Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Blaðsíða 38
miðvikudaginn 6. des. að Þórscafé við
Hverfisgötu. Þar gerði formaður all-
ítarlega grein fyrir framkvæmdum
stjórnarinnar s.l. starfsár og að svo búnu
las gjaldkeri upp reikninga félagsins.
Litlar umræður urðu um hvorttveggja,
og voru reikningarnir samþykktir að
kalla mátti athugasemdalaust. Raddir
komu þó fram um, að reksturskostnað-
ur hússins við Norðurá væri nokkuð
mikill, en við ítarlega sundurliðun osj
skýringar gjaldkerans kom í ljós að sá
úlgjaldaliður getur vart verið lægri, þó
hár sé, að óbreyttum aðstæðum. Hagur
félagsins má teljast góður eftir atvikum.
Nokkur reksturshagnaður var á árinu
— aðallega af inntökugjöldum nýrra fé-
laga og árstillögum, enda var útleigu
veiðivatnanna stillt svo í hóf, að um
nokkurn verulegan hagnað af þeim gat
ekki verið að ræða.
Formaður gat þess í skýrslu sinni, að
stjórninni hefði dottið í hug, að fjölga
mætti um eina stöng í Elliðaánum næsta
sumar. Væri það hugsað þannig, að fyn i
hluta veiðitímans væru tvær stengur á
neðra svæðinu, en síðari hlutann ein nið-
urfrá og tvær uppfrá. Ekki voru menn á
einu máli um þessa breytingu, og engin
fundarsamþykkt var gerð um hana. F.ft-
ir nokkrar umræður, þar sem Laxá í Að-
aldal bar enn á góma m. a., var gengið til
stjórnarkosninga, og fóru þær þannig,
að stjórnin var endurkosin, að undan-
teknum Val Gíslasyni, sem baðst undan
endurkosningu, sökum annríkis. í hans
stað var Pálmar ísólfsson kosinn.
Stjórnin er þv.í nú skipnð þessum
mönnum:
Gunnar J. Möller, formaður.
Gunnbjörn Björnsson, varaformaður.
Ólafur Þorsteinsson, gjaldkeri.
Konráð Gíslason, ritari.
Pálmar ísólfsson, fjármálaritari.
í varastjórn voru kosnir: Albert Er-
lingsson, Sigmundur Jóhannsson (báðir
endurkosnir) og Valur Gíslasson, og end-
urskoðendur: Magnús Vigfússon og
Brynjólfur Stefánsson, einnig endur-
kosnir.
Skemmtinefndin var einnig endurkos-
in, en hana skipa: Gunnar Jónasson,
Valdimar Valdimarsson og Víglundur
Möller.
Að kosningum loknum voru tekin fyr-
ir önnur mál, eins og venja er til. Fyrir
lágu tvær tillögur frá stjórninni — önnur
þess efnis, að fella úr félagslögunum á-
kvæðið um að i/j félagsmanna þyrfti að
sækja aðalfund, til þess að hann væri
löglegur, en hin um hækkun árgjaldsins.
Umræður um þessi mál urðu ekki lang-
ar, því tillaga kom fram um að fresta
fundinum þar eð mjög væri orðið áliðið
kvölds. Var hún samþykkt eftir nokkurt
þóf og fundinum frestað.
Sökum erfiðleika á að fá húsnæði til
fundarhalda og að hátíðarnar fara nú í
hönd, mun framhaldsaðalfundurinn el ki
geta orðið fyrr en eftir áramót.
Veiðimenn!
Munið efir að tilkynna blaðinu breyt-
ingar á heimilisföngum yðar, því að öðr-
um kosti getið þér átt á hættu, að blað
yðar komist ekki til skila.
Afgreiðsla blaðsins er í verzl. Veiði-
manninum við Lækjartorg, og þar fæst
það alltaf.
„Veiðimaðurinn“
36
Veiðimammnn