Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 9

Bændablaðið - 06.10.2022, Qupperneq 9
Hú sa sm ið ja n Sveinn Enok Jóhannsson, vörustjóri hjá Húsasmiðjunni, segir húsin, sem fáist í mismunandi stærðum, koma fullkláruð með gólfefnum, blöndunartækjum, hurðum, eldhúsinnréttingu og baðinnréttingu en án húsgagna. Húsin uppfylla að sjálfsögðu kröfur íslenskrar byggingarreglugerðar og í raun þarf kaupandinn bara að koma húsinu fyrir á sínum stað og festa það niður. Húsin eru timburhús á sterkbyggðri stálgrind sem auðveldar flutning til muna. Þau koma í ákveðinni grunnútfærslu, með eldhúsinnréttingu, ísskáp, vaski og blöndunartækjum. Baðherbergi koma með lítilli innréttingu með vaski og blöndunartækjum, sturtuklefi er á baðherbergjum en hægt að uppfæra í innbyggða sturtu. Auk þess sem það fylgir sólpallur öllum húsunum og hægt er að velja um nokkra liti á húsin að utan. Að sögn Sveins er þegar komin mikil reynsla á húsin en þau hafa verið í boði hér á landi í nokkur ár. Húsið á Landbúnaðarsýningunni er 52 fermetrar að stærð, auk þess sem hægt er að skoða hús á plani Húsasmiðjunnar í Skútuvogi. „Húsin eru einnig til í því sem við köllum útleigueiningum sem henta vel fyrir ferðaþjónustuna og ekki síst sem hús fyrir bændagistingu. Þau hús geta verið 40 fermetrar og skiptast í tvær stúdíóíbúðir. Hin útfærslan er 52 fermetrar og er þá með þremur íbúðum. Einingarnar í báðum útfærslum eru með séreldhúsi og baðherbergi.“ Húsin eru framleidd í Litháen og koma fullbúin til landsins. „Þau njóta mikilla vinsælda í Svíþjóð og Finnlandi þar sem kröfur um gæði eru engu minni en hér á landi.“ Allt pöntunarferli húsanna er mjög einfalt en afgreiðslutími í dag hefur lengst vegna mikillar eftirspurnar hjá okkar viðskiptavinum. Eins og staðan er núna er afgreiðslufrestur húsa frá því pöntun er gerð allt að 20 til 30 vikur.“ Sveinn segir að mælt sé með að húsin fari ofan á steypta dregara sem kaupendur þurfi að setja upp. „Kosturinn við húsin okkar er að þau koma fullbyggð og vinna við að koma þeim fyrir er lítil og framkvæmdatíminn því mjög stuttur þar sem miðað er við að það taki tvo menn tvo daga að gera húsin klár á þeim stað sem þau eiga að standa.“ Húsasmiðjan, Skútuvogi 16, 104 Reykjavík. Sími 525 3000 Nánari upplýsingar um húsin er að finna á www.husa.is Húsasmiðjan hefur undanfarin ár boðið fullbúin og vönduð heilsárshús sem henta vel sem sumarhús eða gistiaðstaða fyrir bændagistingu. Húsin er fáanleg í nokkrum stærðum og koma fullfrágengin og tilbúin til notkunar. Stærð húsanna er frá 25 og upp í 52 fermetra. Húsin koma alveg tilbúin með innréttingum, gólfefnum, blöndunartækjum, ljósum og fleira. Fjörutíu fermetra leikfangageymsla fyrir fjórhjólið og annan útivistarbúnað. Húsi lyft á steypta dregara. KYNNINGAR Baðherbergi. Kosturinn við húsin okkar er að þau koma fullbyggð og vinna við að koma þeim fyrir er lítil og framkvæmdatíminn því mjög stuttur ...“ Hús flutt til uppsetningar. Hús, eins og það sem er á sýningunni Íslenskur landbúnaður. Tvö 40 fermetra hús á Hvammstanga sem voru sett saman í eitt parhús. Eyri Seaside houses, 530 Hvammstangi. Myndir / Húsasmiðjan Hús frá Húsasmiðjunni við Meðalfellsvatn.Uppfærð eldhúsinnrétting.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.