Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Síða 24
neðarlega á þeim er stór steinn, sem
er um það bil í miðri á. Lax liggur
mikið umhverfis stéin þenna og þá
einkum neðan við hann. Neðan steins-
ins smá dýpkar og tekur við ákaflega
mikið dýpi, svo að hvergi nærri sést í
botn í góðu skyggni. Að sunnanverðu
við dýpi þetta rís gljúfraveggurinn
snarbrattur með hamrastöllum, og er
ekkert undirlendi að hylnum. Þó er
mögulegt að komast eftir mjórri berg-
sillu niður með hylnum, ef vatnshæð er
ekki mjög mikil. Mörgum mun finnast
það glæfraferð í fyrstu, þar sem grænn
hylurinn er á aðra hönd en á hina ó-
kleift bergið, en þó svo hrufótt, að hægt
er að ná handfestu eftir þörfum.
Myrkhylurinn smá grynnist svo og
taka við talsverðar flúðir. í miklum
flóðum, og einkanlega síðari hluta
sumars, er talsvert af fiski þar og er
auðvelt að veiða að norðanverðu.
Vatnsflaumurinn fellur nú af flúð-
unum neðan við Myrkhyl ofan í all-
djúpan bergstokk, sem þó fljótlega
breikkar, og slær áin sér aftur út. Þar
tekur við svonefndur Litli-Hvararhyl-
ur (Little hotspring-pool). Hann er
hvorki stór né djúpur, en gott flugu-
fljót. Venjulega liggur laxinn mjög
neðarlega í honum, alveg í útfallinu,
þar sem áin fellur ofan í þröngan
klapparstokk, mjög djúpan. — í stór-
grýtinu, sunnanverðu við ána, er tals-
vert heit uppspretta og er mjög auð-
velt að fá sér heitt bað þar á klöppun-
um, ef gigtin af laxdrættinum yrði
mjög svæsin.
Áin fellur nú alllangan spöl í mjó-
um stokk í hvítfyssandi streng og er
hún þar fárra metra breið, en brátt
slær hún sér út í breiðan, lygnan og
mjög djúpan hyl, er ber nafnið Stokk-
hylur (Basin pool). Fremur lítið hefur
verið veitt í þessum hyl og er mér
ekki ljóst hvers vegna, því að lax ligg-
ur þar oft, einkanlega framan af
sumri. Erfitt er að veiða í hylnum,
nema að norðanverðu, því að laxinn
liggur aðallega þeim megin, niður með
landinu.
Aðalstraumurinn úr síðastnefndum
hyl fellur niður með norðurlandinu í
straumhörðum streng og liggur þver-
hníptur gljúfrabergsrani þar fram í ána
að norðanverðu, svo að ekki er hægt að
komast niður með ánni þeim megin,
en við það berg og neðan þess er dá-
lítill hylur, sem kallaður hefur verið
Klapparhylur. Oft má reita þar einn
og einn fisk, en sjaldan liggur þar mik-
ill lax. Mjög er árbotninn stórgrýttur
á þessu svæði og neðan hylsins og sést
oft lax stökkva þar í stórgrýtinu. Að
sunnanverðu við ána streymir sjóðheitt
vatn út úr bergsprungu fast við ána.
Rétt þar fyrir neðan hefst svonefndur
Stóri-Hvararhylur (Big-hotspring-pool).
Hann hefur verið all breytilegur frá
ári til árs ofantil. Til dæmis hefur, nú
síðustu árin, verið djúpur og góður
strengur efst í hylnum, þar sem ég var
vanur, fyrir 10 árum, þegar meðal
vatnshæð var í ánni, að vaða daglega yf
ir. Aðalhylurinn hefst undan bergs-
rana, er skagar út í hylinn að norðan-
verðu og er nokkra metra hár. Ekki
er vætt nú orðið fyrir rana þenna og
er það mikll bagi fyrir þá, sem veiða
að norðanverðu og festa í laxi ofan
við bergið, því að laxinn getur auð-
veldlega strikað langt niður í hyl fyrir
neðan, en engin lína er svo löng, að
dugi hylinn á enda. Fullkomin nauðsyn
er því að setja gangbrú fyrir bergs-
nefið, sem taka mætti upp á hverju
hausti að veiðitíma loknum.
Stóri-Hvararhylur er aldrei laxlaus.
22