Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 34

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 34
kvað ekkert geta sakað þótt ég fengi að gutla með liana svolitla stund. Fóru þeir nú að skoða flugur sínar og fletta upp í „Jónsbók". (Flugubók fóns Einarsson- ar.) Nefndu þeir ýmsar flugur, sem ég hafði aldrei heyrt nefndar fyrr, en ein- stöku nöfn kannaðist ég þó við, t. d. Blue Cliarm, sem Jón var nýbúinn að hnýta á hjá sér þegar hann fékk mér stöngina. Það var auðséð á Sæmundi, að liann var eitthvað annars hugar við Jóns- bókarlesturinn, og varð mér það ljóst síðar, að ástæðan var sú, að hann var hræddur um að ég mundi ná þangað sem fiskurinn lá, ef liann léti mig af- skiptalausan. Tók hann því að segja mér til, með nokkurri aðstoð frá Jóni, og hófst nú merkileg kennslustund, sem ég reyndi að nota mér eftir því sem vit mitt og handlægni leyfðu. „Ekki rykkja stönginni svona upp! Kasta bara stutt! Ekki festa fluguna í grasinn! Ekki reka toppinn í jörðina fyrir aftan þig! Þú átt að kasta út í ána, en ekki upp á land! Það er ekkert veiði- afrek þó einhver fífillinn þarna í brekk- unni fyrir aftan þig tæki fluguna hjá þér! Ekki löng köst, sagði ég! Ekki reka toppinn niður í vatnið! Og umfram allt, ekki detta í ána! Ég reyndi að fara eftir þessu öllu eins og mér var unnt, en einhver innri rödd hvíslaði þó að mér, að ég skyldi lengja köstin, livað sem þeir segðu. Þóttust þeir nú hafa bú- ið svo vel um hnútana, að lítil hætta væri á að ég festi í fiski, og hölluðu sér nú brosándi aftur á bak og litu með vel- þóknun hvor á annan. í sama mund fann ég snöggan og ákveðinn kipp og hef víst gefið frá mér eitthvert hljóð um leið, því þeir spruttu báðir upp eins og þeir hefðu verið stungnir með títuprjén, og það verður alltaf ein af stærstu ráð- gátum lífs míns, hvernig Jón Einarsson fór að því, að rísa svo snöggt á fætur. Hófst nú aftur stórmerkileg fræðsla í því, hvvrnig ég skyldi þreyta fiskinn og landa honum. Sæmundur sagði: , Stöngina beint upp!, halda þétt við hann.“ Jón sagði: „Gefa honum eftir, halla stöng- inni svolítið meira fram!“ Sæmundur: „Þú verður að halda svo fast við liann, að þú náir honum inn í vikið hérna fyrir neðan; annars missirðu hann niðureftir!“ Jón: „Þú verður að gefa honum eftir, annars slítur hairn úr sér!“ Ég fann að fiskurinn var vel tekinn og lítil hætta á að missa hann. Ég rétti því Jóni stöng- ina og sagði: „Taktu nú við kokkur. Þetta er 15 punda lirygna. Ég ætla að setja í aðra, fyrir Sæmund! Fróðárundrið. Annar vinur minn og veiðifélagi, Óli J. Ólason, sem á rnargs konar veiðisögur í fórum sínurn varð fúslega við ósk minni um eina sögu í blaðið, og segist honum svo frá: „Árið 1939 eða 1940 fór ég, sem oftar, í nokkurra daga veiðiferð í uppáhaldsána 32 inína, Norðurá. Veiðin gekk ágætlega, eins og oftast, en þegar tíma mínum var lokið þar, datt mér í hug að búa mig enn- þá betur undir hvertdagsstritið heima, með því að sækja mér andlega næringu til frænda minna og vina „hjá vondu fólki“. Ég brá mér því vestur í Ólafsvík og gekk á fund góðvinar míns, Kristjáns Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.