Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 16

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 16
stukku upp í strauminn, upp í hvítfreyð- andi öldur fossins. Sumir hurfu upp yf- ir brúnina, aðrir ultu niður í beljandi hringiðuna og syntu út undir bergið, þar sem Gullárlctxinn lá öruggur og kastaði mæðinni eftir fyrsta sprettinn. Þetta Vcir um hádegisbil. Á nóni skein sólin beint upp af fossbrúninni og varpaði gullnum geislum sínum ofan á Fosshyl- inn. Þá fór Gullárlaxinn af stað. Hann synti nokkura hringi í hylnum og svo flaug hann með feikna stökki upp yfir foss- brúnina í sólarátt. Ekkert gat stöðvað þennan sporðhvata og stælta lónbúa, fegurstan allra, kjörinn foringja laxanna í Gullá. Undir sólar- lag lauk þessari daggöngu hans í Urðar- hyl, um 8 mílur frá ósnum. Þá nuddaði hann sér utan í hraunbrúnirnar í botnin- um og alltaf fækkaði sjávarlúsinni, en brátt myndi hún horfin með öllu. Hið krystallstæra vatn leið um tálkn hans og hin ljúfa kennd vellíðunar og fyrirheit um ævintýrið og vonirnar í Gullá, streymdu um hann sem órjúfandi magn lífsins og gleðinnar. En nú gerði önnur kennd vart við sig. Þráin eftir ferðafélaga. — Undir morgunmálið, daginn eftir, var Gullárlaxinn búinn að eignazt vin og fé- laga, sem stefndi að sama marki og hann sjálfur. Hún tifaði uggunum hæversklega í djúpinu undir urðinni, en hann sveimaði eins og vörður í kring um hana. Hver af kynbræðrum hans, sem nálgaðist, varð að skilja, að hún var honum heilög, og að hann myndi berjast fyrir hana og hrekja hvern þann á flótta, er fyndi sig svo djarf- an að nálgast hana um of. Þau voru nú búin að dvelja í Gullá mánaðar tíma. Silfurblæjan á hreistrum þeirra var tekin að dofna og móleit hula komin í staðinn. Gullárlaxinn var orðinn dökkur á kinnarnar, rauðbleik slikja kom- in á uggana og neðri gómurinn vaxinn fram í gríðarmikinn krók. Hann var orð- inn ygldur á brá og augun hvöss, nokkuð orðinn mjósleginn, en vöxturinn og yfir- bragðið hið sama að öðru leyti. Þau höfðu synt hlið við hlið upp eftir ánni, gegn um hylji og strengi, og stokk- ið fossa og flúðir. Oft höfðu þau brugð- ið á leik þar sem straumkastið var þeim í vil, rennt sér upp á yfirborðið og gripið flugu, sem þar suðaði. Eða að þau þutu sem elding eftir hyljunum og skvettu sér með lágum stökkum upp í strengina. Lífið var svo dásamlegt, ævintýrið framundan svo fagurt, en að baki var end- urskin djúpsins, þar sem þau uxu og urðu að fullvöxnum, fögrum löxum. Það var komið fram yfir miðjan ágúst, þegar þau renndu sér hlið við hlið upp í efsta hylinn í Gullá, stóran, djúpan og lygnan hyl, með hrjúfum malarbotni og svalandi skugga af Hringbjarginú, sem umlukti hálfan hylinn. Þau voru komin í fyrirheitna landið, Paradísina, þar sem ævintýrið átti að ske. Um miðaftansbil, daginn er þau komu upp í Bjarghyl, gerði norðanrok með kulda og þungbúnum skýjum, sem héngu eins og tötrar á kolbláum himninum. Vatsborðið á Bjarghyl ýfðist í öldutoppa, þar sem straumur og stormur mættust. Það fór einhver undarlegur hrollur um Gullárlaxinn þar sem hann lá út undir bjarginu, einhver ókyrð, sultarkerind til- finning. Hið sama gilti hana, sem lá síðkviða við hlið hans. Þau syntu ótal hringi um hylinn. Allt í einu bar skugga á vatnsborðið þar sem strengurinn endaði í hægum hringstraumi úti í djúpinu. Þetta var suðandi fluga, 14

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.