Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 27

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 27
27 Samgöngunetíð er æðakerfí þjóöarlíkamans Halldór Bemódusson oddviti Suðureyrar- hrepps segir frá ferð sem hann fór ásamt fleirum í sumar til Færeyja í því skyni að kynna sér jarðgangagerð. Eins og vel kemur fram hafa Færeyingar gert ótrúlegt átak í uppbygg- ingu samgöngukerfisins, enda telja þeir það „æðakerfi þjóðarlíkamansk ‘. Mánudaginn 13. október s.l. fór hópur fslendinga ferð til Færeyja til að kynna sér jarð- gangagerð þar í landi. I hópnum voru fulltrúar frá Fjórðungssambandi Vestfirð- inga, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Byggðastofnun, Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen, Vegagerð ríkisins, svo og fréttamaður útvarpsins á tekin milli Mykenes og Vogeyj- ar og inn til lendingar á flug- vellinum í Sörvogi, sem er eini flugvöllurinn í Færeyjum. Og er við flugum inn með vesturströnd Vogeyjar og erum að virða fyrir okkur landslagið, þá kemur í ljós dalverpi nokk- urt, þar sem virðist vera stund- aður búskapur. Dalur þessi heitir Gásadalur og sagði farar- 11 larl B Wt, Hið fallega þinghús Færeyinga í Þórshöfn. Austurlandi. Voru ferðalang- amir alls 19 manns að með- töldum flugmönnunum. Flogið var með flugvél frá flugfélaginu Ömum og annarri flugvél frá Flugfélagi Austurlands. Fararstjóri í ferðinni var Bjami Einarsson aðst. forstj. Byggðastofnunar. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér tækni Færeyinga við jarð- gangagerð, bergtegundir sem borað er í og ekki síður að kynnast viðhorfum Færeyinga til jarðgangagerðar og áhrifum þeirra á samfélagsþróunina. Lagt var af stað frá ísafirði um klukkan níu og millilent á Akureyri og uppúr klukkan tólf var farið að lækka flugið, stefna stjórinn okkur að fyrirhugað væri að koma þessum sveitabæ í vegasamband með því að bora 1700 metra löng jarðgöng út í þennan dal. Við vorum sem sé ekki lent þegar við sáum hvernig fyrirhugað er að rjúfa einangrun þessa afdals með jarðgöngum. Frá flugvellinum til Þórs- hjafnar er eins til tveggja tíma ferðalag og var farið þangað með áætlunarbíl, en leiðin ligg- uryfirsundið til Straumeyjar og er farið með ferju til bæjarins Vestmanna. Vestmanna sundið er ekki breitt og til að koma ak- vegasambandi á milli eyjanna og losna við ferjuna eru uppi áform um að gera göng undir Frá Þórshöfn. Höfuðstað Færeyja. sundið. Þessi göng yrðu tæpir 3 km. og er áætlað að þau verði tekin í notkun í árslok 1990. Vestmanna er mikill útgerð- arbær og er við fórum þar um, þá lá v.ið hafnarkantinn stór- glæsilegur togari sem heitir Óli í Görðum og er einn af stærstu togurum sem á norður Atlants- hafi veiða. Þessi togari var á kolmunnaveiðum. Kolmunn- inn er fullunninn um borð og framleitt úr honum súrimi. Þegar ekið er frá Vestmanna til Þórshafnar er farið í gegnum ein jarðgöng sem kölluð eru Leynargöngin og eru þau um 760 metra löng með tveimur akreinum. Þessi jarðgöng voru tekin í notkun árið 1977 og leystu af hólmi veg er lá utan í hlíð sem talinn var hættulegur vegna grjóthruns. Var mér þá hugsað til Óshlíðarinnar með sín eilífu vandamál vegna grjót- og skriðufalla. Þegar til Þórshafnar var komið komum við okkur fyrir á Hótel Borg, sem er sérkennileg bygging með torfþaki og stend- ur nokkuð fyrir ofan bæinn, en þaðan er mjög fallegt útsýni yfir Þórshöfn. Ekki var til