Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 11

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 11
Græni hylur er skammt neðan við Víghól, undir háa bakkanum norðan megin árinnar. Bregst hann til beggja vona. Er stundum ágætur, stundum af- leitur. Nokkru neðar fellur áin enn um gljúfur, sem eru mjög djúp og brött. Eru það fáir veiðistaðir, heldur léleg- ir, enda ekki mikið stundaðir. Hillpcrt er þar efstur hylja, en á milli hans og Prinsessanna tveggja, efri og neðri, eru tveir snotrir strengir. Nokkru neðar eru Eyjólfsflúðir. Eyjólfur í Mjólkurfélag- inu er víst eini maðurinn, sem veit ná- kvæmlega hvar sá veiðistaður er. Það er erfitt að veiða þennan kafla árinn- ar og alls ekki farandi með hesta. J>ú verður því að láta þér nægja að horfa á hyljina frá gljúfrabrúninni meðan við erum á þessari yfirreið, en næst þegar þú átt leið þarna um skaltu ferðast á þínum tveim, og reyna hylj- ina. Um fjórðungs stundar reið frá Víg- hól komum við að Gorgemouth. Er það mikill hylur, sem oft gefur góða veiði, en ekki er hann skemmtilegur. Beztur fyrir maðkadorgara. Hann er rétt of- an við hátt og bratt malar- og klappar- horn, en rétt neðan við hornið er hinn frægi og fallegi Hornhylur, sérstaklega ákjósanlegur fluguhylur. Hann er kunnur fyrir fiskisæld og svo er einnig um Hambró sem er um 500 metrum neðar. Hann er þó hvergi nærri eins glæsilegur og Hornhylur. Fimm-strengir verða næstir á leið okkar, fállegir í freyðandi sinni, fimm í röð, hverir við annan. Næst efsti strengurinn hefur löngum þótt einna fengsælastur. Neðan við Fimm-strengi erum við komnir að kafla í ánni, sem mjög lítið er veiddur. Á það rót sína að rekja til þess, að áin fellur hér mjög þröngt og mest megnis í djúpum og straumlitlum •ryljum, sem illt er að komast að. Við ríðum því yfir ána við Fimm-strengi og niður með henni að norðanverðu um Örnólfsdalsskóginn. Hér er fagurt og hlýlegt, og bersýnilega ágætt berja- land. Við höldum niður að ánni að nýju við Valkyrju, hylur, sem er rétt neð- an við Broken-bridge, en þar virðist einu sinni hafa verið klapparbrú yfir ána, líkast sem áin hafi brotizt í gegn um feykna mikið og hátt berg, en und- ir er djúpur grængolandi hylur Hvor- ugur þessara staða telst góður til veiða. Næstur er svo Galti, djúpur hylur og all mikill, en þar veiddi frú Stella Andrésson 30 punda hryggnu um mið- sumar 1941. Nokkru neðar er Víkingui, Fúsi og Klettsfljótið, en þar rennur áin að nýju inn í gljúfur. Víkingur er þessara hylja fegurstur og ber nafn með renTu. Hér standa efstu byggðu bólin víð Þverá, sín hvoru megin árinnar. Sel- hagi að sunnan en Örnólfsdalur að norðan. Þaðan fá Víghólsmenn egg og mjólk, en hesta léða hjá Ingvan á Sel- haga og reyktan lax keyptan. í gljúfrunum neðan við Klettsfljótið er lítið um veiðistaði. Má reyndar með sanni segja að einungis einn staður sé þar veiðandi, en það er hinn glæsilegi Múlahylur neðst í gljúfrunum, áður cn áin breiðist fram á Norðtungueyrarn- ar. Hér blasa við manni bæjarhúsin i Norðutungu, hvít með rauðu þaki. Þangað höldum við í kvöld og þiggjum hina alkunnu gestrisni húsfreyjunnar, en hún tekur jafnan vel á móti Þverár- veiðimönnum, sem öðrum. Ég þarf þó að sýna þér fallegan 9

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.