Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Page 28
Yfirlit yfir laxveiði 1943
Veiðimaðurinn hefur reynt að afla
sér upplýsinga um veiðina í ánum í
sumar ok kann þeim mönnum þakkir,
er látið hafa honum í té vitneskju 1
þessum efnum.
Svo sem kunnugt er, mæla landslög
þannig fyrir, að halda skuli nákvæmar
veiðiskýrslur yfir hverja á. Sumir gera
þetta jafnan af kostgæfni, eins og vera
ber. Aðrir vanrækja þetta hastarlega
og má ekki una við svo búið lengur.
Fróðleikur sá, sem í veiðiskýrslum
felst, er ómetanlegur fyrir rannsóknir
á göngu laxa og silungs, og illt til þess
að vita, ef hann geymist ekki og fellur
í gleymsku.
Hér fer á eftir yfirlit um veiði á þeim
ám, sem veiðiskýrslur hafa verið færð-
ar og Veiðimaðurinn hefur getað aflað
sér upplýsinga um:
1. Elliðaárnar ...........
2. Stóra-Þverá ...........
3. Norðurá ...............
4. Laxá í Suður-Þing......
5. Korpúlfsstaðaá ........
6. Langá .................
7. Miðfjarðará ...........
8. Grímsá ................
9. Straumfjarðará ........
10. Fáskrúð í Dölum .......
11. Laxá í Leirársveit ....
12. Víðidalsá .............
13. Hrútafjarðará .........
14. Hítará ................
15. Gljúfurá ..............
16. Laxá í Dölum (efri hl.) ....
í Laxá í Leirársveit veiddust 212 sjó-
birtingar, alls 299 pund og í Miðfjarð-
ará veiddust 559 bleikjur, sem vógu 2,5
pund að jafnaði, en það er einungis í
þessum tveim ám, sem nákvæmar
skýrslur eru færðar yfir silungsveið-
1569 laxar. Meðalþ. 4.5 pund
918 — — 6 —
742 — — 7,5 -
685 — — 13.2 —
480 — — 4.5 —
410 — — 5.4 —
374 — — 8.4 —
360 — — 9.2 —
280 — 224 — — 8 —
201 — — 8.2 —
200 — — 7.5 —
135 — — 9.2 —
126 — — 7.2 —
100 — — 5 —
110 — — 6 —
ina, eftir því, sem næst verður komizt.
Vonandi stendur þetta til bóta hjá
veiðimönnum að færa ánum allt það til
tekna, sem úr þeim veiðist, hvort held-
ur er lax eða silungur.
Um árnar á Suðurlandsundirlend-
26