Vesturland

Volume

Vesturland - 01.12.1986, Page 19

Vesturland - 01.12.1986, Page 19
19 Einn þessara stjórnmála- manna er Bjarni Benediktsson fyrrum formaður Sjálfstæðis- flokksins, sem gerði þessi mál að sérstöku umtalsefni í þeirri fyrstu ræðu sem hann flutti á Alþingi eftir að hann gerðist forsætisráðherra á árinu 1964. Orðrétt sagði Bjami um þessi mál: ORÐ BJARNA BENEDIKTS- SONAR Það er auðvitað einnig ljóst, að þó að við gerum okkur grein fyrir, að samgöngur um landið séu kostnaðarsamar, og það væri að vissu leyti ódýrara að láta alla íslendinga búa hring- inn í kringum Faxaflóa og á Suðurlandsláglendi einu, þá kemur engum manni þetta til hugar. Menn geta haft misjafn- an skilning og áhuga á því, sem kallað er jafnvægi í byggð landsins. En það gera sér allir grein fyrir því að við viljum án tillits til skoðanaágreinings að öðru leyti reyna að halda uppi hinni fornu byggð í landinu, eftir því sem nokkur föng og geta er til, og eftir því sem fólkið sjálft fæst til þess að dveljast þama. Og það er þegar sýnt, að jafnvel kostnaðarsamar að- gerðir af hálfu ríkisvaldsins nægja ekki einar í þessu skyni. Þar kemur margt annað fleira til álita. En þessum vilja okkar og ákvörðun fylgir það, að margs konar kostnaður hlýtur að verða þessari óhagganlegu ákvörðun samfara. Það er miklu dýrara að halda uppi samgöngum, halda uppi menn- ingarlífi um allt landið, gæslu og öllu því, sem upp má telja og þarf að telja, ef menn vilja reikna þetta, heldur en ef við værum öll samankomin í þeim landshlutum, sem ég gat um áðan, hvað þá í einni borg, sem þó væri ekki talin nein stórborg á erlendan mælikvarða. Þessari ákvörðun okkar, að vilja byggja okkar land, vilja halda byggðinni við, eftir því sem föng eru á, vilja halda uppi sjálfstæðu, frjálsu þjóðfélagi, fylgir svo margvíslegur og mik- ill kostnaður, að hann hlýtur að verða til þess á ýmsan veg að draga úr þeim efnahagslega hag, sem hægt væri að hafa af allt annarri skipan og ef við gæfumst upp við þetta, sem engum manni dettur í hug að gefast upp við.“ ÞETTA ER HEILT KONUNGSRÍKI I áramótaávarpi sínu sem forsætisráðherra til íslensku þjóðarinnar vék Bjarni enn- fremur að þessu máli. Hann rifjaði upp sögu sem sögð var af Friðriki 8. Danakonungi sem á ferð sinni um ísland leit yfir Suðurlandsundirlendið af Kambabrún og sagði: „Þetta er heilt konungsríki.“ Um þessi orð hátignarinnar sagði Bjami: „Engum íslendingi mundi koma til hugar að láta þjóð sinni nægja það konungsríki. Nei, við viljum byggja landið allt!“ — Og hann bætir við til áréttingar: „Okkur finnst slíkt enginn stórhugur, heldur hitt litil- mennska að láta okkur nægja minna.“ SÖGULEGT HLUTVERK SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Með þessum orðum tel ég að Bjarni Benediktsson lýsi skor- inort raunverulegum stefnu- miðum flokks okkar í byggða- málum. Að mínu mati kemur þama líka fram sú sannfæring Bjarna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sögulegu hlutverki að gegna í íslenskum stjómmálum. Flokkurinn hefur vissulega ver- ið brjóstvöm frjálslyndra hug- mynda. En það hefur einnig verið sannfæring forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkn- um bæri að standa vörð um til- tekna sátt í samfélagi okkar. Til merkis um þetta eru tvö slagorð sem við bregðum stundum á loft: Stétt með stétt og Byggð með byggð. Á landsfundum okkar kemur einnig greinilega í ljós þessi vilji. Ævinlega er kostað kapps um að leysa á- greining fremur en að láta skerast í odda og knýja fram niðurstöðu með atkvæða- greiðslu. Með öðrum orðum: Við erum stjórnmálaflokkur sem sögulega séð hefur sett hugsjónina um samhuga þjóð á oddinn. Ein þjóð í einu landi. Það er því söguleg skylda okkar sem höfum skipað okkur í sveit Sjálfstæðisflokksins