Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Síða 23

Vesturland - 01.12.1986, Síða 23
30 ár frá Súes deilunum: Þegar heimsveldin hörfuðu... Það er stundum sagt að árið 1956 marki endalok hins glæsta breska heimsveldis. Það ár máttu Bretar og fleiri vestrænar þjóðir þola niðurlægingu við Súes skurð. Fyrir ýmsum er þetta ár því tákn um það er Bretar urðu fyrir fullt og fast að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og umheiminum að stór- veldadraumur þeirra væri undir lok liðinn. I þeirri grein sem hér á eftir fylgir verður gerð tilraun til að varpa ljósi á sögulegan atburð. Atburð sem átti eftir að hafa nokkur áhrif á gang mála í Austurlöndum nær, ennfremur á samskipti Vesturlanda og þess fyrirbæris sem kallað hefur verið „þriðji heimurinn.“ ÞRÓUNIN VIÐ BOTN MIÐ- JARÐARHAFS Þróun mála við botn Mið- jarðarhafsins eftir síðari heims- styrjöld var ör. Ísraelsríki var stofnað árið 1948. I höfn var hugsjón byggð á aldagömlum merg. Hugmyndin um stofnun Ísraelsríkis þar sem landflótta Gyðingar hvaðanæva að úr heiminum gætu átt griðastað var orðin að veruleika. En þessi lausn skapaði vandamál. Fyrir voru Arabar, sem ekki undu alls kostar við þessi málalok. Strax við upphaf hins nýja Israelsríkis skall á styrjöld þar sem íbúar ísraels máttu verja hendur sínar gegn óvinveittum grönnum. Til viðbótar þessu var mikið umrót meðal hinna fornu Arabaríkja. Þá sögu þarf ekki að rekja hér, nema hvað varðar gang mála í Egyptalandi. Þar í landi hafði verið við völd spilltur konungur, Farúk að nafni. Ótruleg sóun hans á auði ríkisins og skeytingarleysi um hag alls almennings hafði smám saman magnað óánægju í landinu. Árið 1952 var honum loks steypt af stóli og voru þar fyrir í forustu ungir liðsforingj- ar, sem gefist höfðu upp á hin- um dyggðasnauða og mærðar- lega kóngi. Fljótlega kom í ljós hver myndi verða hinn nýi leiðtogi Egyptalands. Ungur eldhugi, Gamal Abdul Nasser tók for- ystuna. Hans hlutverk næstu árin var að leiða þjóð sína. Þeg- ar tímar liðu fram varð hann ótvíræður forystumaður í Ar- abaheiminum. SPILLING VALDSINS Allt vald spillir sagði hinn kunni breski fræðimaður, Act- on lávarður. Þetta átti jafnt við um hinn unga Nasser og þá fjöldamörgu sem stýrt höfðu Egyptalandi á undan honum. Þrátt fyrir að Farúk hafði verið steypt af stóli sakir spillingar hans og harðýðgi héídu ólýð- ræðislegir stjómarhættir áfram. Alþýðudómstólar voru settir á laggirnar. Um þrjú þúsund manns voru hnepptir í varðhald vegna skoðana sinna. Harðýðgi varð snar þáttur stjómarfarsins. Það er oft einkenni harð- stjórnar að hún þarfnast út- lendra blóraböggla og óvina. Egyptaland Nassers var einmitt dæmi um slíkt. Til að byrja með beindi Nasser andstöðu sinni gegn herstöð Breta sem var við Súes skurðinn (sem eins og allir vita liggur í gegn um eiðið við Egyptaland). Mótspymulítið á- kváðu Bretar hins vegar að yf- irgefa bækistöðvar sínar við Súes og skildu eingöngu eftir viðhalds- og viðgerðarsveitir. „ÞRIÐJI HEIMURINN OG KALDA STRÍÐIÐ" Saga eins lands eða svæðis verður aldrei skilin nema að hún sé sett í samband við at- burði sem eru að gerast í heim- inum. Þróun