Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 29
Legusstftðir Iaxíhs.
(Þýtt úr bókinni: RIVERS OF ICELAND)
Árnar á íslandi ern svo tærar, að það
er miklu auðveldara að sjá hvað gerist
í þeim heldur en í ám og lækjum heima.
Þarna eru því einstök tækifæri til þess
að athuga, hvaða vistarverur laxinn kýs
helzt, því ýmsar þeirra sjást vel, jafnvel
þó djúpar séu: Landslagið við marga
hyljina auðveldar þessa athugun mjög,
vegna þess að víða eru háir klettar og
snarbrattir bakkar.
Legustaðir laxins eru flókið viðfangs-
efni, því að þar kemur margt til greina.
í fyrsta lagi er hjarðhneigð fisksins, þá
vatnsmagnið, vatnshraðinn og loks víð-
átturnar þrjár, sem hver um sig og sam-
eiginlega þurfa að fullnægja þeim skil-
yrðum, sem fiskurinn krefst til þess að
eiga þar viðdvöl.
laxinum svipar dálítið til sauðkind-
arinnar, þangað sem einn fer fara hinir
líka, og þetta á sérstaklega við um göngu-
fisk.
Þetta er ef til vill ekkert undarlegt, ef
litið er á lífsferil hans. Þegar öllu er á
botninn hvolft, er hver fiskur meðlimur
stórrar fjölskyldu: hrogn, sem hlotið hef-
ur frjógvun sína frá meðalstórum foreldr-
um, skiptist í óteljandi einingar, er marg-
ar klekjast út. Það er að vísu rétt, að fjöl-
skyldan er háð hamförum náttúrunnar
og týnir tölunni á bernskuskeiðinu, svo
einstaklingseðli seyðanna þarf að þrosk-
ast snemma, ef þau eiga að halda velli; en
hópkenndin hverfur ekki og verður
sterkust um það leyti, sem þau fara úr
ánum (smolt migraton) og einnig þegar
ar þau fara þangað aftur (grilse migrati-
on). Það er sennilegt að meyfiskurinn
haldi hópkenndinni meðan hann er í
sjónum; og það er ekki fyrr en síðar á
þroskaskeiðinu, að sumir fiskar einangra
sig þangað til þeir fara að velja sér
maka.
Það er ekkert efamál, að þessi atriði
hafa bein áhrif á, hvaða legustaði fisk-
urinn velur.
Þetta er skemmilegt athugunarefni,
og ég gerði mér sérstakt far um að rann-
saka nákvæmlega nokkra staði í Hrúta-
fjarðará, ef vera kynni að mér tækist að
finna einhverja skýringu á vinsældum
þeirra.
Ég bjó mér til áhald, sem að lokum
varð þannig: 1) prik, um fjögur fet á
lengd 2) stífur vírspotti, tvö fet á lengd,
sem fest var við prikið, 3) mjótt girni,
bundið við vírinn og 4) silkituska, sex
þumlunga lönsj, sem fest var við girnið.
Þessu áhaldi var ætlað að prófa
straumáhrifin á legustöðum þeim, sem
fiskurinn valdi. Tækið kann að virðast
all-margbrotið, en reynslan sýndi að
vírinn var mjög nauðsynlegur, því að
hvort heldur sem prikið var niður við
botn eða á yfirborði hylsins myndaði
það sjálft straum, nema í allra kyrrast?
27
Veioimadurinn