Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Síða 30

Vesturland - 01.12.1986, Síða 30
30 inn og forvitinn. „Jesús, auðvitað. Ég sá hann hreyfa fótinn svolítið rétt áðan.“ „Já, ég held það nú. Það er mesta mildi, ef hann ærist ekki og rekur Maríu mey í gegn með horaunum." „Það þorir hann ekki.“ Mamma og frú Larsen flýttu sér að þagga niður í bömunum, en Móðir Fulgentia, sem sat hjá nunnunum á næsta bekk fyrir framan, sneri sér við og lagði fingurinn á munninn. Hún brosti svo björtu brosi, að augu hennar geisluðu eins og jóla- ljósin, og bömin brostu á móti og hættu hvíslinu. En þegar messunni var lokið, og þeir af söfnuðinum, sem áttu langt heim, sátu að tedrykkju hjá systrunum, sögðu Aagot og Hans hvort í kapp við annað sögur af því, er þau höfðu séð, meðan presturinn las messuna. María mey hafði breitt ábreið- una yfir Jesúbarnið, en það hafði óðara sparkað henni ofan af sér. Hundar hjarðmannanna höfðu snuðrað kringum kofann, og heilagur jósef hafði klappað þeim... Ef til vill hefir bömunum sýnst myndirnar við jötuna hreyfast í blaktandi skini altar- isljósanna. Og þau voru lokkuð til að segja meira og meira, því að systumar voru í essinu sínu og skellihlógu, þó að reglumar bönnuðu allt samtal milli kvöldbæna og morgunmessu. Systir Rogata var svo kímin á svipinn og kyndug í látbragði, að krakkarnir hlupu til hennar og stukku upp í fangið á henni. Systir Rogata átti hvert barn að einkavini. „Það er af því að hún kemur hvergi nærri skólanum,“ sagði Móðir Fulgentia þurrlega. Systir Rogata hjúkraði á augnlækningadeildinni. Klukkan var orðin tvö um nóttina, þegar mamma og drengimir stóðu upp og héldu til fundar við Böe sem beið með vagninn. Og nú gerðist hvert undrið af öðru. Stígurinn var hvítur, þök húsanna hvít, og greinar trjánna markaðar fín- um, hvítum línum. En mjöllin féll svo hægt, að hver slóð hélst um stund svört á fölri jörðinni. En þetta var góður snjór, kornin þétt, hörð og þurr. Þau skullu á rúðum vagnsins eins og léttir, stingandi oddar, er Böe ók af stað. Göturnar í Hamri voru auðar og þögular. Og þegar þau komu út úr þænum, sýndist vegurinn í birtu vagnljósanna eins og hvítt band dregið millum dökkra stofna og ljósra greina skógar- ins. Girðingar, hlið, tré og svefndrukkin smáhýsi skund- uðu framhjá. Ekkert var betra við þessar næturferðir á jólun- um, þótti drengjunum, en viss- an um það, að þeir væru einir á ferli og úti í vagni, meðan allir aðrir sváfu allt í kringum vatn- ið. Allt í einu stökk elgur út úr skóginum. Hann hljóp spölkom á undan vagninum. Ljósin féllu á hann, svo að næstum mátti greina hvert hár á grábrúnum feldinum og hverja grein á klofnum homunum. Én þegar mamma sneri sér við og ætlaði að benda drengjunum á hann, sátu þeir eins og myndastyttur í aftursætinu og steinsváfu. Drífan, sem þyrlast hafði æ ákafar um rúður vagnsins, breyttist nú í stórar, fjaðurlaga flygsur, og snjókoman óx óðum. Thea stóð við hliðið og hélt því opnu, meðan ekið var í gegn. Hundamir þekktu vagninn hans Böe á hljóðinu og sögðu frá honum, löngu áður en til hans sást. Nú tóku þeir á rás á móti honum geltu upp í loftið, veltu sér í snjónum og sleiktu hann með lafandi tungum. Syfjaðir drengimir bröltu út úr vagninum og sáu, að nú voru jól í Noregi. Gleðin var þess vegna tvöföld að setjast að þorðinu, sem beið, hlaðið bestu jólakrásum. Erfitt yrði úr því að skera, hvort þetta skyldi kallast kvöld- eða morg- unverður. En í sveitum, sem halda við gömlum venjum, er fyrsti bitinn af jólagrísnum og öllu hinu sælgætinu tekinn ein- hvem tíma milli miðnættis og dögunar. Thea hafði borið á borðið sviðaost, svínsflesk, reykta hreindýrstungu og lifr- arstöppu. Hans, sem aldrei mátti bragða kaffi, fékk nú slatta í bollann sinn og þrjá dropa af brennivíni í glas, svo að hann gæti skálað og boðið gleðileg jól einu sinni enn. Njörður og Neri vom glað- vakandi, og Njörður húkti á afturlöppunum og sníkti i sí- fellu, meðan mamma mataðist. Neri lá í kjöltu Andrésar og hrifsaði öðru hverju bita af diskinum hans. Auðvitað gera ekki nema illa vandir hundar slíkt, en segja verður hverja sögu eins og hún gengur. Og svo er það nú svona, að á jólunum er margt leyft, sem bannað er hversdagslega. Tullu eina vantaði að borð- inu. Henni var betra að sofa í næði. Á morgun, þegar aðrir verða í rúminu, situr Tulla við gluggann. Hún þreytist aldrei á að horfa á stóra fánann blakta við hún. Blærinn breiðir úr honum, svo að blár og hvítur krossinn blikar á dökkrauðum feldinum. Annað veifið hjúfrar hann sig upp að stöngxnni eins og lífi gædd vera. Jafnvel í blæ- kyrru veðri og logndrífu situr Tulla við gluggann eins og trúr varðmaður, horfir og bíður.... Þýtt úr ensku af Brynjólfi Sveinssyni. Óskum starfsfólki okkar á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samstarfið á líðandi ári. c. S fí r Oskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. HRÖNN HF. ÍSAFIRÐI ÚTVEGSMWKJ ÍSyVWD- tstraíaráaE) á áaas*aaii>a Gleðileg jól, heillaríkt komandi ár. fCjMW Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líðar^^fe SIGGA ÞRASTAR Hárgreiðslu- og Ijósastofa Mjallargötu 5, sími 4442 Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegrar jólahátíðar Gleðileg jól, farsœlt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. ^ÉÍ||||15r [rtullau^aj og farsældar á komandi ári. Vélsmiðja Steinars Guðmundssonar Flateyri Gleðileg jól, heillaríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sjómannastofan, ísafirði Pólarvideó, ísafirði

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.