Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Qupperneq 37
Aðalfuifdur j5. V. F» R*
Stjórn S.V.F.R. boðaði til aðalfundar
í Oddfellow-húsinu í Reykjavík h. 27.
nóv. s.l. Fundur þessi reyndist ólögmæt-
ur, sökum þess að meira en 34 fé-
lagsmanna sóttu hann ekki, en samkv.
lögum félagsins þarf a. m. k. 14 þeirra
að sækja aðalfund til þess að hann sé
löglegur. Það er gömul saga hjá mörg-
um félögum, að menn sækja illa aðal-
fundi, og virðist það, því miður, sýna
lítinn áhuga fyrir félagsmálunum og
meðferð þeirra. Þegar sýnt þótti, að
ekki yrði hægt að lialda aðalfund, var
samkoinunni snúið upp í venjulegan fé-
lagsfund og nokkur mál tekin til um-
ræðu, sem ekki er nauðsynlegt að fjalla
um á aðalfundi.
Formaður skýrði frá því, að Vatns-
dalsá í Húnavatnssýslu væri nú til leigu
og bað fundarmenn að láta í ljós álit
sitt um það, hvort stjórnin ætti að bjóða
í hana fyrir félagið. Eftir stuttar um-
ræður var málinu vísað til stjórnarinn-
ar og henni falið að taka þá afstöðu, sem
hún teldi heppilegasta, að fengnum á-
reiðanlegum upplýsingum um ána. Þá
svaraði stjórnin nokkrum fyrirspurn-
GLGÐIL6G JOL!
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen.
um, sem bornar voru fram um önnur
iélagsmál, og tóku nokkrir fundarmenn
til máls, og suinir oft.
Ólafur Pálsson, mælingafulltrúi, lét í
ljós óánægju yfir því, að stjórnin hefði
ekki náð samningum við eigendur Lax-
ár í Þingeyjarsýslu. Gerði formaður ítar-
lega grein fyrir afstöðu stjórnarinnar í
því máli og færði meðal annars fram þau
rök, að stjórnin hefði ekki talið drengi-
legt, að keppa um þessa á við stanga-
veiðifélögin á Akureyri og Húsavík, sem
vitað hefði verið að ætluðu að bjóða í
liana, enda vafasamt að það hefði borið
annan árangur en þann, að sprengja
upp leiguna. Þar að auki hefði félag það,
sem haft hefði ána á leigu undanfarin
ár liaft nokkurs konar forgangsrétt að
henni áfram, og aðstöðumunurinn að
öllu leyti verið svo mikill, að stjórnin
hefði ekki talið fært að leggja út í sam-
keppni um ána við þær aðstæður, sem
fyrir hendi voru.
Nokkrar fleiri umræður urðu á þess-
um fundi, en verða ekki raktar nánar
hér.
Stjórnin boðaði til aðalfundar að nýju
Veiðimaðurinn
35