Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 25

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 25
Ég hneigði mig líka og sagði að svo væri. Hann rétti mér þá höndina og sagði: „Við getum komizt að þrír hérna í ánni. Sonur minn er hér líka, og mig langar til að kynna ykkur.“ Vegna þess óhamingju-ástands, sem nú ríkir í Noregi* má ég ekki geta nafns hans, en hann gegndi ábyrðarmik- illi stöðu í norsku þjóðlífi. Og hann og hinn hávaxni sonur hans voru þar að auki einhverjir beztu veiðimenn, sem mér hefur enn auðnazt að hitta. Þeir kunnu þessi löngu, svifmjúku köst, sem maður sér í Noregi, og það er ekki ann- að hægt að sjá en að þeir geti haldið á takmarkalausri lengd af línu og þeytt henni síðan yfir breiðustu ár. Ég hafði aldrei séð þetta fyrr og æfði mig á því í marga daga. Daginn áður en ég kom höfðu þeir veitt tíu fiska, þar af þrjá yfir 8 pund. Um nóttina hafði ringt mikið til fjall- anna, svo áin var eins og freyðandi foss um morguninn. Ég veiddi með þeim í nokkra daga og fékk m. a. einn, sem var 4i/ pund, og það var líka það mesta, sem ég mátti leggja á litlu Duplex-stöngina mína. Við drukkum skilnaðarskálina í norsku * Bókin er ritnð á styrjaldarárunum síðustu. Þýð. Ákavíti og sungum norskar drykkjuvís- ur, en annars eyddum við oftast kvöld- unum umhverfis bálið af grenikubbun- um á arninum og spjölluðum saman um sigra og ósigra dagsins. Gamli maðurinn veiddi nokkuð af tímanum í bát, sem dreginn var af tveimur mönnum ská- hallt upp strauminn með löngum köðl- um. Svo kvaddi ég þá og lagði af stað í hina löngu og erfiðu ökuferð mína til Þýzkalands. Það er sorglegur eftirmáli við sögu þessa. Tíu dögum eftir að styrjöldin braust út, átti ég leið um Noreg og tók á mig allmikinn krók, til þess að hitta gamla Norðmanninn. Þá lá mjög illa á honum. Hann sýndi mér hálf-nauðug- ur nokkrar myndir úr veiðiferðum, sem hann hafði farið um sumarið. Ein var af þeim feðgum með 5 sjóbirtinga, sem allir voru yfir tíu pund hver. Hann lagði myndirnar frá sér, eins og hann blygðaðist sín fyrir þær, og sagði: „Ég veiði ekki meira fyrr en þessu stríði er lokið. Ég hef misst alla löngun til þessháttar hluta. — Meðan heimur- inn er fullur þjáningum og eymd.“ (Þýtt eftir dönsku þýðingunni á bók Negley Farson: „Going Fishing", sem á dönsku heitir: Paa Fisketur i fire Verdensdele). Véla- og Raftækjaverzlunin, Tryggvagötu 23. Veiðimaðurinn 23

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.