Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Síða 9

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Síða 9
Bykkja er djúpur og langur hylur und- ir bergi norðan megin árinnar. Gefur hann oft væna laxa. En Neðri-Rauða- bergshylur ber þó af þeim öllum eins og gull af eir. Þessi hylur er allt í senn einhver fallegasti, fjölbreyttasti og fengsælasti hylurinn í Þverá. Hann er svo fallegur, að það mun leitun að öðrum fallegri veiðistað í ekki stærri á en Þverá er — ég held satt að segja að fullyrða megi að hann sé ekki til. Bergið sunnan hylsins varpar oft á tíðum rauðleitum bjarma á vatnsflöt- inn, en grænblá skuggsjá gjárinnar í miðjum hylnum ofanvert, myndar skemtilega litaandstæðu við rauðaberg- ið og silfurhvítan úðafoss, sem fram úr því fellur eins og mjór silkiþráður til- sýndar. Hylurinn er breiður og djúpur, og kasta þarf bæði langt og nákvæmt og laxinn hefur nóg svigrúm til að ,hlaupa‘ á eftir agninu. í þessum hyl á maðkurinn engan rétt á sér. Flugan á hér óðul, drottning í dýrðlegu ríki lónbúans. Hér opnast Gilsbakkaeyrarnar sjón- um manns og í fjarska hæðar- og hlíð- ardrögin ofan við Víghól. Allt í einu heyrir þú háreysti mikla. Það er stóðið, sem bregður á leik í fjarska. Brúnn sperrir eyrun rétt and- artak. Það er aðeins snögvast. Svo læt- ur hann hausinn drúpa og fitlar með flipanum við iðjagrænt gras á hárri þúfu. Hann lygnir augunum en fyrir hugskotssjónum hans svífa myndir löngu liðins tíma þegar hann var tvæ- vetur og fallegasti folinn í stóðinu á ,,Eyrunum“. Þegar hann fann á sig veður geystist hann um grundirnar, jós og frat og hrein við. — En nú er Brúnn hrifinn brott frá draumum sínum og ennþá höldum við niður að ánni. Við ríðum yfir hana rétt neðan við hylinn og næst komum við að Kodda, fallégum hyl, sem gefst misjafnlega frá ári til árs. Þá eru Sels- strengir, beint niður af Gilsbakkasel- inu, sem er 1 hlíðinni norðanvert ár- innar, efst á Eyrunum. í bugðunni undir bakkanum, þar sem áin rennur lengst til suðurs á Eyr- unum eru Svörtu steinar. Auðþekktur staður af umhverfinu. Rétt neðan við Svörtusteina var einu sinni veiðistað- ur, sem hét „Stóri laxinn“. Hafði þar veiðst mjög vænn lax. En þessi staður er ekki lengur til. Áin hefur með breytingum á rennsli sínu, gert hann að engu. Næstur er Péturspollur, þá Svarta kindur, rétt ofan við Sigurðar- hyl, sem mun vera einna mestur hylja á Eyrunum. Gefur hann oft góða veiði. Neðar taka við Olivia og Svanahylur, en þar veiddi Ingimar Ingimarsson (Brynjólfssonar stórkaupm.) 34 punda lax sumarið 1942. Þá er Ebbys-run, Möggustrengur og Ingimarsstrengur auk ótal annarra smærri veiðistaða á Eyrum, sem ógerningur væri að til- greinar alla. Möggustrengur er mestur, beztur og fallegastur veiðistaða á Eyrunum, enda einhver langbezti veiðistaður árinnar. Straumfallið er fallegt og mjög ákjós- anlegt fyrir flugu, enda fer hún þar prýðilega. Ef þú átt kost á að veiða í Möggustreng, ættirðu aldrei að nota þar annað en flugu. Á Eyrunum rennur áin víða í kvísl- um og eru því veiðistaðirnir einkum þar, sem allt vatn árinnar fer saman. Hér er „vítt til veggja“ á alla vegu en landslag ekki bratt, heldur „aðeins mismunandi flatt“. Við Ingimarsstreng, öðru nafni 7 L

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.