, og vildi að hann drægi að fara þangað til um vorið og ætlaði hún þá að fá að fara með. Einnig latti bisk- upsfrúin þess, að hann sem nú þyrfti að stunda bóknám, væri nema sem minnst í piltafjöl- menninu, sem gjarnan dró til að nota hann sem mest og jafn- framt að beita glettum við hann. Eftir vanda komu nú ver- mennimir heim viku fyrir jólin; þá var förukona, Anna að nafni, búin að sitja á Hólum nokkra daga. Hún var ófríð, svipmikil og forneskjuleg að sjá. Bein- ingafé hennar var orðið allmik- ill flutningur, enda bætti bisk- upsfrúin nokkru við. Nú gengur biskupsfrúin til heimamanna og biður þá að fylgja Önnu gömlu til næsta bæjar, en hún bjóst þá til ferðar og stóð yfir föggum sínum fyrir dyrum úti. Piltar ganga til dyra, glaðværir að vanda, og sáu kerlingu þama og Kristján litla á hlaðinu. Þeir ávarpa Kristján og segja hann hæfilegastan til að fylgja kerlingu, enda skyldu þeir þá veita honum nafnbót, og kalla hann síðan „Kerlinga-vísir.“ Kristján brá sér hvergi, en sagðist mundu geta fylgt Önnu og ekki þykja nein skömm að, aðeins ef hægt væri að binda farangur hennar ofan á litla sleðann barnanna. — akerling kvað sér það vel líka, svo að þeir þyrftu ekki að lýja sig á þessu, hún gæti tekið í taug með hon- um. Síðan bundu þeir trússinn á sleðann, hleyptu öllu úr hlaðinu og hrópuðu á eftir: „Húrra! kerlinga-vísir“ — Gamla Anna sneri sér við með hörðum svip og sagði: „Aldrei fylgir þessi nafnbót Kristjáni, og hugsið til orða minna, að nokkrir ykkar, sem standið hér nú, munið fá að standa fyrir honum með kinn- roða, og ekki einu sinni geta skýlt ykkur með því að biðja hann fyrirgefningar.“ Kristján fylgdi kerlingu og lét vel yfir; hún gaf honum hveiti- köku og kandís. Nú líður að jólum. Á Þor- láksmessumorgun eru sex menn ferðbúnir til Drangeyjar að sækja til jólaveislu. Þeir hittu Kristján litla við hesthús norð- arlega á túninu. Hann spyr, hvort þeir ætli nú til eyjarinnar, og játa þeir því; biður þá drengur, að þeir hinkri við á meðan hann skreppi heim og fái leyfi og klæði sig betur, til þess að fara með þeim. Þeir kalla hann bjána og huglausan ef hann hiki nú við að fara eins og hann standi, með þeim, fyrst hann hafi leyfi; en enga bið sé að orða. Hann ræður af að fylgjast með þeim, þótt hann finni hve rangt það er, að láta engan vita um það. Ferðin til eyjarinnar gengur vel; veður var bjart og glaða tunglsljós er kvöldaði. Á leiðinni sögðu piltar Krist- jáni margar sögur af huldufólki á eynni og sjóskrímslum, er gengu þar á land. Þegar kom til eyjarinnar, smöluðu þeir saman sauðunum og ráku í borg, sem hafði verið byggð handa sauð- unum að leita í undan óveðrum. Hún var byggð milli dranga, er gerðu að nokkru leyti veggina. Kristjáni þótti gaman að skoða sig um í borginni, og skjótast inn í skútana í dröngunum. Þarna matast piltar, og færa síðan sauðina, er þeir tóku, til skips. Þegar þangað er komið, vantar þá nestismal sinn, og þykjast þeir hafa gleymt honum á borgarveggnum, og biðja nú Kristján að hlaupa eftir honum. Hann hljóp skjótlega af stað og fann malpokann, en er hann sneri aftur, sá hann, að þeir voru komnir af stað, og reru fastan til lands. Hann hrópaði og bað, að þeir skildu sig ekki eftir, en það kom fyrir ekki. Hann heyrði aðeins ágreining milli manna í bátnum. Það er hægra að hugsa sér, en lýsa því með orðum, hver hörmung var fyrir tólf ára barn, að vera eitt þarna í svarta skammdegi á eyðiey, og hafa þar á ofan á meðvitundinni að hafa hlaupið burtu á laun við alla þá, sem honum voru kær- astir. — Þarna stóð drengurinn, og þó nú væri kuldi og hungur fyrirbúið, vissi hann ekki um það af hræðslunni við draug- ana, hudlufólkið, sjóinn og sjó- skrímslin. Þegar Kristján litli hafði nú mænt gatandi eftir fé- lögum sínum og misst alla von, leit hann upp á eyjuna, sem glitraði nú með tilbreytilegum myndum, hríni þakin í tungls- ljósinu og segir við sjálfan sig: „Hvað á ég nú að gera? Ekki kasta ég mér í sjóinn, því að það vill guð ekki að ég geri, ekki fer ég í sauðaborgina, því að þar hlýtur huldufólkið að búa; ekki ætla ég að halda mig fast við sjóinn, því að þaðan má eiga vís sjóskrímslin, eins og piltamir sögðu; ég ætla að leita mér að- seturs uppi á einhverjum dranginum, þar sem best sést yfir, þaðan sé ég einnig blessaða sauðina.