Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 7
inn. Uglan flaug upp með ánni, alla
leið inn í dalbotn. Þar settist hún á
háan tind, alnsjóvgaðan, og hóf seiðinn.
Hún baðaði vængjunum og vældi —
bar sig eins- og hún barmaði sér. En
það var eintóm forneskja. Skömmu
seinna sáu fuglarnir, sem bjuggu næst
árósnum, bláan ugga skera vatnið. Þeir
sáu ótal ugga. Það hlaut að vera
heil ganga. Það glampaði á spegilfög-
ur bökin. Þetta var í fyrsta skipti, að
laxarnir gengu í nokkra á. Fuglarnir
áttu bágt með að stilla sig. Laxarnir
gengu lengra og lengra upp ána. Foss-
ar og hringiður heftu ekki för þeirra.
Inni í dalnum var áin svo grunn að
þeir urðu að stökkva yfir steina og
flúðir. Þeir hrufluðu sig og hreistrið
straukst af þeim. Vafalaust hefði ugl-
unni heppnazt seiðurinn og laxarnir
hlaupið á þurrt land, hefði örninn ekki
gleymt sér. Hann sat á háum kletti og
velti fyrir sér, hvað uglan mundi haf-
ast að. Allt í einu sá hann glampa á
eitthvað niðri í gljúfrunum. Hann depl-
aði augunum og kreppti gular klærnar.
Silfurfagur lax stökk. Örninn lyfti
vængjunum. Ha, ha, gall hann svo hátt,
að undir tók 1 klettunum, og í sömu
andránni hreppti hann bráðina. Þá
sprakk uglan á seiðnum og laxarnir
leistust af töfrum. Þeir ráku upp stór
augu. Einn þeirra stakk forvitnum og
eineygðum haus upp úr vatninu.
Hann hafði nuddað af sér lýsnar og
fannst hann vera búinn að kasta elli-
belgnum. Hér er gott að vera, sögðu
laxamir, lögðust niður á milli stein-
anna og létu vatnið streyma inn og út
um tálknin. Síðan hafa þeir allt til
þessa dags gengið í árnar á hverju
vori“.
-----------Og svo skaltu heldur ekki
láta þér bregða, þó að lágfóta gaggi á
KomiS hsim a8 Víghól. VeiSin te\in úr töskunum.
þig norðan af melnum. Hún á greni
uppi 1 brúnunum, sem Andrés á Síðu-
múla heimsækir á hverju vori.
Nú lötrar Brúnn gamli út úr götunni,
hægt, niður að ánni. Þarna er snotur
hylur, sem hann ekki mátti fram hjá
fara. Það er „Einar Pé“, rétt fyrir of-
an Aquarium. Einar Pétursson, stór-
kaupmaður, lenti einu sinni þarna í
„rosaveiði". Og þú skilur það náttúru-
lega, að í þakklætisskyni gaf hann
hylnum nafn sitt.
Hér lýkur — ef svo mætti að orði
kveða, —- öræfunum við Þverá og sá
kafli árinnar tekur við, sem almennt
er stundaður af veiðimönnum, sem á
Vighól dveljast.
Aquarium er stór og lygn hylur. Áin
rennur út í hann í tveim smákvíslum.
Tíðast er að laxinn liggi á strauma-
mótum kvíslanna. Sunnan og vestan-
vert við hylinn rís allhátt bjarg og er
oft gaman í góðu skyggni að horfa á
lónbúana í tugatali í hylnum. Aquar-
ium gefur oft góða veiði, en ekki verð-
ur mælt með honum sem skemmtileg-
um veiðistað, og fer fluga þar ekki vel,
enda fátítt að lax taki þar flugu. Hins-
vegar er þægilegt fyrir þá, sem trúa
5