Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 19

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 19
gljúfrunum, þó víða sé fremur erfið að- staða til veiða vegna gljúfranna. Hér að framan hefur þá verið getið helztu vatna, er í Norðurá falla á þessu svæði. Það er því augljóst, að Norðurá eykst stöðugt ásmegin og verður tígu- legt vatnsfall, því neðar sem dregur í N or ðurárdalinn. Á svæðinu frá Króksfossi að Glanna eru margir prýðilegir veiðistaðir. Króks- hylur hefur fram til þessa verið talinn endastöð veiðistaða í Norðurá. Það er djúpur hylur og góðir strengir eru einn- ig ofan vert við hann. Dálítið mun hafa veiðzst þar í seinni tíð. Undan Háreks- stöðum eru smákvarnir, sem veiðzt hef- ur dálítið í. Úr því eru lítið þekktir veiði- staðir, þar til er niður hjá Hól kemur, en þar undan bænum er stór hylur, er Hólshylur nefnist. Að vísu eru víða smá- hyljir á svæðinu frá Háreksstöðum að Hóli og góðir möguleikar á laxveiði þar, einkum þegar laxganga verður meiri þar efra. í Hólshyl er oft allmikið af laxi og hefur veiðzt þar allvel. Undan Hreimsstöðum eru tveir hylj- ir, sem eru góðir veiðistaðir, líklega þeir jafnbeztu þar fram í dalnum. Neðri hyl- urinn er alldjúpur og nokkuð stór og liggur oft mikill fiskur í honum. Efri hylurinn er nokkuð breytilegur frá ári til árs og tekur lax venjulega betur í þeim hyl. Svo nefnd Þrengsli taka nú við og er lítið um merka veiðistaði þar að ræða og ekki fyrr en kemur á móts við Skarðs- hamra. Úr því kemur hver smáhylurinn af öðrum, einkum þar sem ármót Bjarna- dalsár og Norðurár eru. Sá hængur er þó allvíða á, að lítill straumur er og víða moldar- og grashnausar í hyljunum, er valda festum. Smáir strengir eru þó undan mynni Karlsdals. Niður hjá Glits- stöðum eru einnig smá hyljir, en engir sérstaklega orðlagðir veiðistaðir. Norðurá hvíslast þar neðra í dalnum og myndar hólma, Desey, Hrauney og smærri hólma. Vestasta kvíslin, ofan við Desey, er nærri alveg þurr í þurrkum. Mið-kvíslin, neðan við Desey, er all vatnsmikil og má telja aðalkvísl. Fellur hún vestur í efri kvíslina, sem þá hef- ur sameinazt áður vestustu grein Bjarna- dalsár, er féll niður með Hvassafelli og áður var getið. Sameinuð kvíslin fellur nú 1 hraun- þrengslum, dálítið neðan við Brekku- bæ. Þar eru kallaðir Hraunbollar og er oft nokkur veiði í þeim og sæmilegt að veiða þar á flugu, því að góður straumur er þar. Úr þessu eru aðeins smápyttir með strengjum á milli, sem að vísu má veiða í, þegar áin er sæmilega vatns- mikil. Þó er rétt ofan við Glanna all- djúpur hylur og efst í honum fiskilegur strengur, en hann er ákaflega stórgrýtt- ur, svo að mikil hætta er á, að fiskur slíti eða rífi þar úr sér. Ekki er efa blandið, að lax hefur auk- izt mjög á svæðinu frá Króksfossi að Glanna, síðan Glanni var sprengdur. Gætt hefur verið að veiða þar ekki um of. Auk þessa hefur verið starfrækt klakstöð hjá Hvassafelli, en um árangur þess starfs er ekki kunnugt ennþá. III. Frá Glanna að Laxfossi. Á svæðinu frá Glanna að Laxfossi falla margar smásprænur og stærri læk- ir í Norðurá undan Brókarhrauni. Enn- fremur fellur Hrauná úr Hreðavatni meðfram Brókarhraunsröndinni að vest- an og í Norðurá skammt fyrir ofan Lax- foss. Hrauná er lítil spræna, en þó hef- ur lax sézt í henni 1 haustflóðum. Telja 17

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.