Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 8
Sigmundur horfir með velþóknun á veiðina bert), venjulega þríbyggðar og vandaðri en nokkrar laxveiðistengur. Hjólið. Algengast er að nota 7—9 t. hjól, upp í 5 t. breið, með stjörnustilli. Þetta eru voldug verkfæri, þung og sterk. Linan. Talið er að 600 yds. af 120— 150 punda (39—54 þráða) línu sé hæfi- leg lengd. Sú línutegund er hámark þess sverleika, sem nota má, til þess að met fáist viðurkennd (en það eru til Lands- sambönd og Alþjóðasamband í þessari veiðigrein eins og öðrum). Línan er þó ekki sverari en sverustu flugulínur, eða tæplega það. Öngultaumurinn (girnið!) er úr stál- vír, sem er líkastur benslavír, og hafa menn hann mismunandi langan, en hentugast mun vera að hann sé 2—3 yds. Sver sigurnagli er milli taumsins og línunnar. Öngullinn er líkastur stórum lúðu- öngli (túnfiskaöngull). Veiðimaðurinn notar sérstök axlabönd eða n. k. vesti (harness), sem er fest við hjólið, sé það haft ofan á stönginni, en annars í stöng- ina sjálfa. Að lokum spurði ég þá Albert og Sig- mund, hvort nokkur markaður væri fyr- ir hámerina. Töldu þeir góðar líkur til þess, en sögðu að mikið væri undir því komið, að rétt væri farið með hana. Þarf að skera hausinn rétt af og hleypa öllu blóði úr henni strax. Hjá öðrum þjóðum er þetta útflutningsvara, t. d. kaupa ítalir talsvert af henni. Útflutn- ingur Dana í þessari grein nam um 12 millj. króna í ár, eftir því sem blöðin hér sögðu ( haust. Menn á Suðurnesjum hafa lagt há- meralóðir og aflað stundum ágætlega. Á eina lóð. sem á voru 20 önglar, með 6 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.