Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 20

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Qupperneq 20
V ið veiðimannahúsið hjá Laxfossi í Norðurá. má, að úr því að niður fyrir Glanna er komið hefjist aðalveiðisvæðið í Norður- á. Glanni (Gleinarfoss) fellur aðallega um tvær bergsillur og eru skálar í berg- ið á báðum sillunum, sem Ker eru köll- uð. Efri sillan er aðallega að sunnan verðu og er í henni svonefnt Gilsbakka- ker, en það var eign Gilsbakkakirkju frá gamalli tíð, en síðar keypt af kirkjunni aftur undir jörðina, sem kerið uppruna- lega tilheyrði. I keri þessu má oft sjá röð víð röð af laxi, þar sem hann hvílir sig til næstu og síðustu atlögu við að klífa fossinn. Eftir að fossbrún- in var lækkuð, hefur orðið auðveldara fyrir laxinn að brjótast upp úr kerinu. Meginstraumurinn úr kerinu fellur norður á við, en hinn hlutinn með land- inu að sunnanverðu. Verður klofningur um bergsnef á sillunni. Beint neðan uod- ir bergsnefinu er næsta ker, lítið, en all- djúpt, og er hægt að komast að norðan að því keri til stangaveiði. Meðan leyft var að veiða í fossum, var þar hægt um vik fyrir miður innrætta veiðimenn að draga fisk, án þess að beitan væri girnileg. Lægra og nær landi að norðan- verðu er stórt og djúpt ker og fellur lítil spræna af fossbrúninni beint ofan í það. Það ber nafnið Hreða- vatnsker. í flóð- um er oft mikill fiskur í því og var stunduð netaveiði þar, eins og í Gils- bakkakeri. Neðan við Glanna tekur við langur og djúpur hylur niður með berg- inu sem rís lóðrétt marga metra upp (ca 5—10 m.). Hylur þessi er ýmist kallaður Berghylur, eða Svartihylur. Helzt hef- ur veiðzt í honum ofan til í straumkast- inu frá fossinum, en yfirleitt er fiskur tregur þar. Fyrir neðan Berghylinn tekur við Rétt- arhylur af öðrum kallaður Réttarfljót. Það er mjög langur, breiður og djúpur hylur og sést af klettunum oft mikill fiskur í honum. Hann er yfirleitt mjög lygn og því fremur erfitt að veiða í hon- um. Helzt veiðist efst í hylnum og neðst 1 útfallinu. Þar er nokkuð grýtt og festu- hætt, því mikið er af stórgrýti og slýi. Síðari hluta sumars liggur oft mikill fiskur þar í grjótunum. Nokkur hávaði er fyrir neðan síðast nefndan hyl, en brátt tekur við djúpur hylur - niður með og neðan við kletta- nef, er skagar út í ána að sunnanverðu. Hylur þessi heitir Kýrgrófarhylur. Mjög oft er gott til fanga í þessum hyl, bæði efst með berginu og eins neðst í hylnum, en þar er einnig mjög stórgrýtt og festuhætt. Telja má þennan veiðistað einn þann bezta og jafnastan á þessu 18

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.