Vesturland

Årgang

Vesturland - 01.12.1986, Side 29

Vesturland - 01.12.1986, Side 29
29 HEILOG JOL — Eftír norska rithöfundinn Sigrid Undset UM HÖFUNDINN OG FRÁ- SÖGNINA. Eftirfarandi kafli er tekinn úr bókinni Hamingjudagar heima í Noregi eftir Sigrid Undset. Sigrid Undset var fædd ár- ið 1882. Hún fékk bók- menntaverðlaun Nobels árið 1928. Hún skrifaði þessa bók ár- ið 1942 í Ameríku, þá í útlegð frá Noregi, en þangað fór hún þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg vorið 1940. Drengirnir hennar, Andrés og Hans, sluppu báðir frá Osló innrásardaginn. Andrés féll í orustu þremur vikum seinna. Sigrid og Hans kom- ust um Rússland, Síberíu og Japan til Ameríku. Tulla litla, sem aldrei náði eðlilegum þroska, hafði dáið árið áður. Brynjólfur Sveinsson þýddi á íslensku. Jólanóttin er helgasta stund ársins í Noregi. Fyrir Andrési og Hans hófst jólahelgin þegar á aðfangadagsmorgun, er tréð var borið inn í stóru dagstofuna, og Thea fór upp í þakherbergi eftir öllum öskjunum með jóla- trésskrautinu. Drengirnir voru önnum kafnir að búa um jóla- gjafirnar og skrifa utan á þær. Þeir urðu blekugir um hend- urnar og ullarpeysumar þeirra blettóttar. Mamma var niðri í stofu og skreytti tréð. Alltaf öðru hverju áttu drengirnir eitthvert erindi inn. „Mamma, hvernig stafar hún Karlotta nafnið sitt?“ Auðvitað þurftu þeir að fylgjast með og sjá allt gamla skrautið einu sinni enn. Litli postulínsengillinn var efst í trénu. Afi og amma höfðu fengið hann frá foreldrum afa í Þrándheimi, þegar mamma, sex mánaða gömul, átti sín fyrstu jól. Á hverju ári fór eitthvað af skrautinu forgörðum, og mamma keypti nýtt í skarðið. Andrés mundi, hvað var gam- alt, eldra og elst. Síðasti baksturinn hennar Theu voru jólakökurnar. Þegar hún hafði tekið þær úr ofninum og lagt þær í röð á borðið, stór- ar, brúnar að lit og sívalar, morandi í rúsinum og sykruð- um sítrónuberki, var öllu heim- ilisfólkinu skenkt kaffi í borð- stofunni, því að á aðfangadags- kvöld var jafnan borðað seint. En mamma og Thea urðu oft að bregða sér frá borðinu, því að margan bar að garði á meðan, — vikadrengi frá verslununum með síðustu jólapantanirnar og sendla frá blómabúðunum. A jólunum senda kunningjar og vinir hverjir öðrum blóm, og bráðlega bárust svo margir vendir og krúsir með alls konar mislitum, angandi blómum, að erfitt var að koma þeim öllum fyrir. Að hverjum dreng þurfti að víkja einhverju. Andrés hafði boðist til að hafa gætur á póst- kassanum niðri við veginn og hlaupa til póstsins með umslag- ið, sem jólagjöfin hans var í. „Það er mikið að kólna,“ sagði Andrés, þegar hann kom inn, „ og snjóilmur í loftinu.“ Klukkan sex á aðfangadag er snæddur miðdegisverður, alltaf sömu réttirnir: hrísgrjónagraut- ur, soðinn þorskur og rauðvín. Undir niðri eru drengirnir ekki sérlega hrifnir, hvorki af grjónagrautnum eða súru, rauðu víninu. En þetta er nú jólamaturinn á þeirra heim- ili, af því að pabbi mömmu hafði alltaf þorsk og grjóna- graut þetta kvöld á sínu heimili. Víða í Noregi helst sú kaþólska venja enn að hafa ekki kjöt á borðum á jólanótt, þótt nú séu liðnar fjórar aldir, síðan lútersk trú gekk þar í garð. En óvenju- legur hátíðablær