Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Qupperneq 30
vatni. Silkituskuna valdi és>' að lokum
O
vegna þess, að öll önnur efni voru of
gróf eða of þunn til þess að sýna veik-
ustu straummyndanirnar. I kyrru vatni
marraði t. d. ræma af gömlum vasaklút
hreyfingarlaus í kali, en f miklum
straumi flaksaðist hún eins og skyrta á
þvottasnúru. Girnið sýndi betur en snæri
smæstu bylgj uhreyfingarnar.
Næsta þrautin var að koma áhaldinu
rétt fyrir, svo trúa mætti sögu þess. Þá
þurfti að gæta þess vandlega, að fótlegg-
ir þess, sem það gerði, mynduðu ekki ó-
heppiléga strauma. Þessvegna varð ég
að hafa áhaldið í nokkurri fjarlægð og
ofar en ég stóð. Ég býst við að bezt
hefði verið að það hefði myndað rétt
horn við prikið.
Þar sem djúpir legustaðir voru við
bakkana, þurfti ég ekki að vaða út í
ána við rannsóknina, og má því búast
við að réttari niðurstöður um straum-
fallið hafi fengizt þar, einkum þar sem
hægt var að liafa áhaldið lóðrétt yfir
Staðnum og láta silkituskuna fljóta þar
sem óskað var.
Athuganir eins og þær, sem ég hef
getað framkvæmt, skiptast í nokkra
flokka: Fyrst, grunnu lægin, sem sumir
fiskar kjósa, þá djúpu lægin, sem aðrir
kjósa, hraðstreymt vatn, straumlítið
vatn, kyrrt vatn, staði þar sem einstakir
fiskar liggja og loks staði, sem liafa mis-
munandi mörg af einkennum hinna
livers um sig.
A fjölbreyttu legustöðum, sem nefna
mætti aðsetursstaði, var eitt strax auð-
sætt — stærstu fiskarnir, hvort sem það
voru heldur hængar eða hrygnur, völdu
beztu staðina. Annað kom einnig strax
ntjög greinilega í ljós — að því dýpra
sem vatnið var, þess færri voru hvíldar-
staðirnir. í öllum hyljum, þar sem
ntargir fiskar lágu, var dýpið innan við
fimm fet. Ekki er þó þar með sagt, að
ntikill fiskur væri ekki í hyljum, þó ein-
hver hluti þeirra væri mjög djúpur,
heldur hitt, að hann valdi alltaf hvíldar-
staðina þar sem grynnst var.
Ég álít ekki að vatnsþrýstingurinn,
sem dýpið orsakar, skipti fiskinn nokkru,
því að ég sá marga einstaka fiska, sem
virtust sækjast eftir að vera þar sem
djúpt var.
Þriðja atriðið vakti strax athygli mína,
og það var, að þar sem fiskar liggja sam-
an skipa þeir sér í samhliða raðir. Samt
var undantekning frá þessu í tveim stöð-
um, þar sem ég sá milli 10 og 20 fiska,
sem höfðu raðað sér upp eins og til her-
göngu. Ég er sannfærður um að straum-
urinn átti á einhvern hátt sinn þátt í
því, en nákvæma skýringu tókst mér
ekki að finna.
í grunnu vatni (innan við 5 fet) lágu
fiskarnir allir jafn djúpt; í djúpu vatni
völdu þeir fremur hið gagnstæða.
Þeir geta legið miklu þéttar samhliða
en hver upp af öðrurn, en ég verð aftur
að játa, áð ég veit ekki ástæðuna.
Eins og kunnugt er virðast klettar og
steinar skapa betri leguskilyrði en aðr-
ar jarðmyndanir, en þeir eru samt ekki
nauðsynlegir. Torfuhnausar geta komið
að sömu notum. Þetta höldum við, en
þó er til fjöldi af legustöðum þar sem
þessi þægindi eru ekki; og tveir hyljir,
þar sem botninn var eingöngu smágrýti
og malarsandur, voru góðir veiðistaðir.
Annar þeirra var djúpur, á að giska 15
fet, hinn grunnur, ekki yfir tvö fet. í
báðum var alltaf talsvert af fiski.
Áhaldið leiddi þá undarlegu stað-
reynd í ljós, að straumur var mjög mis-
jafn í legustöðunum. Sumstaðar er eftir-
sóttasti legustaðurinn í straumharðara
vatni heldur en hliðstæðir staðir rétt hjá,
en eitt var augljóst — að hvergi, sem ég
28
Veiðimaðurinn