Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 9
Ferlíkin dregin á land
6—7 faðma millibili, fengust t. d. einu
sinni 16 „merar“. Eitthvað hefur hún
einnig verið veidd á handfæri, og er
þá stundum „sett fast“ meðan verið er
að þreyta hana, en erfitt hlýtur að vera
að „landa“ henni á þann hátt. Talið er
að beztu veiðisvæðin séu kringum rastir.
Ennfremur spurði ég þá félaga, hvort
þeim þætti þetta eins skemmtileg íþrótt
og laxveiði og hvort þeir teldu að hér
gæti orðið um framtíðaríþróttagrein að
ræða.
Sigmundur varð fyrir svörum og sagð-
ist ekki geta lagt hana að jöfnu við lax-
veiðina, nema útbúnaður allur væri full-
kominn, en annars væri það tvennt svo
ólíkt, að um samanburð gæti tæplega
verið að ræða. Hér væri sá kostur, að
ekkert þyrfti að labba, en hinsvegar
væri þetta óstundandi nema í góðu
veðri og kyrrum sjó, en ef tíð væri góð,
gæti þetta orðið ágæt uppbót á veiði-
tímann, því veiðimöguleikar væru a. m.
k. fram í október.
Báðir telja þeir að þessi veiðigrein
geti átt hér framtíð, ef menn geta feng-
ið heppilega báta og annan nauðsyn-
legan útbúnað. Ekki álíta þeir neina
hættu vera veiði þessari samfara, ef veð-
ur er gott og viturlega að öllu farið.
Þung kylfa er höfð til þess að drepa
fiskinn, og verður það að gerast áður
en hann er innbyrtur, en til þess eru
notaðar tvær sterkar ífærur.
Veiðimaðurinn
7