er yfir öllu. Fólkið kemur að borðinu í sparifötunum, rafljósin eru slökkt, því að á jólanóttina eiga aðeins að brenna blaktandi kertaljós, og þau loga í hverjum krók og kima. Borðið var skreytt blómum, og kertin voru í gömlu, ensku stjökunum, og í kringum þá hafði Thea lagt sveig úr greni- og furugreinum og kornöxum. Og þegar öllu var á botninn hvolft, reyndist grjónagrautur- inn, með sykri og kanelberki og stórum smjörbita á miðjum diski, alls ekki sem verstur. Svo var alltaf í honum ein mandla, og sá sem hana hreppti, átti heilt hamingjuár í vændum. Áður fyrr var venjan sú, að sá er hlaut möndluna, fékk sérstaka jólagjöf. En afi vildi ala börn sín upp í þeim anda að sælla væri að gefa en þiggja og breytti þessu svo, að sú af stúlkunum hans, er hreppti hnossið, skyldi fá að afhenda jólagjafirnar sín- ar á undan hinum. En mamma sagðist ekki geta munað eftir, að þessi fallega hugsun afa gamla hefði nokkum tíma mælst vel fyrir hjá henni sjálfri eða systr- um hennar, svo að hún ákvað, að mandlan skyldi blátt áfram færa eigandanum hamingju á nýja árinu. Og Tulla sat og var svo glöð, að hún skellihló í sífellu, og allir voru glaðir „hennar litlu vegna“, eins og Hans komst að orði. Tullu þótti góður grautur- inn, en þó var enn betra að fá að horfa á kertaljósin og sjá þau flökta og blossa, ef hún blés á þau. Og það var Tulla, sem fyrst hóf höfuðið, hlustaði og sagði: „Ding, dong, ding dong,“... Tulla varð fyrst til að Heyra kirkjuklukkurnar hringja jólin í garð. Og nú tóku allir rauðvíns- glösin og gengu út á stétt. Klukkurnar hljómuðu, og léttur andvarinn bar greinilega hljóðið frá litlu klukkunni í kapellunni á Vingrum hinum megin við stöðuvatnið. Nóttin var stjömubjört, og ljós skein úr hverjum glugga í nágrenninu. Yfir skógi þaktar hæðirnar bar ljósþyrpingar bændabýlanna. Állir stóðu hljóðir, horfðu og hlustuðu. Svo lyftu þeir glösun- um, og hver bauð öðrum gleði- leg jól. Hans svelgdi rauðvínið í einum gúlsopa, eins og það væri beiskasta lyf, því að honum þótti það ærið súrt, þótt ekki vildi hann kannast við annað að vín væri gott. Nú var kominn tími fyrir mömmu að fara niður í dag- stofu og kveikja á jólatrénu. Og þá fyrst hófst nú sjálf hátíðin. Undravert, að alltaf er það jafn hátíðlegt ár eftir ár, hugsaði mamma. Það skíðlogaði á stóra arninum. Kvoðukenndir furu- drumbar snörkuðu í eldinum. Flöktandi rauðri birtu brá á þiljumar, sléttar eins og silki, ef um þær var strokið, og mýktar af elli, og um gamla brúna bókakili með gylltu fölnuðu letri. Kertaljósin frá jólatrénu og tveimur stóru, gömlu stjök- unum, sem einu sinni höfðu staðið úti í kirkju, spegluðust í gluggunum, en úti hjúfraði dökkbrýnd nóttin sig upp að rúðunum. Loftið var þrungið unaðslegum ilmi frá lifandi furugreinum og bræddu vaxi, liljum og rósum. Mamma flutti stólinn til Tullu, og Andrés las jólasöguna fyrir þær. í miðjum lestrinum gerði Neri uppþot, ýlfraði og vældi og heimtaði upp í fangið á Andrési. Aum- ingja hvolpurinn var hræddur við öll þessi undur... Eftirlætis- skepnum er jafnan illa við allar breytingar á daglegum venjum. Báðir kettirnir hurfu úr húsinu um kvöldið. Þeim leist ekki á þessa bliku... Og Neri var