Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 42

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Page 42
Flugur. Norðlendingur, sem dvalið hafði í höfuðstaðn- um í sumarleyfi, lagði af stað heimleiðis snemma morguns í bezta veðri. Þegar hann kom að Elliða- ánum, sá hann að veiðimaður var að landa fiski skammt fyrir ofan brúna. Hann fór út úr bílnum og gekk uppeftir, til þess að spyrja frétta og líta á fiskinn. Þegar hann nálgaðist veiðimanninn, sá hann að þetta var kunningi sinn úr Reykjavík. Sunnlendingurinn tók upp fiskinn, lyfti honum hróðugur á móti komumanni og sagði: „Sæll og blessaður! Líst þér ekki bærilega á hann þennan? Hann er alltaf 10 pund og alveg nýgenginn." Norðlendingurinn dró við sig svarið, en muldr- aði að lokum eitthvað, sem liinn var ekki ánægð- ur með. „Jæja, við gerum okkur nú ánægða með þá þessa,“ sagði sá sunnlenzki, „og meira en það, því þetta er sú stærðin, sem skemmtilegast er að draga." „Einmitt það,“ sagði Norðlendingurinn. „En ef ég á nú að segja þér alveg eins og er, þá erum við nú vanir að sleppa þeim þessum fyrir norðan. Þetta er lítið stærra en maðkarnir, sem við notum í Laxá í Aðaldal." „Heldurðu að þetta sé nú ekki ýkt lijá þér?“, sagði sá sunnlenzki. „Ja, það er kannski svona álika ýkt eins og að þessi lax þinn sé 10 pund," svaraði Norðlendingur- inn. ★ Nokkrir veiðimenn sátu og spjölluðu saman um veiðar og veiðiferðir. Kepptust þeir um að segja frá afreksverkum sínum, og allir töldu fram sína stærstu fiska, eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum sagði einn þeirra: A. : „Ég er viss um að ég á aldrei eftir að lifa aðra eins stund og þegar ég var búinn að landa 34 punda laxinum, sem ég fékk hérna um árið, eftir tveggja klukkust. og 48 mín. viðureign, á flugu nr. 6.“ B. : „Hvað varstu nú aftur gamall, þegar þú veiddir þennan fisk og hvað er langt síðan?" A.: „Hvað var ég gamall? Kemur það eitthvað málinu við? Við skulum sjá, það eru fimrn ár síðan. Ég hef verið 27 ára.“ B.: „Nú, hann ætti þá að vera orðinn 52 punda þegar þú ert fimmtugur." A. : „Hvaða bölvuð þvæla er í þér maður?" B. : „Jú, sjáðu nú til. Þegar þú veiddir fiskinn var hann 29 pund, og síðan eru 5 ár, segir þú. Eftir þvx þyngist hann um eitt pund á ári. Aftur á móti hefur flugan minnkað um 3 nr. hjá þér þessi fimm ár, því að hún var nr. 3 þegar þú veidd- ir fiskinn. Hún ætti því að vera orðin ca. nr. 17 þegar þú ert fimmtugur. Þú getur reiknað það nákvæmlega út með þríliðu!" ★ Jón Einarsson, matsveinn á Agli Skallagrímssyni, og Heimir Sigurðsson frá Tjörn í Aðaldal hafa verið veiðifélagar í mörg ár í Laxá. Heimir er, sem kunnugt er, einn af allra snjöllustu veiðimönn- um, og enginn mun þekkja Laxá betur en hann. Jón er kominn af léttasta skeiði, og þykir honum nóg um áhuga Heimis. Elda þeir oft grátt silfur, og þykir ávallt hin bezta skemmtun að hlusta á orða- skipti þeirra. Kvöld eitt var sezt að spilum eftir að búið var að borða, og var Jón einn þeirra, sem spiluðu. Heimir svaf á legubekk í stofunni þar sem spilað var. Hann ætlaði snemma út morguninn eftir og hafði því háttað í fyrra lagi. Þótti honurn heldur ónæðissamt þarna inni og hafði orð á því við spilamennina. „Ég skal lúlla þér í svefninn skarnið mitt meðan ég „sit yfir" næst“, sagði Jón. „Dragstu í brott en vánda fordæða", segir Heimir, og tók sér nú í munn orð Þórðar Arndísarsonar í Kormákssögu. Jón svarað;. ekki, en glotti grunsam- lega. Leið nú góð stund og skemmtu menn sér við spilin. En þar að kom, að einhver fór að hafa orð á því, að mjög vont loft væri í stofunni. Þegar bet- ur var að gáð kom í ljós, að lampinn ósaði mikið. Stofan var orðin full af kolsýru, en Heimir kominn að svefni. Þá stóð Jón upp og sagði: „Jæja piltar mínir. Ég bið ykkur nú að afsaka að þetta hefur komið niðri á ykkur líka; en ég skrúfaði upp í lampanum áðan til þess að „klóróformera" hæng- inn þarna á dívaninum, svo að hann strikaði dá- lítið minna í fyrramálið." ★ S.l. suinar voru tveir mcnn að veiða á bát i Laxá i Aðaldal. Það leið ekki á löngu unz lax kom á færið og hegðaði sér all-óvenjulega. Hann strikaði að bátnum, stökk upp úr vatninu og inn í bátinn! Þetta var 12 punda fiskur. Þáð er ekki oft sem þeir eru svona „samvinnuþýðir" í Laxá! 40 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.