Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 24

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 24
stjórnirnar, og auk kaupverðsins yrði svo að greiða árlega leigu til bóndans, sem vatnsfallið átti. Eins væri, ef bónd- inn seldi jörð sína. „Þér vitið hvernig bændur eru,“ sagði stjórnarerindrekinn. „Áður fyrr fóru þeir til Osló eða Bergen eftir að þeir höfðu selt jarðir sínar, eyddu pen- ingunum í óhófi, drukku þá út — eða losnuðu a. m. k. mjög fljótt við þá. Þeir voru óvanir að liafa stórar fjárhæðir undir höndum. Þessi lög voru því sett til þess að vernda þá fyrir þesskonar freistingum.” ,Já, svo við snúum okkur aftur að veiðiréttindunum,“ sagði ég. „Þeir hljóta þó að sjá að þeir kippa fótunum undan sjálfum sér með þessum ádrætti. Þeir gætu keypt miklu fleiri fiska fyrir leiguféð heldur en þeir fá í netin.“ ;Alveg rétt — en þá væri sjálfstæði þeirra glatað.“ Eg hélt því fram, dálítið önugur, að þetta orðagjálfur yrði til þess, að þeir dræpu betzu hænuna sem nokkru sinni hefði orpið handa þeim gulleggjum — enska veiðimanninn. Morguninn, sem ég sá þetta 100 metra net, hætti ég að veiða. Ég tók sundur stengurnar og og Iét þær í hylkin. Og við hádegisverðinn réðist ég aftur á stjórnarerindrekann. „Skýring yðar hérna á dögunum var víst ágætt dæmi um hagrænan sósíal- isma. En segið mér eitt: Komuð þér Sögen h.f. ekki hingað upp til Gjendesheim til þess að veiða?“ „Jú, auðvitað.“ Ég sagði honum þá frá 100 metra net- inu, sem ég sá um morguninn. Það kom dálítið á hann, en ekki lét hann hlut sinn. Hann sagði að bændurnir gerðu einungis það, sem þeim væri heimilt. Þeir væru aðeins að undirstrika sjálf- stæði sitt. „O jæja,“ sagði ég, hryggur í huga, „Það er enginn þjóð í heiminum mér hugþekkari en Norðmenn. En ég er bú- inn að fá nóg af norsku sjálfstæði í bráð- ina. Nú fer ég.“ Vegurinn var hlykkjóttur og illur yf- irferðar, eins og ég gat um í upphafi; og nokkrum dögum síðar ók ég fram með einum af stærstu skriðjöklum heimsins, til þess að komast niður í Olden Fjord. Ég hafði lieyrt að hægt væri að fá að veiða sjóbirting þar, en strax og ég kom, var mér sagt að búið væri að selja veiði- réttinn. Og þá var ekkert annað að gera en halda af stað aftur, eins og ég sagði hálf-klökkur við gistihúseigandann, en fyrst ætlaði ég samt að fá mér hádegis- verð. Meðan ég var að matast kom myndar- legur, gráhærður maður að borðinu til mín og heilsaði mér með dálítið hátíð- legri hneigingu, eins og Norðmanna er siður. Hann spurði mig hvort það væri ég, sem hefði ritað bókina „Over alle Grœnser“. Ræsir h.f. 22 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.