Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Side 23
verður grýttari, er nær dregur út-
rennsli hylsins. Að norðanverðu eru
sléttar klappir, hallandi að hylnum, en
á kafla, um miðjan hylinn, er djúpur
áll innundir tvær grjótklappir eða
sker, er standa upp úr norður við land-
ið. Neðan við álinn er árbotninn nokk-
uð sléttur að norðanverðu alllangt út,
svo að hægt er að vaða langt frá
landi, en megináll hylsins tekur við
sunnanvert við klapparflötinn, og er
þá vart meira en V3 árbreiddar til lands
að sunnanverðu. Laxinn liggur, í venju-
legri vatnshæð, mest niður með eyrinni
að sunnanverðu og eins niður með klapp
arflatabrún meginálsins að norðan-
verðu, allt upp í litla þverálinn, sem
áður var nefndur. Sé um mikla vatns-
hæð að ræða, flytur laxinn sig meira
til norðurlandsins og liggur þá um-
hverfis fyrrgreind sker og eins á
klappaflötunum neðan skerjanna og
niður með landinu að norðanverðu.
Á eyrinni, sunnan við Gaflhyl, er
tvímælalaust talið bezta veiðisvæði í
Norðurá framan af sumri, meðan lax
er í göngu.. Straumur er mjög þægi-
legur til fluguveiða, gott svigrúm til
að kasta þangað sem laxvon er. Lax
er líka allt sumarið í þessum hyl, svo
að alltaf má búast við góðum tilþrifum
þá og þegar.
Fyrir neðan Gaflhyl tekur við stór-
grýti og talsverður straumur og hefst
þar svonefndur Almenningur, en svo
var þetta veiðisvæði nefnt, að frá ná-
grannabæjunum var dregið þar sam-
eiginlega á og skift afla með sér. Al-
menningurinn er óvíða það djúpur, að
ekki sé hægt að vaða hann, sé áin ekki
í vatnavöxtum. En botninn er ákaflega
ósléttur, stórgrýttur og með klofnings-
klöppum.
Nokkuð neðarlega í Almenningnum
Á ,,Eyrinni" neðan vi8 Laxfoss.
að sunnanverðu er svonefndur Kaupa-
mannapollur. Þar er nokkuð djúpt. Þar
fengu kaupamennirnir í gamla daga að
væta sig við ádráttinn. — Yfirleitt er
mjög gott að veiða að noranverðu um
allan Almenninginn og eins efst og
neðst í honum að sunnanverðu. Laxinn
liggur mikið efst í Almenningnum og
eins við bergsnef, sem liggja þvert
út í Almenninginn eins ogbryggjur
(Tröllagangar). Yfirleitt veiðist mjög
jafnt í Almenningnum og sjaldan mun
þar laxlaust vera.
Frekar má teljast auðvelt að vaða
fyrir neðan Almenninginn á allbreiðu
svæði. Þar fyrir neðan tekur við svo-
nefndur Myrkhylur (Black pool) og er
hann nærri í tvennu lagi. Allmikið
straumkast er efst : hylnum og veldur
því, að þegar flóð er í ánni, liggur lítið
af laxi þar efra en flytur sig í varið, neð
an við bergsyllurnar, sem eru neðan við
efri hluta Myrkhylsins. í meðal vatns-
hæð getur lax gengið þar efra um allan
hylinn og alveg fast upp í straumkast-
inu efst 1 hylnum, því að þar er nokkuð
djúpt, einkanlega að norðvestanverðu.
Bergsillurnar, neðan við efri hluta
Myrkhylsins, eru ákaflega ósléttar og
djúpskoróttar, og er því talsverð hætta
á, að lax rífi úr sér á þeim. Nokkuð
21