mála á þessum ár- um við botn Miðjarðarhafsins verður ekki skilin nema að við reynum að átta okkur á því sem var að eiga sér stað á meðal ríkja hins svokallaða þriðja heims á þessum tíma. Á þeim tuttugu árum sem liðu frá lokum seinni heims- styrjaldar tók heimsmyndin miklum breyt ingum. Ný ríki urðu til. Nýlendur fengu sjálf- stæði og heimsveldi riðuðu. Þessi ár voru líka tími póli- tískrar vitundarvakningar í hinum nýfrjálsu ríkjum. Á þessum tíma geisaði líka í algleymingi hið kalda stríð þar sem vógust á siðferðishug- myndir alræðis og lýðræðis. Annars vegar stóðu Kremlverj- ar ásamt fylgifiskum sínum. Hins vegar hinar vestrænu þjóðir með Bandaríki Norður Ameríku í broddi fylkingar. BANDUNG RÁÐSTEFNAN Það var við þessar aðstæður að fyrirmenn tuttugu og níu ríkja hins svokallaða „þriðja heims“ komu saman í Bandung. Þetta var árið 1955 og þessi fundur átti eftir að verða sögu- legur í meira lagi. Hann er með réttu eða röngu talinn marka upphaf þeirrar vakningar sem átti sér stað á meðal þróunar- ríkjanna, einkum þó þeirra ríkja sem nýlega höfðu fengið sjálf- stæði sitt. Á Bandung fundinum kom í ljós ný vitund. Kjami hennar var hlutleysisstefnan. Sú stefna að hin nýfrjálsu ríki ættu að vera hvorugum aðilanum háð, hvorki Bandaríkjunum né Sov- étríkjunum. Markmiðið ætti að vera að iðnvæðast svo hratt sem auðið væri og skapa þannig efnahagslegar forsendur fyrir sjálfstæðri pólitískri stefnumót- un án tengsla við hina illu „heimsvaldasinna“ (sem auð- vitað var flesta að finna i hópi vestrænna ríkja!) ASWAN STÍFLAN Meðal þeirra sem hélt til Bandung fundarins var Nasser sem hér hefur oft verið minnst á. Frá fundinum hélt hann, staðráðinn í því að hefja öra iðnvæðingu lands síns. Efst á stefnuskrá hans var að byggja gríðarlega stíflu í stórfljótinu Níl, við borgina Aswan. Með þessari stíflugerð taldi Nasser að auka mætti orkuframleiðslu og áveitustarfsemi þannig að ræktanlegt land ykist um fjórð- ung. Kostnaður verkefnisins átti að vera um 200 milljónir bandaríkjadala, átta milljarðar króna. En vel að merkja — miðað við verðlag fyrir þrjátíu árum. Fyrir fjárvana þjóð sem Egypta var þetta því óyfirstíg- anlegt, nema að til kæmi að- stoð. Og þá var leitað til Banda- ríkjamanna. Þeirra svör voru skýr. Stuðningur af þessu tagi kemur ekki til greina. Þegar hér var komið sögu hafði Nasser líka mjög hallað sér í austurátt og tekið upp pólitískt daður við austurblokkina. Þaðan fékk hann vopn og vistir sem hann síðan notaði til að berja áísra- elsmönnum. Augljóslega hafa Bandaríkjamenn ekki viljað (eða getað) styðja slíkan mann, hvað svo sem um Aswan stíflu- framkvæmdirnar annars mátti segja. ÞJÓÐNÝTING Þegar Nasser fékk ekki óskir sínar uppfylltar greip hann til annarra ráða og dramatískari. Hann þjóðnýtti fyrirtækið sem átti skurðinn og kvaðst mundu nota gróðann af rekstrinum til að greiða uppbygginguna á As- wan stíflunni. Verðið sem Nasser bauðst til að greiða fyrir eigur fyrirtækis- ins var verð hlutabréfanna eins og það var skráð í kauphöllinni í París. Ekki voru þó allir jafn á- nægðir. Fyrirtækið sem rak og átti skurðinn var að mestu í eigu Breta og