að halda á lofti þessu merki. Ella erum við ekki trú þeim markmiðum sem fyrirrennarar okkar settu á oddinn á bernskuárum flokks- ins. Ég ætla mér ekki þá dul að skilgreina til hlítar þá byggða- stefnu sem fylgt hefur verið undanfarin ár og og áratugi. — Sumir myndu líklega vilja segja að hún sé óskiljanleg og því ó- skilgreinanleg. Margir kveða líka þannig að orði að það hafi aldrei neinni byggðastefnu ver- ið fylgt, og því ekkert að skil- greina. Frá landsfundi sjálfstæöisflokksins. Sögulega séö hefur flokkurinn sett hug- sjónina um samhuga þjóð á oddinn. Ein þjóð í einu landi. sendir lesendum sínum, auglýsendum svo og Vestfirðingum öllum jólaóskir og árnar heilla á nýju ári um leið og blaðið þakkar góð kynni á árinu sem er að líða. Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskiptin á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. Verslun Jónasar Magnússonar Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs ogfriðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. Rækjuverksmiðja Gunnars Þórðarsonar Þáttur landbúnaðar í að tryggja byggð víða um land er ómetanlegur. Hvað sem svona vangavelt- um líður, þá er það engu að síður staðreynd að margt það sem gert hefur verið í þjóðfélagi okkar hefur verið framkvæmt í nafni strjálbýlisins. AUKIN ÞJÓNUSTA Það er heldur enginn vafi á því að það er miklum mun byggilegra á landsbyggðinni nú, en það var fyrir einhverjum ó- tilteknum árum. Samgöngur hafa batnað, heilsugæslu hefur fleygt fram, víða hafa risið myndarleg skólamannvirki, hafnir hafa verið gerðar þar sem hafnleysa var fyrir. Þetta eru fáein atriði sem beinlínis má rekja til aðgerða ríkisvaldsins. Sveitarfélögin hafa þrátt fyrir rýran kost oft, reynt að byggja upp þjónustu og skapa gróandi mannlífi betri skilyrði. Bundið slitlag verður nú æ algengara í bæjum og þorpum, sorphreins- unarstöðvar hafa leyst opna og óþrifalega sorphauga víða af hólmi. Aðstaða barna og ung- linga er betri vegna byggingar leikskóla og íþróttamannvirkja á fjölmörgum þéttbýlisstöðum. Þrátt fyrir þetta æpir þörfin á úrbótum víða á mann og fjöl- margt er það sem strjálbýlisfólk er án, sem telst til sjálfsagðra hluta hér á höfuðborgarsvæð- inu. HVERNIG HEFUR TEKIST TIL? Ég dreg enga dul á það að mjög margt hefur verið vel gert í nafni hinnar gömlu góðu byggðastefnu, sem að framan greinir. Það er að vísu nokkrum vandkvæðum bundið að meta árangur hennar. Markmið byggðastefnunnar hefur að minnsta kosti í orði kveðnu verið „að halda landinu i byggð“ eins og það er kallað. Ef við spyrjum okkur hvernig það hefur tekist, getur svarið orðið á marga lund. En eitt er vissulega staðreynd að fólksstreymi til höfuðborg- arsvæðisins hefur verið linnu- lítið allan þann tíma sem við höfum reynt að framfylgja byggðastefnu. Síðustu áratug- ina hefur meira verið um að byggðir hafi grisjast en að þær hafi farið í eyði. Út frá þessari staðreynd mætti kannski álykta sem svo, að byggðastefnan hafi verið gagnslítil í því að stöðva fólksflóttann af landsbyggð- inni. — En það má líka spyrja annarrar spurningar: Hver hefði orðið raunin ef ekkert hefði verið gert til að spyrna við fótum? — Ég hygg að auðvelt sé að leiða að því líkum — þó að örðugra kunni að reyna að sanna neitt í þessum efnum — að fólksflóttinn hefði orðið hraðari og meiri brögð orðið að því að heilu sveitirnar og hér- uðin legðust í eyði, ef ekki hefðu komið til þær aðgerðir ríkis og sveitarfélaga sem ég nefndi dæmi um hér að framan. Þessi grein er að meginhluta ræða, sem höfundur flutti á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins nú í haust. Gleðileg jól, heillaríkt komandi ár. • Þökkum viðskiptin á líðandi ári. straumur hf

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.