“ Þetta gerði hann; fékk sér lítið skýli fyrir efri hluta líkamans. Þarna barst hann fyrir og nftin dróst yfir. Ekki sá hann huldufólkið og engin sjó- skrímsli og var honum það mikil bót. Hann las allt gott er hann kunni og hugsaði, að — „guð á nógu marga vegi til þess að hjálpa mér úr þessum voða.“ Undir daginn blundaði hann, en vaknaði skjálfandi af kulda, og með birtunni hafði hann sig á kreik um eyjuna og hélt sig Horft heim að Hólum. helst hjá sauðunum. Hugurinn var nú að sjálf- sögðu heima á Hólum, um hvarf hans, um frásögn piltanna er svona höfðu leikið hann, um jólagleðina, sem þar átti að vera, um fallegu, nýju fötin hans og fleira. Dagurinn leið, og hann hugði á sama náttstað og hann hafði áður. Nú fann hann sárt til sultar. Ósjálfrátt hafði hann einatt haldið á malpok- anum. Hann leitar í honum og finnur eina brauðköku, þurra, og mikið af beinum. Með þetta fer hann upp í aðsetur sitt í dranginum, og segir við sjálfan sig: „Þetta læt ég vera jólakök- una mína; ég er hér eins og hirðarnir forðum, og guðsbirtan mun ljóma hér í kringum mig.“ Nú kom þessi nótt, sjálf jóla- nóttin, en er lítið var liðið á hana, varð honum litið á rif eitt við sjóinn, skammt frá sér; og bar þá fyrir hann ein mikil þústa, er honum sýndist koma upp úr sjónum. Taldi hann þetta sjóskrímsl, og varð hræddur mjög. Hann hljóp ofan í borgina, er hann hafði þó hræðst, mest vegna huldufólks- ins; þar fann hann skúta einn inn í drangann og faldi sig þar. Nú þótti honum ekki taka betra við. Hark og háreysti nálgaðist óðum borgina. Hann gægðist þó fram úr fylgsni sínu, og sá menn fyrir dyrum borgarinnar; samt faldi hann sig sem best. Þeir komu skyndilega inn með ljós og ljósbera og slógu þar skrautlegum silkitjöldum inn- aní borgina. Honum til ham- ingju kom ein samanhenpping- in á tjaldinu rétt fyrir skútann, sem hann var inni í. Knúður af forvitni ræðst Kristján í að af- hneppa þrjá hnappa, til þess að fá rifu að gægjast um eftir at- höfnum mannanna. Sér hann þá, að þeir eru að skreyta tjöldin og festa upp ljósker allt í kring, er sýndust vera af gulli gerð og silfri, svo sauðaborgin var öll orðin uppljómuð. Síðan færðu þeir inn borð, bekki og stóla, og alskipuðu borgina með þessu. Báru þeir á as konar vistir og vín og angaði ilmurinn af því fyrir vitum veslings drengsins í skút- anum. Nú varð borgin full af skrautbúnu fólki, mjög fríðu og góðlegu, bæði körlum og kon- um, sem röðuðu sér sem þéttast á bekkina. Sérstaklega voru þar maður og kona, sem báru af að tíguleik í klæðaburði, og varð að telja það konung og drottn- ingu yfir þessari þjóð. Borðhaldið fór fram með mikilli viðhöfn og glaðværð. Að lokinni máltíð voru öll borð og hekkir færð að þeim veggnum, sem drengurinn hafði fylgsni. Fólkið kastaði af sér möttlum og kápum, og tók að dansa og syngja af hinni mestu gleði og fjöri. Ekki skildi Kristján orð af því, sem nokkur sagði eða söng. Gekk svo um hríð, þar til það fór aftur að hressa sig á víninu; þá vill svo til að Kristjáni svelgdist á munnvatninu sínu, svo að hann fær mikinn hósta. í sama bili bregður allt fólkið við og ryðst svo skyndilega, sem það getur út úr borginni, en hann hneppir frá sér tjaldið og hleypur hiklaust fram og út að horfa á eftir fólkinu. Sér hann þá, að það fer allt niður að sama sandrifinu og áður er nefnt, tekur þar stóran feld, fleygir honum fram á sjó, stígur þar allt fram á, og er jafnharðan horfið Kristjáni. Þarna stóð nú aumingja drengurinn enn sem einbúi, jafnráðþrota og áður, en hálf- ringlaður af undrun yfir þessari sýn; segir hann þá við sjálfan sig: „ Ekki voru þetta sjó- skrímsl, menn voru það, en hvaða menn?“ Þá sneri hann aftur inn i borgina og leit yfir alla þá dýrð, er þar var; spyr hann þá enn sjálfan sig:„ Er þetta draumur, eða er ég að fæðast inn í annað líf?“ Hann leit yfir borðin, og sá þar nóg af ýmsum réttum og víni, sem eftir hafði orðið og segir: „Af þessu verð ég að næra mig lítið eitt, í þeirri trú og trausti, að drottinn minn hafi sent mér það,“ og svo gerði hann. Óvanur var hann víni, svo að það hreif þegar á hann, og hann gleymdi í bráð ástandi sínu. Varð hann þá svo glaður, að hann valdi fallegan möttul er þar lá, fer í hann, og syngur og tónar sem mest hann má, og líkti eftir biskupi. Nú víkur sögunni heim að Hólum, er Kristján litli kemur ekki til máltíðar á Þorláksdag, og enginn veit neitt hvað af honum hefur orðið. Eftir nokkra leit og fyrirspumir,

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.