Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Side 25
segja þeir sem fróðir eru.. Svo mikið er
víst, að drjúg er oft veiðin úr honum
og veiðist aðallega bezt uppi undir
stórgrýtinu, og eins þar sem brýtur að-
eins á stórum steini úti í miðri ánni,
beint fram undan berginu. Umhverfis
þann stein er oft mikið af laxi. Neð-
an við steininn og við landið að sunn-
anverðu og nokkuð niður með því er
all djúpur áll. Stórlax liggur oft þar
utan í bergsillunum. Hylurinn breiðist
mikið út neðst og grynnist þar á klapp-
arflúðum. í stórflóðum er mjög mikill
lax þar niður á flúðunum einkanlega
við suðurlandið.
Neðan við Stóra-Hvararhyl slær áin
sér út um stórgrýttan gljúfrabotn, þar
sem hvergi eru hyljir, en aðeins smá-
pyttir, sem þó lax liggur oft í, en lítið
hefur þar verið veitt, enda fýsir fáa
að fást við lax þar innan um stór-
grýtið. Svæði þetta er ca. 1. km. á
lengd, en þá tekur við S-löguð beygja
á ánni (S-bend) og er efst í beygjunm
svonefnt Stekkjarfljót. Það er mjög
stórgrýtt ofan til og liggur lax þar oft
mikið uppi undir stórgrýtinu. Hylur-
inn er all djúpur þar niður af. Mjög
er auðvelt að veiða af eyrinni að norð-
anverðu yfir allan hylinn. Talið hef ég
eitt sinn af klettunum að sunnan-
verðu yfir 100 laxa þar í hylnum. Lax
liggur einnig talsvert neðst í hylnum.
Dálítill hávaðastrengur tekur við fyrir
neðan Stekkjarfljótið og rennur áin þar
þröngt, en fljótt slær hún sér út á ný
í smá hyl, er nefndur er Lækjarhylur,
og ber hann nafn af smá-læk, er
rennur í hylinn neðarlega að norðan-
verðu. Fremur lítið veiðist í hyl þess-
um nema þá helzt alveg neðst í honum,
undan læknum. Áin rennur nú í streng,
all straumþungum, í boga og beygir frá
norðri til suðurs. Lax liggur oft í
Vi<5 neðanuerðan Sióra-Hvararhyl (bergraninn sést
s\aga út í ána).
þessum streng, hér og hvar í bergrif-
um, og má þar oft fá góða veiði.
Brátt slær áin sér út á ný og mynd-
ar nú stóran og djúpan hyl, Kálfhyl
(Calf-pool). Efst er mjór, straumharð-
ur strengur, sem er beint áframhald af
strengnum fyrir ofan er fyrr getur.
Lax liggur mikið þar uppi í strengn-
um, einkanlega framan af sumri, en
getur annars legið um allan hylinn, en
erfitt er að fást við veiði í hylnum
nema þá efst og svo neðst, og þá eink-
anlega að norðanverðu. Mikill lax er
venjulega allt sumarið í Kálfhyl og
þar er talið vera jafnbezta veiðisvæð-
ið þar neðra.
Úr þessu er lítið um góða stanga-
veiðistaði í Norðurá. Áin breiðir mjög
mikið úr sér neðan við Kálfhylinn og
rennur straumlygn um stórgrýti, en
ekki hefur verið veitt þar neitt að ráði.
Þar niður af taka við eyrar og flat-
lendi og er þar ágætt vað á Norðurá,
svonefnd Hábrekknavað; sem mjög var
farið í gamla daga. Spölkorn neðan við
23