Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 40

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 40
Nokkur orð til „Úlfs Óþvegins“ og kaflar úr bréfi hans S.l. vor barst blaðinu bréf utan af landi, með undirskriftinni „Úlfur Ó- þveginn“. Af póststimplinum má ráða, hvar bréfritarinn á heima, eða a. m. k. hvar hann hefur látið bréfið í póst; en sökum þess að mér er hlýtt til þessa byggðarlags og margir góðir kunningj- ar mínir eru þaðan, skal það ekki nafn- greint hér og bréfið eigi birt allt, því eins og sjá má af köflum þeim, sem til- færðir verða hér úr því, er það svo ,,óþvegið“, bæði að efni og orðfæri, að það væri mjög villandi sýnishorn af and- legu hreinlæti í þessu ágæta héraði. Mesti greiðinn við Úlf liinn Óþvegna hefði verið sá, að láta sem bréf hans hefði aldrei borizt blaðinu og svara því ekki. En þar eð hann telur vafalaust sjálfur, að bréfið sé harla gott, gæti sú ábending líka orðið honum til góðs, ef hann ætlar að fást við ritstörf í framtíðinni, að hreinlæti er ekki síður nauðsynlegt þar en annarsstaðar. Honum er því, vinsam- lega, ráðlagt að þvo sér. í upphafi bréfsins kvartar Úlfur und- an því, að „öllum finnist lítið eða ekkert til þeirra koma,“ sent hann nefnir „sveitaveiðimenn“. Og síðan segir hann orðrétt: „Yfirleitt eru það mest kauþstaða- menn, sem aðallega stunda veiðiiþrútt- ina og þykjast vist of góðir til annarrar vinnu, sérstaklega sveitavinnu. Þessir sþortmenn eru nú orðnir allfjölmennir hér á landi og fer fylgi þeirra stöðugt vaxandi. Þeir flykkjast út um sveitir landsins i sumarfrium sinum og eru sumstaðar miður vel þokkaðir.“ En samt fer fylgi þeirra stöðugt vaxandi!! Síðan heldur hann áfram: „Mér hefur einnig fundizt að það hlyti að vera þarfara, að þessir slœpingjar réðu sig til vinnu í sveit yfir sumarið eða allt árið, þá þyrfti ekki að flytja inn erlent verkafólk til sveitavinnu. En það fyndist þeim efa- laust stór móðgun við sig. að vinna i sveit, sem er svo agalega sóðalegt .. . Aldrei myndi það verða þeim að fjör- tjóni þó þeir vœru vinnandi menn i sveit eða þeir fengju nein andþyngsli af sveitafýlunni, ef til vill myndi þeim bregða við kaupstaðailminn.“ Síðan koma hugleiðingar um það hvað kaup- staðamenn myndu segja ef sveitaveiði- menn tækju árnar á leigu og bönnuðu öðrum alla veiði. Og ennfremur að „lítil meining sé í slíku ráðslagi, að leigja árn- ar án samþykkis nokkurs veiðimanns í sveitum. Þá finnst mér það lítið réttlœti i því að útiloka okkur sveitamennina fyr- ir öllum veiðirétti, hvort sem við erum svo lítilskunnandi i veiðiiþróttinni eða það veki áhyggjur þeirra að við séum svo skceðir morðvargar með óseðjandi drápsfýsn, að við eyddum og spilltum allri veiði fyrir þeim. Ég hef lika heyrt talað um það, að það væri mjög nauð- synlegt að strangir eftirlitsmenn litu eft- ir umgegni okkar við ána, að settum reglum væri hlýtt.“ 38 Veiðimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.