Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 19

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 19
Negley Farson: Hinmr ólQtwdi elfur Noregs. Hafirðu, þó ekki sé nema í eitt skipti á ævinni, fundið þurran hreindýramos- ann braka undir fótum þér á norsku há- lendi — (og það er reyndar hægt að skjóta villt hreindýr í tæplega 150 km. fjarlægð frá Bergen) — hafirðu setið þar hátt og séð hvernig Atlantshafið þreifar sig áfram með grænum fingrunum inn í fjöllum-girta firðina — og vitirðu að það er hálfs-annars klukkutíma ferð til árinnar, sem þú ætlar að veiða í, þarna beint á móti, þó að gömul og farlama kráka gæti flogið það á tveim tímum — hafirðu staðið upp í hné í þessum stóru ám og fundið hvernig þær þrífa í þig, um leið og þær brjótast áfram hundruð kílómetra, þrumandi gegnum greni- skóginn, á leið sinni til hafsins — þá —. Ég ætla að láta þá, sem veitt hafa í Noregi, sjálfráða um hvernig þeir ljúka setningunni; ég get það ekki. Ég hef verið að leita að orðum, og orð eins og „frumstæður" og „tignarlegur" koma ó- sjálfrátt fram í hugann. En það er ein- hver stálharka — eitthvað stórkostlegt við veiðarnar í Noregi, sem engin orð fá lýst. Látum þar við sitja. Ég snæddi einu sinni hádegisverð í Osló með formanni stangveiðifélagsins þar og Nordal Grieg, og við vorum allir sammála um það, að beztu veiðiréttind- in í Noregi hefðu annaðhvort verið leigð eða blátt áfram seld ríkum útlending- um, sem flestir væru Englendingar. Það væri aðeins tímaeyðsla, að reyna að veiða í lélegu ánum, og alltof mikill kaupmennskubragur kominn á þessi mál öll. Þá væri betra að freista gæfunnar á Veiðimaðurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.