Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 35

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 35
Þórðarsonar, símstöðvai'stjóra, sem auk margra annarra góðra kosta hefur ótak- mörkuð umráð eða einkaleyfi á lítilli og skemmtilegri veiðiá, sem Fróðá heitir, samnefnd bænum, þar sem undrin gerð- ust forðum og Björn Breiðvíkingakappi átti óleyfilega ástafundi við Þuríði, syst- ur goðans á Helgafelli. Aldrei hef ég heimsótt Kristján svo á veiðitíma, að hann hafi ekki boðið mér að renna, og hann brá ekki þeim vana sínum nú. Eftir að ég hafði þegið hjá hon- um hinar beztu góðgerðir, lögðum við af stað inn að Fróðá, með vasapela, eins og venja okkar er. Við byrjuðum í foss- inum, sem er efsti veiðistaðurinn, „hengdum" þar einn óþekkan smálax, héldum síðan niður með ánni og reynd- um á líklegustu stöðunum, en urðum ekki varir. Það leið nú óðum á daginn og ekki síður pelann, svo ég sagði við Krist- ján, að nú yrði ég að hlaupa, ef ég ætti að komast á neðsta veiðistaðinn áður en birtan væri úti og brennivínið þrotið. En á þeim veiðstað liafði ég fengið lax áður og hafði mikla trú á að svo myndi einnig fara nú. Áin er víða stórgrýtt og vont að vaða hana, enda fór svo eftir að dimma tók og minnka á pelanum, að st.ígvélin reyndust of stutt og vafasamt að vöðlur liefðu dugað. Allt gekk þó að tiðru leyti stórslysalaust, og þegar ég var kominn á áðurnefndan veiðistað óð ég út í stórgrýtið til þess að koma færinu vel út og lét maðkinn „dóla“ niður straum- inn. Ég „gaf út“ og „gaf út“ unz allt í einu að ég heyrði rokna „hviss!!“ og línan þeyttist með ofsa hraða út af hjólinu. Það skipti engum togum unz komið var nið- ur á undirlínu, en þá mundi ég eftir því, að ég hafði hnýtt hana losarlega við yf- irlínuna, þegar ég var í Norðurá. Mér brá dálítið illa við, var hræddur um að hnúturinn mundi ekki renna gegn- um um lykkjurnar, og í ofboðinu hras- aði ég í stórgrýtinu, en við það kom bragð um hjólið og línan kubbaðist sundur. Þetta var 82 kr. konisk lína frá Albert, en það voru dýrar línur í þá daga. Ég lagði nú niður rófuna og skjögraði í land. Kristján var þá að koma ofan að, fremur daufur í dálkinn, og sá ég strax að eitthvað alvarlegt mundi liafa komið fyrir hann líka. Ég segi hon- urn nú mínar farir ekki sléttar, en hann svarar: „Já, það er alveg þýðingarlaust fyrir ykkur Reykvíkingana að koma með þennan silkitvinna ykkar hingað í hana Fróðá.“ Kristján sagði nú sínar ófarir, og er álitamál hvor ver var leikinn. Um leið og hann lagði af stað frá síðasta „hress- ingarstaðnum“, varð hann fyrir því ein- staka óláni, að detta, með þeirri afleið- ingu, að pelinn mölbrotnaði í vasa lians. Við stóðum nú þarna í rökkrinu brenni- vínslausir og blautir upp í mitti, og höfðum í ofanálag orðið fyrir tilfinnan- legu veiðarfæratapi. Ég rétti samt úr kútnum og sagði við Kristján: „Ef lax- inn hefur ekki rokið út í sjó, þá skal ég sýna þér það, að ég næ honum annað- hvort í kvöld eða í fyrramálið. Sé hann enn í ánni hefur hann sennilega lagzt aftur á sama stað og hann var þegar hann tók, þegar styggðin var af honum. Veidimacuwnn B3

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.