Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 5
fyrst og fremst sem íþrótt, sjálfum sér
til mestrar ánægju. Að þessu býr Þverá
um ótal mörg ár meðan hún er í góðra
manna höndum, er skilja gildi stang-
veiðinnar.
Ég efast um að lax taki betur í nokk-
urri á en Þverá. Það má því segja með
sanni að erfiði það „borgi“ sig oftast
nær að ríða meðfram henni til veiða,
frá efstu bæjum í byggð fram á öræfi
íslenzkra fjalla.
Þú verður nú, lesandi góður, að
bregða þér í ferðalag með okkur Brún
gamla, sem þekkir alla hyljina í ánni,
og reyna að gera þér grein fyrir því af
frásögn okkar, hvernig „þessi elfa“ lít-
ur út og hvernig þér muni lítast á
hana. En ég get sagt þér það alveg fyr-
irfram, að lítist þér ekki vel á hana,
þá er það ekki henni að kenna, heldur
þeim sem frá segir, því að það sama
gildir um Þverá og allar laxveiðiár.
Þær kynna sig bezt sjálfar.
En það er enginn leikur að átta sig
á því „hvar skal byrja“, eða „hvar
skal standa“ hjá svona langri á.
Finnst þér það ekki?
Við skulum nú hugsa okkur að við
séum staddir uppi á Tvídægru, á „vega-
mótum Norður- og Suðurlands" ef svo
mætti að orði komast, þar sem Þverá
og Langavatnskvísl sameinast og
renna út í Svartastokk. Hér heitir í
Störum.
Þetta er árla dags, um sjö leytið.
Svartistokkur er efsti veiðistaðurinn
í Þverá. Það er engin sérstakur sælu-
vegur, sem við eigum eftir að fara.
Mestmegnis yfir mela, eggjagrjót og
móa og svo ein og ein kelda innan um.
Brúnn gamli bítur döggvott kosta-
mikið grasið á bakkanum og unir sér
vel.
Útsýnið úr Störum er heillandi. „ís-
\
-----Og þá s\ulum við reyna a<5 renna
i Rauðabergshyl-----
kaldur Eiríksjökull“ blasir við sjónum
manns í allri sinni tign, sveittur undan
geislum morgunsólarinnar.
Ljósgrá dalalæða liggur á drögun-
um til suðurs og spáir góðum degi.
Auðn og tóm íslenzkra öræfa á hér
heimalönd í allar áttir. Þó er kjarn-
mikill valllendisgróður innan um
auðnina ásamt startjörnum, fífusund-
um og glitrandi grasflákum. Héðan er
ekki nema fárra rasta ferð til upptaka
Miðfjarðarár.
Svartistokkur er viðkvæmur hylur
— hrygningaland laxanna. Réttast væri
því og mannlegast að banna þar alla
veiði, enda býður áin ótal önnur tæki-
færi, veiðimanninum miklu kærkomn-
ari. —
Áin er þarna vatnslítil. Botninn er
moldarborinn og leirkenndur svo að
hylurinn gruggast ört ef lax þýtur um
hann á færi. Lax er þarna jafnan í mik-
illi mergð og tekur gráðugt.
Örgrannt er ekki um, að á stundum
heimsæki „stokkinn", um lágnættið,
miður velkomnir og því síður boðnir
veiðigarpar með net sín, og geri hin al-
varlegustu spjöll í þessu yfrirheitna
friðlandi lónbúans.
3