Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 18

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 18
sambandsins ber með sér, en hún er á þessa leið: Tilgangur sambandsins er að koma á sem víðtækustum samtökum stangveiði- manna, gæta hagsmuna þeirra og bæta aðstöðu þeirra til stangveiði í ám og vötnum landsins með því: 1. Að vinna jafnan að nauðsynlegum endurbótum á lax- og silungsveiði- löggjöf landsins. 2. Að koma í veg fyrir hvers konar rányrkju og ofveiði í ám og vötn- um. 3. Að takmarka sem mest alla veiði vatnafiska í sjó. 4. Að stuðla að aukningu fiskistofns- ins í ám og vötnum. 5. Að vinna að því, að tekin verði til fiskiræktunar ár og vötn sem fisk- laus eru. en líkleg mættu teljast til árangurs af slíkri raktun. 6. Að stuðla að auknum skilningi al- mennings á málefnum sambands- ins og tilgangi þess. 7. Að stuðla að góðri samvinnu stang- veiðirnanna og veiðieigenda. 8. Að kenna mönnum að virða lög og reglur um veiði. 9. Að kvnna stangveiðimönnum lög- legar veiðiaðferðir og nýjungar á því sviði, svo að stuðla að því, að þeir geti aflað sér tilsagnar um meðferð og notkun veiðitækja. 10. Að stofna til samkeppni í köstum o. s. frv. eftir því sem aðstæður leyfa. 11. Að stnðla að útgáfu nauðsynlegra rita varðandi stangveiði. 12. Að vera fulltrúi stangveiðifélaga og einstaklinga innan vébanda sambandsins gagnvart því opin- bera. 13. Að leitast við að jafna ágreining, er upp kann að koma á milli sam- bandsaðilja og vinna á móti óeðli- legri samkeppni um leigu veiði- vatna, án þess þó að hafa nokkurt úrskurðavald, nema báðir eða all- ir aðilar óski þess. Sambandinu er ólieimilt að leigja, kaupa eða tryggja sér veiðiréttindi fyrir lengri eða skemmri tíma. ★ Stjórnin hefur fullan vilja á að vinna að þessum málum í samráði og samvinnu við félögin, en hvernig til tekst mun fram- tíðin leiða í ljós. V. M. Veiðistengur tek ég til viðgerðar. Munið, aO nú er rétti tíminn til þess að Idta lagfœra veiðistöng yðar, svo hún verði i lagi ncesta sumar VALDIMAR VALDIMARSSON Hringbraut 85 Sími 80572 16 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.