Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 6

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 6
Lagt af stað frá Víghól fram á ,,fjöllin *-------------------- Það er til marks um gönguhraða lax- ins í Þverá, að nýrunnin lúsugur lax hefur fengizt úr Svarastokki. Og munu þó vera um 40 rastir þaðan til óss ár- innar í Hvítá. Brúnn lygnir til okkar dreymandi hrossaugum sínum. Hann er búinn að fá kviðfylli sína og vill leggja af stað. Eftir fjórðungs stundar reið er stig- ið af baki við Langadrátt, en þó munu nokkrir veiðistaðir í ánni milli fyrr- nefndra hylja að kunnugra sögn. Langidráttur er lítill en þokkalegur strengur, sem getur ekki talizt skemmtilegur veiðistaður vegna þess, hve vatnið er þar oftast nær lítið og grunnt. Mat þetta miðast alls ekki við veiðisæld, því að Langidráttur gefui vanalega góða veiði, heldur við íþrócrn- legt sjónarmið á stangaveiði. — Þirna þarf engin köst, því að áin er varla meira en stangarlengd á breidd, nema aðeins neðst í strengnum. Ehígan fer vel í Langadrætti, enda truflar afæt- an hana minna en maðkinn. Enn er farið á bak og nú riðið yfir sandborna mela og grjót, því að lí't er um gróður. Þarna er fu> ið beint aí aug- um niður melana en ekki me'Sfiam ánni, sem rennur til suðurs en beygir síðan til vesturs. Hjá NeðsUi-Störum er aftur komið að Þverá og stigið baki. Neðstu-Starir eru raunverulega þri- skiptar. Djúpir pollar, hægur straum- ur með hverfandi líðandi öldum vindur sig milli stórra steina. Sér maður þir löngum laxinn „kafa“ og skvetta scr. Þarna „stanzar“ laxinn eftir lauga og erfiða göngu yfir grynningar og eyrar. Áin rennur hér í niðurgröfnum farvegi og er fagurt að horfa héðan til jökla. Nú er þér það að segja, að héðan og niður að Aquarium er fátt um veiði- Staði. Áin er á þessum kafla grunn og fellur lítt í strengjum eða hyljum. Við nemum þó staðar við Gunnarsholu, um það bil 20 mínútna reið frá Störunum. Gunnar Kvaran, stórkaupmaður dró þarna fyrstur manna lax, að því er sög- ur herma, og síðan er staðurinn heit- inn eftir honum. Oft hef ég séð „klógulan“ örn sitja á klöppinni yfir holunni og heyrt hann hlakka yfir bráð sinni, enda var „sá gamli“ sýnilega slyngur veiðimaður. Manstu eftir sögunni, sem Jóhann Sigurjónsson lætur Arnes í Fjallá-Eyv- indi segja um það, hvers vegna laxarn- ir gangi í árnar. Viltu heyra hana? Hún er svona: „Það var einu sinni að vorlagi, að fuglarnir urðu bjargþrota. Þá stefndu þeir til þings. Örninn, æðsti höfðing- inn, skipaði hverjum þeim, sem vissi úrræði, að gefa sig fram. Dauðaþögn. Loksins tók snjóuglan til máls. Hún þóttist sjá ráð. En því urðu fuglarnir að lofa að þegja, þangað til hún gæfi þeim tákn. Þessu lofuðu þeir — flugu hver til sinna heimkynna og biðu á- tekta. Þegar uglan var orðin ein, flaug hún af stað. Hún kom 1 djúpan dal, á féll eftir dalnum — á einum stað rann hún í þröngum gljúfrum. Þar bjó örn- 4

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.