sífellt órór. Njörður einn lét sér hvergi bregða. Hann sat bísperrtur hjá körfunni með jólagjöfunum og þefaði forvitnislega af henni. Hann mundi frá fyrri jólum, að í körfunni var pakki til hans, kjötbiti í sósu, og nefið sagði honum, að svo væri enn. Jólagjafirnar í körfunni voru ekki eins margar nú og stundum áður. Frændfólkið í Osló og Stokkhólmi ætlaði að koma með sínar gjafir með sér á ann- an í jólum. Og Andrés hafði fengið nýju skíðin sín snemma um daginn, svo að þau væru tilbúin óðara og skíðafærið kæmi. Loðkápan hennar Tullu og sænski sleðinn áttu ekki heima inni í dagstofu. Dreng- irnir smáþokuðu sér nær körf- unni. Þeim var orðið mál á að afhenda gjafirnar sínar. Hans hafði keypt þrjár litlar myndir, allar eins, af Kristi í jötunni, handa mömmu, Theu og Tullu, og Andrés gaf handavinnuna sína úr skólanum: fuglabúr, bókahillu og grænmálaðan stól. Það var alls ekki svo afleitt, þegar þess var gætt hver smið- urinn var. Andrés hafði orð fyrir að vera óvenjulega klaufskur í höndunum. Á borðinu stóð stóra kopar- skálin, barmafull af hnetum, á- vöxtum og smákökum, öllum sjö tegundunum, sem venja er í Guðbrandsdal að baka fyrir jólin. Mamma hellti miði í gömlu glösin. Engum þótti hann góður, sætur og lím- kenndur, en samt voru engin jól án hans. Að lokum sótti á börnin svefn. Tulla geispaði eins og hún ætlaði að gleypa alla fjölskylduna og var þæg eins og lamb, þegar Thea fór með hana upp í rúmið. Hans hnipraði sig eins og köttur á legubekknum og blundaði. Andrés og mamma sátu ein við eldinn og horfðu á jólatréð. Hvert kertið af öðru brann upp. Ljósin slokknuðu, og þægilegur ilmur af bræddu vaxi og furu fór um stofuna. Eldurinn á arn- inum var orðinn að rauðri glóð, sem smásnarkaði og gnast í. Mamma og Andrés höfðu æf- inlega notið þess að sitja þögul saman við eldinn. Klukkan tíu kom vagninn. Böe ók alltaf sjálfur á aftan- sönginn. Hann sagðist gjarnan vilja gera það á jólanóttina. því að foreldrar hans bjuggu niðri á Hamri, og hann gat skotist inn til þeirra og boðið gleðileg jól, meðan mamma og drengimir voru í kirkjunni. Kapellan á Hamri, helguð heilögum Þorfinni, var stór stofa í Systrasjúkrahúsinu. í kvöld var hún glitrandi í ljósum og stráð blómum. Vinstra meg- in við háaltarið hafði jatan verið sett, og hver maður á Hamri var öruggur um, að það væri fall- egasta jatan í öllum Noregi, ef ekki i öllum kristnum heimi. Ung furutré fylltu hornið, heill norskur skógur. Grænn mosi og bláberjalyng vöfðust um fjár- húskofann, og í þessa iðgrænu ábreiðu var stungið hvítum túlípönum, hyasintum og rauð- um jólarósum. Hver einasta fjölskylda í söfnuðinum hafði sent lifandi blóm til að prýða með jötuna. Fjárhúskofinn var úr hvítum birkistofnum og með hálmþaki. Móðir Fulgentia hafði notað umbúðirnar um messuvínið. Hún var alltaf hag- sýn, blessunin. Stór stjarna skein yfir kofaþakinu, og í skini hennar sýndust María og Jósef, sem krupu við jötuna, og fjár- hirðarnir og konur þeirra, sem komu með ær og lömb til að gefa Maríu, eðlileg og sönn. „Það er hann sjálfur,“ sagði Aagot litla Larsen, sem kraup við hliðina á Hans. „Hver?“ hvíslaði Hans, hrif-

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.