Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 28
því móti, því það er engan veginn víst,
að íslendingar yrðu ávallt tilbúnir að
hlaupa í skörðin, auk þess sem samtök
veiðimanna myndu sennilega leggja
bann við því. Það er því ólíklegt að marg-
ar ár fengjust upp á slík kjör, nema hið
opinbera trvggði eigendunum hliðstæða
leigu og aðrir vildu greiða. og tæki þar
með á sig áhættuna — tapið.
íslenskir veiðimenn eru orðnir margir,
og þeim fer alltaf fjölgandi. Á tiltölulega
fáum árum hefur þeim fjölgað svo ört að
nú skortir þá veiðivötn. Þeir munu því
ekki sitja aðgerðarlausir og horfa upp á
það, að árnar séu teknar út úr höndunum
á þeim og leigðar útlendingum. Hið eina,
sem hugsanlegt væri að samkomulag gæti
náðst um við veiðimannasamtökin er
það, sem drepið hefur verið á hér í blað-
inu áður, að Ferðaskrifstofan fengi til
umráða nokkra daga í einhverjum ám á
sumri hverju til þess að ráðstafa til út-
lendinga, sem hingað koma og langar til
að veiða. F.n það væri það lengsta sem
íslenzkir veiðimenn myndu sjá sér fært
að ganga til samkomulags.
Árangurinn af því að hleypa útlending-
um í árnar svo nokkru næmi yrði senni-
lega fyrst og fremst sá, að innlendir
spekúlantar myndu ná í eitthvað af er-
lendum gjaldeyri, annaðhvort í beinni
greiðslu fyrir veiðiréttinn eða eftir ein-
hverjum krókaleiðum, t. d. þeirri, að
greiða dvalarkostnað útlendinganna og
fá í staðinn gieiðslu íijá þeim í erlendri
mynt, sem aldrei kæmi fram í dagsljósið.
Mætti vafalaust finna einhver slík dæmi
nú þegar, ef vel væri leitað.
Ef ríkisvaldið vildi fara að taka ár á
leigu til ráðstöfunar handa útlending-
um, yrði það að greiða eigendunum
miklu hærri leigu í íslenzkum krónum
en það fengi fyrir þær í erlendum gjald-
eyri. Tap yrði því óumflýjanlegt með
því fyrirkomulagi, svo ástæðulaust er að
fara um það fleiri orðum.
Ofan á þetta bætist svo það, að vistar-
verurnar, þar sem þær eru þá nokkrar,
eru þannig, að ótrúlegt er að útlend-
ingar vildu gista þær mörg sumur, þótt
innlendir menn geri sér þær að góðu.
En kostnaður við að gera þær að boð-
legum bústöðum, eða reisa nýjar, yrði
svo mikill nú, að í slíkt verður tæplega
ráðist.
Af því sem sagt hefur verið hér að
framan, er auðsætt, að þessi áróður fvr-
ir sölu íslenzkra veiðiréttinda í hendur
útlendinga er vanhugsaður og vafasam-
ur gróðavegur fyrir þjóðarheildina og
líklegri til að vera runninn undan rifj-
um þeirra, sem einhvers persónulegs
hagnaðar gætu vænzt, heldur en hinna,
sem bera hag heildarinnar fyrir brjósti.
En það sem skiptir mestu máli er
það, að með því að bægja íslendingum
frá veiðiánum er verið að svipta þá þeim
tækifærum, sem þeir hafa skapað sér til
hollrar útiveru og heilbrigðrar ráðstöf-
unar á sumarleyfum sínum, en það er
tap, sem hvorki verður metið í íslenzkri
né erlendri mvnt.
Á aðalfundi Stangaveiðifélags Reykja-
víkur 1949, var samþykkt tillaga þess
efnis, að „fordæma það að veiðiár lands-
ins væru leigðar útlendingum, á sama
tíma, sem landsmenn vantaði veiði-
vötn .. . . “ Stangaveiðimenn um land
allt munu standa einhuga saman um
þessa samþykkt, en hið nýstofnaða lands-
samband ísl. stangaveiðimanna ætti að
láta það vera eitt af sínum fyrstu verk-
um, að endurnýja hana í nafni allra veiði-
manna og skapa henni skilvrði til sigurs.
íslenzkar veiðiár fyrir íslendinm!
V. Möller.
26
Veiðimaðurinn