setunnar boðið og eftir að hafa dustað af sér ferðarykið var haldið til fundar hjá landsverkfræðingi Færeyja og hans tæknimönnum, þar sem við vorum upplýstir um jarð- fræði Færeyja, þróun og sögu jarðgangagerðar og áætlanir um væntanleg jarðgöng. VEGATU NN L A R í F0ROYUM AR L0NGD SU0UR0Y; HVALBIAR TUNNILIN 1963 1450 SANDVÍKAR TUNNILIN 1969 1500 ( SUNN BIAR TUNNI Ll N ) ( 3115 ) STREYM0Y : LEYNAR TUNNJ LIN 19 77 760 ( KOLLAFJARDARTUNNILIN ) ( 2800 ) EYSTUR0Y : N0RÐSKÁ LATU NNI Ll N 1976 2520 leirvÍkartunni lin 1 9 85 2238 B0RO0Y : árnafjardartunnilin 1965 1680 hvannasundstunnilin 1967 2120 KUN0Y : KUN0YAR TUNNI LIN 1986 3055 KALIS0Y : VI LL INGARDAL STUNNILIN 1979 1193 RITUDA LSTUNNI L IN 19 80 683 MIKLADALSTUNNI LIN 1980 1082 TR0LLANESTUNNI LIN 19 85 2248 TEYMUR í DJÚPADAL 1985 220 VÁ0AR■ ( GÁSADAL STUNNILl N ) ( 1 700 ) Þessi tafla sem hér birtist er einkar lýsandi um þróun jarðgangagerðar í Færeyjum. I fremri dálkinum sjáum við hvenær viðkomandi jarðgöng voru tekin í notkun. I hinum aftari lengd þeirra. - Við tökum okkur það bessaleyfi að birta töfluna í frumgerðinni á máli frænda vorra Færeyinga. Jarðgöng við Árnafjörð utan við bæinn í Klakksvík. Tvenn jarðgöng eru við fjörðinn alls 3,8 km löng. í máli landsverkfræðingsins kom m.a. fram: Samgöngunetið er æðakerfi þjóðarlíkams, þrenging á einni æð veikir allan líkamann. Grundvallarstefna Færeyinga er að beina byggðaþróuninni frá miðkjarnanum (Þórshöfn), því þeir telja Færeyjar ekki fýsilegar til byggðar ef allir búi á einum litlum bletti. Markmið þeirra er að tengja alla byggilega staði á eyjunum með traustu vegasambandi neðan 200 metra línu. Áhrif jarðgangagerðar á byggðaþróunina hafa alls stað- ar verið þau sömu, áður en jarðgöng voru gerð var fólks- fækkun í minni byggðarlögun- uym, en eftir gerð jarðganga snerist þróunin við. Ef gerð eru göng sem tengja saman stærra og minna byggðarlag, fjölgar hlutfallslega meira í minna byggðarlaginu eftir jarðganga- gerðina. Þá hafa jarðgöngin ekki síður haft jákvæð áhrif á atvinnu- uppbygginguna og í raun telja Færeyingar færeystkt samfélag, eins og það er í dag, óhugsandi án jarðganganna. f Færeyjum eru nú alls 20,7 km. af jarðgöngum með þeim göngum sem verður lokið við á þessu ári. Núna eru 14 jarðgöng í Færeyjum og væntanleg þrjú á næstu árum, alls um 7,6 km. fyrir utan Vestmannagöngin. Fyrstu jarðgöngin voru tekin í notkun 1963 og eru það Hval- bagöngin á Suðurey um 1450 metra löng. Næstu göng voru byggð á Borðey 1965 milli Klakksvíkur og Árnafjarðar, þau eru 1680 m. löng. Á öðrum degi ferðarinnar var farin kynnisferð um eyjarnar fyrir norðan og austan Þórs- höfn, en þar eru 9 jarðgöng og eitt í byggingu. Leiðin norður til Klakksvíkur liggur um Austurey og er þar fyrst farið í gegnum jarðgöng sem heita Norðurskálagöngin og eru 2.520 m löng og voru tekin í notkun 1976, síðan er ekið út með Skálafirði en þar stendur bærinn Skáli sem er vinabær fsafjarðar, þar er rekin mikil skipasmíðastöð og var okkur tjáð helstu verkefni hennar væru að endurbyggja rússneska togara og væru þar endurbyggðir um 10 til 12 á ári. Rétt fyrir norðan Skálafjörð er ekið í gegn um bæinn Götu sem að Þrándur í Götu er kenndur við. Á s.l. ári voru opnuð jarðgöng frá Götu til Leirvíkur og eru þau 2.238 m löng. Þessi jarðgöng eru 7 metra breið, raflýst og leysa af hólmi

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.