Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 15

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 15
Gullárlaxinn Hann kom silfurgljáandi upp að strönd- inni, langt utan úr djúpinu. — Þetta var um miðjan maí. Hafið lá spegilslétt svo langt sem aug- að eygði, en lotulöng undiraldan þokað- ist letilega og hægt upp í fjöruborðið. Gullárlaxinn gægðist upp úr sjónum úti á miðjum flóa, og horfði inn til lands- ins. Hann sá blómlegt hérað í vorskrúði. „Garnan hlýtur að vera að gista þetta land“, sagði hann við sjálfan sig, og svo stakk hann sér á kaf niður í saltblátt djúpið. Tveggja ára hafði hann synt burtu iir Gullárósi — heldur mjósleginn og renglu- legur með svolitlar rauðar dröfnur á blökkum ,,vatnafötunum“. — Frá þeim stærsti lax sem veiðst hefur í Þverá fékkst úr Lundahyl. Englendingur dró þann „stóra“. Lundahylur hefur ekki reynzt vel í sumar, en um hann gildir hið sama og flesta aðra hylji í Þverá, að áraskipti er að veiðisæld þeirra. Þeir félagar tjá sig nú ekki munu frekari frásögn geta látið í té um þenn- an kafla Stóru-Þverár, þar sem Lunda- hylur sé raunverulega neðsti veiðihyl- ur árinnar. En þeir biðja Veiðimanninn að flytja öllum þeim Borgfirðingum, sem hlut eiga að máli um Þverá, kveðjur sínar og þakkir fyrir góða kynningu fyrr og síðar. Veiðimaðurinn endurtekur þakkir sínar til Hallgríms og Magnúsar fyrir fróðlegar upplýsingar og þann skerf, sem þeir hafa lagt til þess að kynna veiðimönnum þessa víðfrægu laxá: Stóru-Þverá. tíma voru liðin fjögur ár. Nú var hann orðinn fullorðinn fiskur, sílspikaður og silfurfagur, og í staðinn fyrir gömlu, rauðu dröfnurnar voru komm á silfurklæðin ót- al x í blágrænum lit úthafsins. Hann fór einförum. — Skapgerð hans bægði honum frá laxatorfunum, sem nálg- uðust landið á hverju vori. Þeir voru líka flestir hverjir miklu minni en hann, og hjá þeim gat hann eðlilega ekki fundið neitt traust til samferðar eða fróðleiks. Gullárlaxinn þræddi álinn, sem lá inn miðjan flóann. Það var ekki vegna rat- vísi, eða þess, að hann þekkti umhverf- ið, steina, sandrif og klappir eða þörug skerin, sem hann stefndi beint á ós Gull- ár, heldur vegna meðfæddrar eðliskennd- ar og dulrænnar ratvísi. Eftir því sem hann nálgaðist ósinn kenndi meir og meir mismunar vatnsins um leið og salta vatnið fór minnkandi. Honum fannst þetta óþægilegt fyrst { stað, en samt sem áður var eitthvað svo óvanalega kitlandi við þetta nýja og ferska vatn. Það bar með sér ilm af alls konar gróðri og góðgæti, fyrirheit um eitthvað hressandi og vekjandi, þrá eft- ir ævintýri einhvers staðar langt í burtu frá ströndum hins víðfeðma hafs. Hann þaut ýmist upp í ósinn á Gullá eða hann skauzt sem ör út í miðjan flóa, þar sem vatnið var þrungið seltu. Svona lék hann sér nokkra daga meðan hann vandi sig bergvatninu. Og svo rann upp sá dagur, þegar ferska vatnið hafði sigrazt á saltvatninu og eðlishvatir Gullárlaxins yfirbuguðu leik og hik. Hann renndi sér upp ósinn, inn í gegn um lónið og upp undir fossinn, sem féll fram af bergsnösinni, um það bil mílu vegar frá ströndinni. Fossinn var kvikur af kynbræðrum hans, sem allir voru á sömu leið. Þeir 13

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.