Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 21
veiðisvæði. Neðan við hylinn tekur við
grýttur strengur og nokkur straumþungi
og kemur oft fyrir, að lax liggur þar í
grjótunum, en erfitt er að fást við hann
þar vegna stórgrýtis, sem þar er
Fyrrnefndur strengur fellur með all-
miklu kasti að bergstapa, sem rís fram í
ána að sunnanverðu og nefndur er
Snoppa. Undir berginu er dálítill hylur,
kallaður Snoppuhylur, eða Veiðilækjar-
kvörn (Rock pool). Lax liggur oft all-
mikið í ofanverðum hyl þessum, eink-
anlega á bergsillufláa við bergið. Er
auðvelt að sjá laxinn ofan af berginu.
Þessi hylur er talinn vera allgóður veiði-
staður.
Neðan við Snoppuhylinn er grunnur
strengur og vel væður, en þetta er mjög
stutt bil og strax fyrir neðan tekur við
mikill, mjög lygn og djúpur hylur og er
áin til að sjá eins og stöðuvatn. Þessi hyl-
ur er almennt nefndur Breiðan. Talsvert
er af silungi í þessum hyl, en lítið hefur
veiðzt af laxi í honum og þá helzt allra
efst, þar sem straumsins gætir mest og
einnig neðst í hylnum, þar sem hann
grynnist og myndar smáeyri. Liggur lax
upp með eyrinni, einkanlega síðari hluta
sumars.
Leirur taka við dálítinn spöl fyrir neð-
an Breiðuna og fara smádýpkandi og
mynda niður undan hrauni hyl nokkurn,
svo nefndan Fytjarhyl. Á útrennsli hyls
ins liggur talsvert oft lax síðarí hluta
sumars, en yfirleitt hefur lítið verið
veitt þar.
Strax fyrir neðan hyl þennan tekur
við hávaði. Fellur áin þar niður gljúfra-
þröng, þar sem á aðra hönd er hátt háls-
rana-klettabelti en á hina höndina — að
norðanverðu — er hraunið. Það gefur
því að skilja, að árbotninn er ekki sem
sléttastur og mætti sannarlega kalla
þetta svæði Leggjarbrjót. í þess stað ber
þetta fisksvæði nafnið Dynjandi, af öðr-
um nefnt Hraunhylur (Lava pool). Tals-
vert góður straumur er allstaðar í
Dynjanda, einkanlega ofantil og prýði-
legt flugusvæði. Ekki er mikið dýpi í
Dynjanda, en dýpkar, er neðar dregur.
Um mitt veiðisvæðið er stór steinn úti
í miðri ánni, er brýtur á, og liggur oft
mikill fiskur umhverfis hann og þó oft-
ar í grjótunum rétt ofan steinsins. Neðst
er erfitt að fást við veiði í Dynjanda,
enda liggur síður fiskur þar en hið efra
í honum.
Dynjanda má telja mjög drjúgt
veiðisvæði, því að sjaldan er þar lax-
laust, og yfirleitt tekur fiskur þar vel,
ef gætilega er farið. En erfitt er að
veiða þar, vegna stórgrýtisins og festu-
hættu.
Sæmilegt vað er fyrir neðan Dynj-
anda, er Ketilbrot er kallað, en stra r
fyrir neðan það tekur við mjóg djúp-
ur hylur, og nefndur er Ketillinn eða
Ketilhylur. Hann er mjög lygn og
sjaldan hefur veiðst lax í þeim hyl.
Hann er sendinn í botninn og talinn
góður riðhylur. Neðantil er hylurinn
líkastur stöðuvatni. Laxfossvað er neð-
an við hyl þenna. Það er mjög grýtt.
Á vaðinu og ofan við það er að haust-
inu oft mjög hægt að fá góði veiði.
Einnig í stórgrýtinu neðan við vaðið.
Að sunnanverðu er alldjupt neðan við
stórgrýtið, allt niður að Laxfossbrún.
Yfirleitt er veiðisvæði það, sem nú
hefur verið lýst, mun betra síðaii hluta
sumars heldur en framan af og reynd-
ist oft engu síðra en veiðisvæðið neð-
an Laxfoss.
IV.
Frá Laxfossi að Hvítá.
Á veiðisvæðinu frá Laxfossi að ós-
um, eða þar sem Norðurá fellur í Hvítá,
19