Frakka. Þriðjungur allrar umferðar um hann var vegna breskra skipa. Það var því ekki að furða þó að yfirvöld í Lundúnum og París væru ekki ýkja hrifin af þessu framtaki Egypta. VEIKLEIKI í BRESKRI FOR- YSTU Forsætisráðherra Breta á þessum tímum var Anthony Eden. Hann hafði lengi lifað í pólitískum skugga mikilmenn- isins Winston Churchill. Hon- um gekk líka illa í forsætisráð- herra stöðunni, Hann þoldi illa samanburðinn við Churchill og bjó við vaxandi gagnrýni, ekki síst meðal flokksmanna sinna, íhaldsmanna. Herforingja sína kallaði Eden á sinn fund snar- lega. Hann fyrirskipaði þeim að undirbúa innrás í Egyptaland Herforingjarnir hugsuðu sig um, en svöruðu síðan: „Fyrst eftir hálfan annan mánuð get- um við gert slíka árás.“ Við eðlilegar aðstæður hefði þetta átt að leysa málið. Ríki á borð við Bretland sem ekki get- ur ráðist inn í smáriki sem Egyptaland nema með margra vikna fyrirvara, hefur ekkert efni á stríði. Aukinheldur lá engan veginn fyrir, hvort um væri að ræða lögleysu hjá Nasser og félögum. Vel að merkja þá hafði hann boðist til að greiða markaðsverð hluta- bréfanna. Og skilyrðislaust er það réttur fullvalda ríkis að þjóðnýta hlutabréf fyrirtækja telji þau ástæðu til. Eftir á að hyggja — og sæmilega víðsýnir stjómmálamenn þeirra tíma hefðu líka átt að sjá það — sýnist því að hvorki hemaðar- legar né siðferðilegar ástæður hafi verið fyrir því að grípa til hemaðaraðgerða gegn Egypt- um. En forsætisráðherrann var í vanda heima fyrir. Þann vanda vildi hann leysa. FJÓRÐA LÝÐVELDIÐ Á BRAUÐFÓTUM Svipaða sögu var að segja af Frökkum. Franska stjómkerfið var komið að fótum fram. Hið svokallaða fjórða lýðveldi, sem sett var á laggirnar eftir seinna stríð riðaði til falls. Hvert áfallið hafði rekið annað í utanríkis- pólitík þess. Það hafði beðið ó- sigur í Indó-Kína, glutrað Túnis úr höndum sér og átti nú í skærum suður í Alsír, þar sem Nasser kom við sögu. Þar lagð- ist hann á sveif með andstæð- ingum Frakka. Þeir höfðu því ástæðu til að vilja hann feigan (a.m.k. í pólitískum skilningi). INNRÁS AÐ LOKUM Á þeim vikum og mánuðum sem í hönd fóru kom algjört Nasser kannar her vinveittrar þjóðar. Þrjátíu ár eru nú liðin frá deilunni um Súes. Margir álíta að þá hafi heimsfriðnum verið í hættu stefnt. Einnig er það skoðun margra að þessi atburður tákni endalok hins gamla breska heimsveldis. Einar K. Guðfinnsson rifjar þessa atburði upp í eftirfarandi grein. DAILY SKETCH War flashes 4.30 is zero hour ★ Ike savs WE’RE GOING IN By CUY KDHN and SKHTCil WAR Ul'RHAU D RITISH troops ara poistd Hiis morning to ® raoccupy tha Sucz Canal bascs, tbcy lcft in 1954. An Anglo-Frcnch forcc of Marincs, Commandos and assault troops was lying off Port Said carly to-day in a hugc flcct of landing craft supportcd by warships and aircraft carricrs. trniAiit Niiwr Kai rajactad outrifKt tKa Angio-FrancK 12-Kour ultimatum givon Kim at 4.30 p.m. yaatarday. Air, sea armada poised Við ráðumst inn, var letrað með bókstaflegu stríðsletri í fyrírsögn þessa breska blaðs og skírskotaði vitaskuld til innrásar Breta og Frakka í Egyptaland.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.