Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 17
væru umræður frjálsar, ef fulltrúar vildu
segja eitthvað eða bera fiam fyrirspurn-
ir. Tóku þá margir til máls, og þótt skoð-
anir væru skiptar um einstök atriði voru
allir sammála um nauðsyn þess, að stofna
sambandið. Að þeim umræðum loknum
var frumvarpið tekið fyrir, og var það
samþykkt með nokkrum smávægilegum
orðabreytingum. Allmiklar umræður
urðu um 12. gr. frumvarpsins, og var liún
samþykkt með þeim fvrirvara, að stjórn-
in undirbyggi fyrir næsta aðalfund breyt-
ingartill. þess efnis, að tryggt skuli að 2
stjórnarmenn verði jafnan frá félögum
utan Reykjavíkur.
Stofnfélög sambandsins voru þessi:
1. Stangaveiðifélag Akraness, Akranesi.
2. Stangaveiðifélag Borgarness, Borgar-
nesi.
3. Stangveiðifélagið „Fluga“, Rvík.
4. Stangaveiðifélag ísfirðinga, ísafirði.
5. Stangaveiðifélagið ,,Papi“, Rvík.
6. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Rvík.
7. Stangaveiðifélag Sauðárkróks, Sauð-
árkróki.
9. Stangaveiðifélagið ..Stöngin", Rvík.
10. Veiðifélagið „Svalbarðsá", Rvík.
11. Stangavóðifélagið „Uggi“, Rvík.
í stjórn sambandsins voru kjörnir þess-
ir menn:
Formaður:
Sæmundur Stefánsson. Reykjavík.
Meðstjórnendur:
Friðrik Þórðarson Borgarnesi.
Pálmar ísólfsson, Reykjavík.
Egill Sigurðsson, Akranesi.
Víglundur Möller. Reykjavík.
Kosningu sem endurskoðendur hlutu
þeir Björn Björnsson og Ólafur Þorsteins-
son, báðir búsettir í Reykjavík.
Stjórnin hélt fyrsta fund sinn h. 2. nóv.
s.l. og skipti þá með sér verkum. Gjald-
keri er Friðrik Þórðarson, ritari Víglund-
ur Möller og meðstjórnendur Egill Sig-
ursson og Pálmar ísólfsson.
Ákveðið var að skrifa öllum félögum,
sem þegar eru gengin í sambandið, senda
þeim lögin og biðja þau að senda sam-
bandsstjórninni lög sín og félagaskrá.
Ennfremur var samþykkt að skrifa
þeim félögum, sem enn eru utan sam-
bandsins og hvetja þau til inngöngu.
Það, sem stjórnin hefur í hyggju að
beita sér fyrir á næstunni, eru klakmálin
og endurskoðun á veiðilögunum.
Egill Sigurðsson gat þess á stjórnar-
fundinum, að hann teldi það æskilegt, að
sambandið gæti aðstoðað félögin við að
fá menn til að kenna köst og önnur und-
irstöðuatriði íþróttarinnar.
Taldi stjórnin líklegt að bezt væri, að
þau félög, sem þess kynnu að óska, ættu
þess kost, að senda einn eða fleiri menn á
námskeið til Reykjavíkur og önnuðust
þeir síðan um fræðslu og leiðbeiningar
í heimafélögum sínum að því loknu.
Verkefni sambandsins eru mörg, eins
og 3. gr. laganna, sem fjallar um tilgang
Versl. Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstr. 1. Sími 3102.
Veiðimaourinn
15