Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Qupperneq 14

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Qupperneq 14
SIGBJORN ARMANN I N MEMORIAM Með Sigbirni Ármann er fallinn í valinn landskunnur forustumaður ís- lenzkrar stangveiði-menningar, enda var hann sí starfandi að þessum áhugamálum sínum til æfiloka. Starfssaga hans í þágu stangveiði-mál- anna er saga af óvenjulegum dugnaði, þrautseigju og vilja til að hrinda í fram- kvæmd þeim verkefnum, sem honum voru hugkær og að skapi. Hann gekkst fyrir stofnun nokkurra stangveiðifélaga, sem öll hafa átt sinn mikilvæga þátt í því, að uppræta ádrátt og netaveiði, en stórauka afkomu ánna, með friðun klaksvæða þeirra og laxaklaki. Enda hefur áhugi landsmanna fyrir stangveiðiíþróttinni aukizt feikna- mikið síðustu árin, og má þakka Sig- birni lieitnum það að talsverðu leyti. Margra ára reynsla hafði fært honum heim sanninn um það, að stangveiðar eru erfiðar og þreytandi og því nauð- synlegt að aðbúnaður allur sé í bezta lagi, ef þær eiga að vera veiðimanninum til yndis og ánægju. Var það því fyrsta verk Sigbjörns heitins, að byggja þægi- lega skála við ár þær, sem hann hafði umráð yfir, og auka á allan hátt þægindi og aðbúnað fyrir veiðimenn- Sigbjörn Armann. ina. Fáum mun vera ljóst, hversu geysi- mikið og tímafrekt starf Sigbjörn innti hér af höndum, bæði fjárhagslega og verklega, með því að hrinda þessum á- hugamálum sínum í framkvæmd. En frábær dugnaður og skapfesta, ásamt samvinnu og aðstoð stangveiðifélaganna, gerðu honum kleift að ná settu marki. Sigbjörn Ármann var ör í skapi en hreinn og beinn og drengur góður, sem mátti ekki vamm sitt vita. Hann dróg aldrei dul á hvar í flokk hann skipaði sér, þjóðarhagur og þjóðarheilí voru stærstu áhugamál hans. Málstað sínum hélt hann 12 VrTf>tM\nrRT\’\:

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.